Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar 25. nóvember 2025 06:00 Flokkur fólksins hefur ávallt lagt áherslu á meiri festu og skynsemi í útlendingamálum. Þessi málaflokkur hefur lengi verið vanræktur af fyrri ríkisstjórnum, sem vegna ágreinings í eigin röðum lét leika á reiðanum og bera því ábyrgð á þeim kostnaði sem fylgir ósjálfbæru hælisleitendakerfi. Það er því mikið fagnaðarefni að nú sé tekið á málaflokknum af festu og yfirvegun í stjórnarráðinu. Við erum loksins komin á þann stað sem Flokkur fólksins hefur lengi boðað. Eitt mikilvægasta atriðið í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar er afnám hinnar séríslensku 18 mánaða reglu, sem hingað hefur tryggt sjálfkrafa útgáfu dvalarleyfis ef afgreiðsla umsóknar hefur dregst á langinn. Þessi regla hefur leitt til misnotkunar á kerfinu og stuðlað að sífelldum kærumálum sem hafa þann eina tilgang að tefja vinnslu mála fram yfir 18 mánaða þröskuldinn. Þetta hefur grafið undan trausti á kerfinu. Það er því löngu tímabært að afnema þessa séríslensku reglu. Samhliða verða skilyrði fyrir atvinnu- og dvalarleyfi hert og sett á stofn brottfararmiðstöð fyrir þá sem hafa fengið endanlega synjun en neita að yfirgefa landið. Íslensk löggjöf hefur hingað til skorið sig úr löggjöf hinna Norðurlandanna að því leyti að stjórnvöld hafa ekki getað afturkallað alþjóðlega vernd einstaklinga sem fremja ítrekuð eða alvarleg lögbrot. Flokkur fólksins lagði áherslu á að heimila slíka afturköllun þegar flokkurinn var í stjórnarandstöðu en þáverandi stjórnarmeirihluti felldi allar breytingartillögur flokksins. Nú ná sjónarmið Flokks fólksins loksins fram að ganga. . Ísland á ekki að vera eina landið á Norðurlöndunum þar sem afbrotamenn njóta alþjóðlegrar verndar. Það er mikilvægt að Íslendingar sýni raunsæi í innflytjendamálum. Við höfum gengist við alþjóðlegum skuldbindingum og mikilvægt að við tökum vel á móti fólki sem hingað kemur samkvæmt þeim. Þess vegna boðar Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra mikilvægar breytingar með uppsetningu móttökudeilda innan grunnskóla. Við megum ekki bregðast því að veita börnum af erlendum uppruna sérstakan stuðning til að læra íslensku. Það er eina leiðin til að stuðla að fullri þátttöku þeirra í samfélaginu og tryggja þeim raunveruleg tækifæri. Í dag týnast margir þessara krakka í skóla án aðgreiningar. Við þurfum að hafa þann kjark og þá framsýni að taka mynduglega á móti börnum sem hingað flytja. Við eigum að skapa sjálfbært kerfi sem tekur mið af íslenskri tungu, getu samfélagsins og álagsþoli innviða. Öll hljótum við að vilja að fólk sem hingað flytur frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins til að vinna og að við sýnum því flóttafólki sem við ákveðum að taka á móti mannúð. Sú hjálp verður hins vegar að byggja á raunhæfri og réttlátri löggjöf en ekki stjórnlausu kerfi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Helgi Pálmason Flokkur fólksins Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins hefur ávallt lagt áherslu á meiri festu og skynsemi í útlendingamálum. Þessi málaflokkur hefur lengi verið vanræktur af fyrri ríkisstjórnum, sem vegna ágreinings í eigin röðum lét leika á reiðanum og bera því ábyrgð á þeim kostnaði sem fylgir ósjálfbæru hælisleitendakerfi. Það er því mikið fagnaðarefni að nú sé tekið á málaflokknum af festu og yfirvegun í stjórnarráðinu. Við erum loksins komin á þann stað sem Flokkur fólksins hefur lengi boðað. Eitt mikilvægasta atriðið í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar er afnám hinnar séríslensku 18 mánaða reglu, sem hingað hefur tryggt sjálfkrafa útgáfu dvalarleyfis ef afgreiðsla umsóknar hefur dregst á langinn. Þessi regla hefur leitt til misnotkunar á kerfinu og stuðlað að sífelldum kærumálum sem hafa þann eina tilgang að tefja vinnslu mála fram yfir 18 mánaða þröskuldinn. Þetta hefur grafið undan trausti á kerfinu. Það er því löngu tímabært að afnema þessa séríslensku reglu. Samhliða verða skilyrði fyrir atvinnu- og dvalarleyfi hert og sett á stofn brottfararmiðstöð fyrir þá sem hafa fengið endanlega synjun en neita að yfirgefa landið. Íslensk löggjöf hefur hingað til skorið sig úr löggjöf hinna Norðurlandanna að því leyti að stjórnvöld hafa ekki getað afturkallað alþjóðlega vernd einstaklinga sem fremja ítrekuð eða alvarleg lögbrot. Flokkur fólksins lagði áherslu á að heimila slíka afturköllun þegar flokkurinn var í stjórnarandstöðu en þáverandi stjórnarmeirihluti felldi allar breytingartillögur flokksins. Nú ná sjónarmið Flokks fólksins loksins fram að ganga. . Ísland á ekki að vera eina landið á Norðurlöndunum þar sem afbrotamenn njóta alþjóðlegrar verndar. Það er mikilvægt að Íslendingar sýni raunsæi í innflytjendamálum. Við höfum gengist við alþjóðlegum skuldbindingum og mikilvægt að við tökum vel á móti fólki sem hingað kemur samkvæmt þeim. Þess vegna boðar Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra mikilvægar breytingar með uppsetningu móttökudeilda innan grunnskóla. Við megum ekki bregðast því að veita börnum af erlendum uppruna sérstakan stuðning til að læra íslensku. Það er eina leiðin til að stuðla að fullri þátttöku þeirra í samfélaginu og tryggja þeim raunveruleg tækifæri. Í dag týnast margir þessara krakka í skóla án aðgreiningar. Við þurfum að hafa þann kjark og þá framsýni að taka mynduglega á móti börnum sem hingað flytja. Við eigum að skapa sjálfbært kerfi sem tekur mið af íslenskri tungu, getu samfélagsins og álagsþoli innviða. Öll hljótum við að vilja að fólk sem hingað flytur frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins til að vinna og að við sýnum því flóttafólki sem við ákveðum að taka á móti mannúð. Sú hjálp verður hins vegar að byggja á raunhæfri og réttlátri löggjöf en ekki stjórnlausu kerfi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun