Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar 5. nóvember 2025 08:30 Þið sem vinnið með börnum og ungmennum sinnið verulega mikilvægum störfum, hvort sem þið starfið í leikskólum, frístund, félagsmiðstöðvum, grunnskólum, tónlistarskólum eða framhaldsskólum. Að starfa með börnum og ungmennum veitir okkur tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á líf ótal einstaklinga. Nemendur á öllum aldri horfa upp til fullorðinna sem þeir bera virðingu fyrir og þykir vænt um. Auðvitað eru góðir kennarar í framlínunni en annað starfsfólk skiptir líka miklu máli og getur stundum riðið baggamuninn hvað ýmis mál varðar. Þeir starfsmenn sem eru flinkir í að mynda tengsl eru venjulega farsælir í störfum sínum enda eftirspurn eftir slíku fólki. Það sækjast allir eftir samskiptum við fólk sem getur sett í spor annarra og kann að hlusta (ótrúlega fágætur eiginleiki). T.d. getur flottur stuðningsfulltrúi eða skólaliði tekið eftir hegðun sem bendir til þess að eitthvað sé ekki í lagi eða hrósað einhverjum t.d. fyrir nýja klippingu. Stutt samtal við barn sem þarf á því að halda getur breytt degi þess. Við getum öll lagt lóð á þær vogarskálar að öll börn og ungmenni finni að þau skipti máli. Aldrei hefur verið meiri þörf á öflugu starfsfólki í vinnu með börnum þegar íslenskan á undir högg að sækja og snjallsímar og samfélagsmiðlar hafa skapað tenglsarof sem aukist hefur jafnt og þétt sl. 15 ár. Störfin ykkar verða ekki tekin yfir af einhverskonar sjálfvirknivæðingu, þið munuð standa af ykkur 4. iðnbyltinguna, þið skiptið öllu máli. Það er vöntun á mennsku og hlustun og þar eru okkar góðu starfsmenn í lykilhlutverki. Það er ómetanlegur auður fyrir alla foreldra, afa og ömmur að vita að börnin séu í umsjón fólks sem er helgað starfi sínu, er tilbúið að stíga aukaskref fyrir barnið, þykir vænt um það og barnið lítur á svo gott sem aukaforeldri. Þetta eru verðmæti sem aldrei verða raunmetin enda börnin okkar ómetanleg. Látum í okkur heyra ef okkur finnst eitthvað ganga vel og líka þegar hægt er að gera betur, hvort sem við erum t.d. frístundaleiðbeinendur eða skólastjórnendur. Hlustum þegar við heyrum eitthvað jákvætt eða eitthvað sem hægt er að bæta. Tökum eftir hvert öðru og hrósum fyrir eitthvað sem skilar árangri og styrkjum þá hegðun, hvort sem um börn og ungmenni er að ræða eða samstarfsfólk. Það gleðjast a.m.k. alltaf tveir þegar hrósað er, sá sem hrósar líður vel og sá sem fær hrósið líka og þetta kostar ekkert. Takk þið öll sem vinnið á gólfinu með börnum og ungmennum, þið eruð frábær. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Jón Pétur Zimsen Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Þið sem vinnið með börnum og ungmennum sinnið verulega mikilvægum störfum, hvort sem þið starfið í leikskólum, frístund, félagsmiðstöðvum, grunnskólum, tónlistarskólum eða framhaldsskólum. Að starfa með börnum og ungmennum veitir okkur tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á líf ótal einstaklinga. Nemendur á öllum aldri horfa upp til fullorðinna sem þeir bera virðingu fyrir og þykir vænt um. Auðvitað eru góðir kennarar í framlínunni en annað starfsfólk skiptir líka miklu máli og getur stundum riðið baggamuninn hvað ýmis mál varðar. Þeir starfsmenn sem eru flinkir í að mynda tengsl eru venjulega farsælir í störfum sínum enda eftirspurn eftir slíku fólki. Það sækjast allir eftir samskiptum við fólk sem getur sett í spor annarra og kann að hlusta (ótrúlega fágætur eiginleiki). T.d. getur flottur stuðningsfulltrúi eða skólaliði tekið eftir hegðun sem bendir til þess að eitthvað sé ekki í lagi eða hrósað einhverjum t.d. fyrir nýja klippingu. Stutt samtal við barn sem þarf á því að halda getur breytt degi þess. Við getum öll lagt lóð á þær vogarskálar að öll börn og ungmenni finni að þau skipti máli. Aldrei hefur verið meiri þörf á öflugu starfsfólki í vinnu með börnum þegar íslenskan á undir högg að sækja og snjallsímar og samfélagsmiðlar hafa skapað tenglsarof sem aukist hefur jafnt og þétt sl. 15 ár. Störfin ykkar verða ekki tekin yfir af einhverskonar sjálfvirknivæðingu, þið munuð standa af ykkur 4. iðnbyltinguna, þið skiptið öllu máli. Það er vöntun á mennsku og hlustun og þar eru okkar góðu starfsmenn í lykilhlutverki. Það er ómetanlegur auður fyrir alla foreldra, afa og ömmur að vita að börnin séu í umsjón fólks sem er helgað starfi sínu, er tilbúið að stíga aukaskref fyrir barnið, þykir vænt um það og barnið lítur á svo gott sem aukaforeldri. Þetta eru verðmæti sem aldrei verða raunmetin enda börnin okkar ómetanleg. Látum í okkur heyra ef okkur finnst eitthvað ganga vel og líka þegar hægt er að gera betur, hvort sem við erum t.d. frístundaleiðbeinendur eða skólastjórnendur. Hlustum þegar við heyrum eitthvað jákvætt eða eitthvað sem hægt er að bæta. Tökum eftir hvert öðru og hrósum fyrir eitthvað sem skilar árangri og styrkjum þá hegðun, hvort sem um börn og ungmenni er að ræða eða samstarfsfólk. Það gleðjast a.m.k. alltaf tveir þegar hrósað er, sá sem hrósar líður vel og sá sem fær hrósið líka og þetta kostar ekkert. Takk þið öll sem vinnið á gólfinu með börnum og ungmennum, þið eruð frábær. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar