Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2025 20:01 Yfir helmingur aðspurðra í nýrri könnun Maskínu segist bera lítið traust til Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Anton Brink Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Í könnuninni var annars vegar mælt hversu mikið traust fólk ber til tiltekinna ráðherra og hins vegar hversu lítið. Vantraust til flestra ráðherra eykst talsvert á milli kannana. Flestir bera lítið traust til Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, eða fimmtíu og fimm prósent. Þegar síðasta sambærilega könnun var gerð í janúar gegndi flokkssystir hans Ásthildur Lóa Þórsdóttir embættinu. Á milli kannana og eftir ráðherraskiptin hefur vantraustið aukist tuttugu og þrjú prósent. Næstflestir bera lítið traust til Ingu Sæland, eða um helmingur og breytist það lítið milli kannana. Í þriðja sæti er Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, með í kringum fjörutíu prósent. Þorgerður Katrín, utanríkisráðherra fylgir rétt á eftir, og því næst eru þeir Logi Einarsson, ráðherra menningar-, nýsköpunar og háskólamála, og Jóhann Páll umhverfisráðherra, sem öll mælast í kringum þrjátíu og fimm prósent. Forsætisráðherra í eftirsóttu botnsæti Aðrir ráðherrar Viðreisnar skipa sér í næstu sæti á eftir, eða þau Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra. Tæplega þrjátíu prósent segjast bera lítið traust til þeirra. Í líklega eftirsóttum botnsætum eru Alma Möller heilbrigðisráðherra og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, en um fjórðungur ber lítið traust til þeirra. Röðin er nær alfarið öfug þegar litið er á hversu mikið traust fólk ber til ráðherranna. Kristrún og Alma eru á toppnum, og ráðherrar Viðreisnar fylgja á eftir. Traust til Daða Más eykst umtalsvert á milli kannana, eða um tuttugu og eitt prósent. Ráðherrar Flokks fólksins skipa sér aftur á móti í neðstu sætin. Könnun Maskínu fór fram dagana 8. til 15.október og voru svarendur 1.232 talsins. Skoðanakannanir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Flestir bera lítið traust til Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, eða fimmtíu og fimm prósent. Þegar síðasta sambærilega könnun var gerð í janúar gegndi flokkssystir hans Ásthildur Lóa Þórsdóttir embættinu. Á milli kannana og eftir ráðherraskiptin hefur vantraustið aukist tuttugu og þrjú prósent. Næstflestir bera lítið traust til Ingu Sæland, eða um helmingur og breytist það lítið milli kannana. Í þriðja sæti er Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, með í kringum fjörutíu prósent. Þorgerður Katrín, utanríkisráðherra fylgir rétt á eftir, og því næst eru þeir Logi Einarsson, ráðherra menningar-, nýsköpunar og háskólamála, og Jóhann Páll umhverfisráðherra, sem öll mælast í kringum þrjátíu og fimm prósent. Forsætisráðherra í eftirsóttu botnsæti Aðrir ráðherrar Viðreisnar skipa sér í næstu sæti á eftir, eða þau Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra. Tæplega þrjátíu prósent segjast bera lítið traust til þeirra. Í líklega eftirsóttum botnsætum eru Alma Möller heilbrigðisráðherra og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, en um fjórðungur ber lítið traust til þeirra. Röðin er nær alfarið öfug þegar litið er á hversu mikið traust fólk ber til ráðherranna. Kristrún og Alma eru á toppnum, og ráðherrar Viðreisnar fylgja á eftir. Traust til Daða Más eykst umtalsvert á milli kannana, eða um tuttugu og eitt prósent. Ráðherrar Flokks fólksins skipa sér aftur á móti í neðstu sætin. Könnun Maskínu fór fram dagana 8. til 15.október og voru svarendur 1.232 talsins.
Skoðanakannanir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira