Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar 9. nóvember 2025 14:30 Þegar stjórnmálamenn ætla að láta til sín taka í húsnæðismálum er stefið oftast hið sama: að nú þurfi að hjálpa fyrstu kaupendum. Það er vissulega rétt að ungt fólk á erfitt uppdráttar á húsnæðismarkaði, en lausnin gæti hins vegar falist í því að byggja fyrir fólk sem er að kaupa sitt síðasta heimili. Íslendingar, líkt og flestar aðrar þjóðir, hafa notið góðs af hagvexti, bættum lífskjörum og framþróun í heilbrigðisvísindum. Langlífi hefur aukist og við stöndum frammi fyrir breyttu búsetumynstri og nýrri aldurssamsetningu þjóðarinnar. Sífellt fleiri búa einir og þróunin hér fylgir því mynstri sem sést á Norðurlöndum. Á Íslandi búa nú að jafnaði 2,4 einstaklingar á hverju heimili. Í Reykjavík eru þeir 2,3 og á Norðurlöndum hefur meðalfjöldi fallið niður fyrir tvo íbúa á heimili; þróunin heldur áfram í þá átt. 40% fjölgun eldra fólks Síðustu tíu ár, frá 2015 til 2025, hefur fólki sem er 65 ára og eldri á Íslandi fjölgað úr 44 þúsund í tæplega 62 þúsund. Það er tæplega 40 prósent fjölgun á aðeins tíu árum. Í Reykjavík hefur íbúum 65 ára og eldri á sama tíma fjölgað um tæplega 5 þúsund eða 30 prósent enda hefur borgin ekki haldið í við mannfjöldaþróun landsins. Engu að síður höfum við ekki gert nægilega ráð fyrir þessari þróun í húsnæðisáætlunum. Meðalfjöldi íbúa á heimili í þessum aldurshópi er aðeins 1,5. Árið 2015 þurftum við um 29 þúsund heimili fyrir þennan hóp, en árið 2025 um 41 þúsund. Eftir tíu ár er spáð að 65 ára og eldri verði 78 þúsund og muni því búa á um 52 þúsund heimilum. Það þýðir að við þurfum að byggja ríflega þúsund íbúðir á ári fyrir eldra fólk næstu tíu ár, aðeins til að halda í við lýðfræðilega þróun. Ný búsetuþróun Við þurfum að byggja minna en meira, færri fermetra á hvern einstakling en fleiri heimili. Við þurfum fjölbreyttar íbúðir sem henta fólki sem vill minnka við sig og flytja í aðgengilegra og einfaldara húsnæði á efri árum. Húsnæðisstefna Reykjavíkurborgar hefur ekki tekið nægilegt mið af þessari þróun. Það er hlutverk borgarinnar að tryggja að svæði og lóðir fyrir slíka uppbyggingu séu til staðar. Þannig skapast hringrás þar sem stækkandi fjölskyldur komast í stærra húsnæði og fyrstu kaupendur í sitt fyrsta heimili. Keldnaland sem fyrirmynd hverfis fyrir 65+ Keldnaland gæti orðið kjörinn vettvangur til að snúa áherslum við og gera jafnvel tvo af þremur áföngum hverfisins sérstaklega skipulagða fyrir eldra fólk. Þar mætti leggja áherslu á upphitaðar gönguleiðir sem tryggja för fólks með skerta hreyfigetu, heilbrigðisþjónustu í nágrenninu og aðgengi að heilsurækt og afþreyingu í göngufæri. Skipulag svæðisins er þegar þannig að auðvelt væri að aðlaga það að þessum markhópi. Það þarf að hanna bílastæði neðanjarðar, en fátt í núverandi skipulagshugmyndum er óbreytanlegt. Svæði sem þetta myndi laða að sér fjölbreytta atvinnustarfsemi í þjónustu við þennan aldurshóp. Keldnaland gæti þannig orðið hverfi þar sem eldri íbúar Grafarvogs, Grafarholts, Úlfarsárdals og víðar á höfuðborgarsvæðinu geta fært sig yfir í þegar þörfin fyrir stærra húsnæði minnkar. Hverfi þar sem fólk hefur stuðning af jafningjum, félagsleg einangrun minnkar og lífsgæði aukast. Öll hverfi borgarinnar eru í dag keimlík í aldurssamsetningu. Hví ekki að bjóða upp á nýjan valkost fyrir þá sem vilja búa meðal jafningja? Þetta snýst ekki bara um að minnka við sig, heldur að hámarka lífsgæði og félagslega þátttöku í hönnuðu umhverfi þar sem dagleg þjónusta og áhugamál eru í seilingarfjarlægð. Nýtt land fyrir fjölskyldur Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa á undanförnum árum lagt fram tillögur um byggð í Geldinganesi, aukna byggð á Kjalarnesi og að staðið verði við loforðin um stærð Úlfarsárdalsins. Það verður gert þegar Sjálfstæðisflokkurinn tekur við stjórn borgarinnar.Ártúnshöfðinn mun líka bjóða upp á tækifæri til að þróa byggð fyrir eldra fólk í tengslum við lífsgæðakjarna og hjúkrunarheimili. En Höfðinn og önnur smærri verkefni í borginni duga ekki ein og sér til að mæta þeirri þróun sem nú er í gangi. Mannfjöldaspár og tölur um lýðfræði sýna að við þurfum að bjóða upp á fleiri valkosti. Hönnun sem þjónar fólki Þrátt fyrir staðla, reglugerðir og eftirlit hefur ekki alltaf tekist vel til í nýrri uppbyggingu borgarinnar. Heyrst hafa dæmi úr nýjum hverfum þar sem eldra fólk, sem á erfitt um gang, getur ekki losað rusl úr íbúðum sínum. Þá hefur Reykjavíkurborg þurft að senda starfsmenn á kostnað skattgreiðenda til að aðstoða íbúa, því hönnun fjölbýlishússins gerir ekki ráð fyrir að fólk með skerta hreyfigetu komist út með sorp. Mörg önnur dæmi eru úr borgarlandinu í nýjum verkefnum þar sem gleymist að huga að aðgengi þeirra sem eiga erfitt um gang. Þar fara saman veikleikar í eftirliti borgarinnar og skortur á innsæi húsbyggjenda. Kostnaðurinn lendir á útsvarsgreiðendum. Byggjum fyrir allt lífið Við þurfum að horfa á húsnæðismálin út frá heildarhringrás samfélagsins. Með því að skapa gott og sjálfbært hverfi fyrir eldra fólk getum við losað stærra húsnæði fyrir yngra fólk. Það hljómar öfugsnúið, en með því að byggja lausnir fyrir okkar elsta samferðafólk leysum við vanda þeirra sem yngri eru. Með því að byggja fyrir síðustu kaupendur fjölgum við þannig húsnæðisvalkostum fyrstu og annarra kaupenda. Það er einnig þekkt að íbúðavalkostir sem hannaðir eru fyrir eldra fólk laða að fólk með svipaðar þarfir, eða einfaldlega þá sem meta slíkt umhverfi. Svæðin verða því ekki eins einsleit og margir gætu haldið. Húsnæðismál eru ekki aðeins spurning um fermetra, heldur um lífsgæði, tengsl og samfélagslegt jafnvægi. Áherslan á íbúðir fyrir fyrstu kaupendur og fólk sem þarf félagslega aðstoð festir vandann í sessi. Með því að horfa á hringrásina í heild og skapa góð svæði fyrir síðustu kaupendur getum við losað stærra húsnæði fyrir yngra fólk og aukið framboð. Þannig eykst flæði á markaðnum, þrýstingur á fasteignaverð minnkar og borgin verður sterkari og fjölbreyttari. Ef við ætlum raunverulega að leysa húsnæðisvanda ungs fólks þurfum við að líta lengra. Að byggja fyrir síðustu kaupendur er í raun áhrifaríkasta leiðin til að tryggja að fyrstu kaupendur eignist heimili og að borgin vaxi með fólki á öllum aldri. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðjón Friðjónsson Húsnæðismál Fasteignamarkaður Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar stjórnmálamenn ætla að láta til sín taka í húsnæðismálum er stefið oftast hið sama: að nú þurfi að hjálpa fyrstu kaupendum. Það er vissulega rétt að ungt fólk á erfitt uppdráttar á húsnæðismarkaði, en lausnin gæti hins vegar falist í því að byggja fyrir fólk sem er að kaupa sitt síðasta heimili. Íslendingar, líkt og flestar aðrar þjóðir, hafa notið góðs af hagvexti, bættum lífskjörum og framþróun í heilbrigðisvísindum. Langlífi hefur aukist og við stöndum frammi fyrir breyttu búsetumynstri og nýrri aldurssamsetningu þjóðarinnar. Sífellt fleiri búa einir og þróunin hér fylgir því mynstri sem sést á Norðurlöndum. Á Íslandi búa nú að jafnaði 2,4 einstaklingar á hverju heimili. Í Reykjavík eru þeir 2,3 og á Norðurlöndum hefur meðalfjöldi fallið niður fyrir tvo íbúa á heimili; þróunin heldur áfram í þá átt. 40% fjölgun eldra fólks Síðustu tíu ár, frá 2015 til 2025, hefur fólki sem er 65 ára og eldri á Íslandi fjölgað úr 44 þúsund í tæplega 62 þúsund. Það er tæplega 40 prósent fjölgun á aðeins tíu árum. Í Reykjavík hefur íbúum 65 ára og eldri á sama tíma fjölgað um tæplega 5 þúsund eða 30 prósent enda hefur borgin ekki haldið í við mannfjöldaþróun landsins. Engu að síður höfum við ekki gert nægilega ráð fyrir þessari þróun í húsnæðisáætlunum. Meðalfjöldi íbúa á heimili í þessum aldurshópi er aðeins 1,5. Árið 2015 þurftum við um 29 þúsund heimili fyrir þennan hóp, en árið 2025 um 41 þúsund. Eftir tíu ár er spáð að 65 ára og eldri verði 78 þúsund og muni því búa á um 52 þúsund heimilum. Það þýðir að við þurfum að byggja ríflega þúsund íbúðir á ári fyrir eldra fólk næstu tíu ár, aðeins til að halda í við lýðfræðilega þróun. Ný búsetuþróun Við þurfum að byggja minna en meira, færri fermetra á hvern einstakling en fleiri heimili. Við þurfum fjölbreyttar íbúðir sem henta fólki sem vill minnka við sig og flytja í aðgengilegra og einfaldara húsnæði á efri árum. Húsnæðisstefna Reykjavíkurborgar hefur ekki tekið nægilegt mið af þessari þróun. Það er hlutverk borgarinnar að tryggja að svæði og lóðir fyrir slíka uppbyggingu séu til staðar. Þannig skapast hringrás þar sem stækkandi fjölskyldur komast í stærra húsnæði og fyrstu kaupendur í sitt fyrsta heimili. Keldnaland sem fyrirmynd hverfis fyrir 65+ Keldnaland gæti orðið kjörinn vettvangur til að snúa áherslum við og gera jafnvel tvo af þremur áföngum hverfisins sérstaklega skipulagða fyrir eldra fólk. Þar mætti leggja áherslu á upphitaðar gönguleiðir sem tryggja för fólks með skerta hreyfigetu, heilbrigðisþjónustu í nágrenninu og aðgengi að heilsurækt og afþreyingu í göngufæri. Skipulag svæðisins er þegar þannig að auðvelt væri að aðlaga það að þessum markhópi. Það þarf að hanna bílastæði neðanjarðar, en fátt í núverandi skipulagshugmyndum er óbreytanlegt. Svæði sem þetta myndi laða að sér fjölbreytta atvinnustarfsemi í þjónustu við þennan aldurshóp. Keldnaland gæti þannig orðið hverfi þar sem eldri íbúar Grafarvogs, Grafarholts, Úlfarsárdals og víðar á höfuðborgarsvæðinu geta fært sig yfir í þegar þörfin fyrir stærra húsnæði minnkar. Hverfi þar sem fólk hefur stuðning af jafningjum, félagsleg einangrun minnkar og lífsgæði aukast. Öll hverfi borgarinnar eru í dag keimlík í aldurssamsetningu. Hví ekki að bjóða upp á nýjan valkost fyrir þá sem vilja búa meðal jafningja? Þetta snýst ekki bara um að minnka við sig, heldur að hámarka lífsgæði og félagslega þátttöku í hönnuðu umhverfi þar sem dagleg þjónusta og áhugamál eru í seilingarfjarlægð. Nýtt land fyrir fjölskyldur Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa á undanförnum árum lagt fram tillögur um byggð í Geldinganesi, aukna byggð á Kjalarnesi og að staðið verði við loforðin um stærð Úlfarsárdalsins. Það verður gert þegar Sjálfstæðisflokkurinn tekur við stjórn borgarinnar.Ártúnshöfðinn mun líka bjóða upp á tækifæri til að þróa byggð fyrir eldra fólk í tengslum við lífsgæðakjarna og hjúkrunarheimili. En Höfðinn og önnur smærri verkefni í borginni duga ekki ein og sér til að mæta þeirri þróun sem nú er í gangi. Mannfjöldaspár og tölur um lýðfræði sýna að við þurfum að bjóða upp á fleiri valkosti. Hönnun sem þjónar fólki Þrátt fyrir staðla, reglugerðir og eftirlit hefur ekki alltaf tekist vel til í nýrri uppbyggingu borgarinnar. Heyrst hafa dæmi úr nýjum hverfum þar sem eldra fólk, sem á erfitt um gang, getur ekki losað rusl úr íbúðum sínum. Þá hefur Reykjavíkurborg þurft að senda starfsmenn á kostnað skattgreiðenda til að aðstoða íbúa, því hönnun fjölbýlishússins gerir ekki ráð fyrir að fólk með skerta hreyfigetu komist út með sorp. Mörg önnur dæmi eru úr borgarlandinu í nýjum verkefnum þar sem gleymist að huga að aðgengi þeirra sem eiga erfitt um gang. Þar fara saman veikleikar í eftirliti borgarinnar og skortur á innsæi húsbyggjenda. Kostnaðurinn lendir á útsvarsgreiðendum. Byggjum fyrir allt lífið Við þurfum að horfa á húsnæðismálin út frá heildarhringrás samfélagsins. Með því að skapa gott og sjálfbært hverfi fyrir eldra fólk getum við losað stærra húsnæði fyrir yngra fólk. Það hljómar öfugsnúið, en með því að byggja lausnir fyrir okkar elsta samferðafólk leysum við vanda þeirra sem yngri eru. Með því að byggja fyrir síðustu kaupendur fjölgum við þannig húsnæðisvalkostum fyrstu og annarra kaupenda. Það er einnig þekkt að íbúðavalkostir sem hannaðir eru fyrir eldra fólk laða að fólk með svipaðar þarfir, eða einfaldlega þá sem meta slíkt umhverfi. Svæðin verða því ekki eins einsleit og margir gætu haldið. Húsnæðismál eru ekki aðeins spurning um fermetra, heldur um lífsgæði, tengsl og samfélagslegt jafnvægi. Áherslan á íbúðir fyrir fyrstu kaupendur og fólk sem þarf félagslega aðstoð festir vandann í sessi. Með því að horfa á hringrásina í heild og skapa góð svæði fyrir síðustu kaupendur getum við losað stærra húsnæði fyrir yngra fólk og aukið framboð. Þannig eykst flæði á markaðnum, þrýstingur á fasteignaverð minnkar og borgin verður sterkari og fjölbreyttari. Ef við ætlum raunverulega að leysa húsnæðisvanda ungs fólks þurfum við að líta lengra. Að byggja fyrir síðustu kaupendur er í raun áhrifaríkasta leiðin til að tryggja að fyrstu kaupendur eignist heimili og að borgin vaxi með fólki á öllum aldri. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar