Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2025 13:27 Lögreglumaður kemur kassa með munum sem hald var lagt á í húsleit hjá samtökum íslamista fyrir í skotti bíls í Hamborg í dag. AP/Marcus Brandt/dpa Þýsk yfirvöld bönnuðu starfsemi samtaka íslamista á þeim forsendum að hún stríddi gegn mannréttindum og lýðræðislegum gildum í dag. Þá var húsleit gerð hjá tveimur öðrum hópum múslima. Samtökin Muslim Interaktiv voru talin ógna stjórnskipun Þýskalands með því að ýta undir gyðingahatur og mismunun kvenna og einstaklinga vegna kynhneigðar þeirra, að sögn AP-fréttastofunnar. Hundruð lögreglumanna tóku þátt í aðgerðum gegn samtökunum í Hamborg. Þar lögðu þeir hald á reiðufé, gögn á stafrænu formi og handskrifuð minniblöð. Vefsíðum samtakanna var jafnframt lokað. Vilja trúarleg lögmál ofar landslögum Rök yfirvalda fyrir banninu voru að sérstök ógn stafaði af samtökunum vegna þess að þau kynntu íslam sem einu leiðina til að koma á röð og reglu í samfélaginu og að trúarleg lögmál ættu að ganga þýskum lögum ofar, sérstaklega hvað varðar stöðu kvenna. Innanríkisráðuneytið sagði að Muslim Interaktiv væri sérstaklega á móti jafnrétti kynjanna og kynfrelsi. „Þetta lýsir óþoli sem samræmist ekki lýðræðinu og mannréttindum,“ sagði ráðuneytið. Samtökin eru sögð þekkt fyrir að reyna að ná til ungra múslima sem verða utangátta í þýsku samfélagi þar sem meirihluti íbúa er kristinn. Þá gerði lögregla húsleit hjá tvennum samtökum múslima til viðbótar í höfuðborginni Berlín, annars vegar Íslömsku kynslóðinni og hins vegar Raunveruleika íslam. Banna öfgamenn úr ýmsum áttum Þýsk stjórnvöld hafa bannað starfsemi ýmissa öfgasamtaka á undanförnum árum, bæði hægriöfgamanna og íslamista. Leyniþjónustan fylgist einnig grannt með flokkum og hópum sem eru taldir ógn við lýðræði og stjórnskipan landsins. Þannig hafa ákveðnar deildir öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland verið skilgreindar sem öfgasamtök sem leyniþjónustan hefur heimild til þess að fylgjast sérstaklega með. Þýskaland Trúmál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Samtökin Muslim Interaktiv voru talin ógna stjórnskipun Þýskalands með því að ýta undir gyðingahatur og mismunun kvenna og einstaklinga vegna kynhneigðar þeirra, að sögn AP-fréttastofunnar. Hundruð lögreglumanna tóku þátt í aðgerðum gegn samtökunum í Hamborg. Þar lögðu þeir hald á reiðufé, gögn á stafrænu formi og handskrifuð minniblöð. Vefsíðum samtakanna var jafnframt lokað. Vilja trúarleg lögmál ofar landslögum Rök yfirvalda fyrir banninu voru að sérstök ógn stafaði af samtökunum vegna þess að þau kynntu íslam sem einu leiðina til að koma á röð og reglu í samfélaginu og að trúarleg lögmál ættu að ganga þýskum lögum ofar, sérstaklega hvað varðar stöðu kvenna. Innanríkisráðuneytið sagði að Muslim Interaktiv væri sérstaklega á móti jafnrétti kynjanna og kynfrelsi. „Þetta lýsir óþoli sem samræmist ekki lýðræðinu og mannréttindum,“ sagði ráðuneytið. Samtökin eru sögð þekkt fyrir að reyna að ná til ungra múslima sem verða utangátta í þýsku samfélagi þar sem meirihluti íbúa er kristinn. Þá gerði lögregla húsleit hjá tvennum samtökum múslima til viðbótar í höfuðborginni Berlín, annars vegar Íslömsku kynslóðinni og hins vegar Raunveruleika íslam. Banna öfgamenn úr ýmsum áttum Þýsk stjórnvöld hafa bannað starfsemi ýmissa öfgasamtaka á undanförnum árum, bæði hægriöfgamanna og íslamista. Leyniþjónustan fylgist einnig grannt með flokkum og hópum sem eru taldir ógn við lýðræði og stjórnskipan landsins. Þannig hafa ákveðnar deildir öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland verið skilgreindar sem öfgasamtök sem leyniþjónustan hefur heimild til þess að fylgjast sérstaklega með.
Þýskaland Trúmál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira