Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 4. nóvember 2025 15:30 Stóru tíðindin í fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2026–2030 er ekki fögur framtíðarsýn. Meirihluti vinstri flokkanna í borgarstjórn hefur ákveðið að sleppa stýrinu og láta borgarskútuna reka næsta árið. Það er í besta falli kæruleysi. Í versta falli ábyrgðarleysi. Þrátt fyrir óvissu í efnahagslífinu, þrátláta verðbólgu og háan fjármagnskostnað, ákveður meirihlutinn að hætta fyrri aðhaldsaðgerðum og leggja engar nýjar fram. Það er óskiljanlegt, þegar óvissa ríkir bæði um tekjur og rekstur borgarinnar. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er áætlað að útsvarstekjur borgarinnar verði 156 milljarðar árið 2026 og fasteignagjöld rúmlega 33 milljarðar. En þar á meðal eru um 10 milljarðar í óvissu: fjórir milljarðar vegna sölu byggingarréttar sem við vitum ekki hvort verður úr og um sex milljarðar arðgreiðsla frá Orkuveitu Reykjavíkur sem nú er óvissa um vegna stöðvunar hluta reksturs Norðuráls. Hvar eru hagræðingatillögurnar úr samráðinu? Þrátt fyrir þessa áhættu leggur meirihlutinn fram fjárlög án nokkurrar stefnu í aðhaldi eða hagræðingu. Engar tillögur eru um endurskipulagningu, engin krafa um sparnað í miðlægri stjórnsýslu og engin sýn á hvernig bæta má nýtingu fjármuna. Það er eins og allt sé í góðu lagi, en það er það ekki. Hvar eru hagræðingartillögurnar sem áttu að koma út úr opnu samráði? Verður ekkert gert við þær? Var öll sú vinna bara sýndarmennska? Ég kalla eftir skýringum samstarfsflokkanna um þá vegaleysu að fara í opinbert samráð og gera ekkert við alla þá vinnu. Viðreisn stóð fyrir aðhaldi sem nú hefur verið kastað fyrir róða Frá 2018, á meðan Viðreisn var í meirihluta, voru stöðugar 1% hagræðingarkröfur í rekstri borgarinnar. Þær skiluðu sér í agaðri fjármálastjórn og bættri afkomu. Þegar Viðreisn fór úr meirihlutanum hurfu þær aðgerðir á svipstundu. Það segir margt um forgangsröðun nýs meirihluta og skýrir vel af hverju fjármálin eru að sigla í óvissu. Nú er ekki tími til að láta reka heldur halda fókus Það sem þarf núna er einfalt. Það þarf aga í rekstri borgarinnar. Við verðum að halda áfram hagræðingu, draga úr kostnaði og tryggja að fjármagn nýtist í grunnþjónustu, ekki í nýjar skrifstofur og nefndir. Viðreisn leggur til að: Selja eignir sem borgin þarf ekki fyrir grunnþjónustu. Það felur í sér sölu á fasteignum eins og Tjarnargötu 20, Lindargötu 51 og Iðnó, auk bílastæðahúsa sem borgin rekur á samkeppnismarkaði. Hefja söluferli Malbikunarstöðvarinnar Höfða, sem er í góðum rekstri og tilbúin til sölu. Reykjavíkurborg á ekki að vera í samkeppni á frjálsum markaði. Setja markmið um lækkun launakostnaðar í miðlægri stjórnsýslu úr 8% af heildarstöðugildum í 6% í takt við það sem eðlilegt er hjá sambærilegum stórum fyrirtækjum. Endurskoða fjölda ráða og nefnda og leggja niður Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu og láta ríkinu eftir umgjörð um mannréttindamál. Lækka álagningarhlutfall fasteignagjalda af atvinnuhúsnæði úr 1,6% í 1,55% og huga að samkeppni við önnur sveitarfélög á stór-höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru ekki sársaukafullar aðgerðir, heldur nauðsynlegar leiðir til að tryggja heilbrigðan rekstur til framtíðar. Skynsemi, ekki slagorð Það er kaldhæðnislegt að sjá tvo samstarfsflokka í borginni leggja fram fjárlagsáætlun sem gengur í berhögg við það aðhald í ríkisfjármálum sem sömu flokkar boða á Alþingi. Þar er talað fyrir ráðdeild og ábyrgð en hér í borginni á allt að fljóta áfram. Nú er ekki tími til að missa fókus. Það þarf að sýna ábyrgð í fjármálum borgarinnar, ekki bara ræða um hana. Með sölu eigna, einföldun kerfisins og hagræðingu í rekstri má tryggja að fjármunir borgarbúa nýtist þar sem mest þarf á að halda þ.e í leikskólum, grunnskólum og þjónustu við íbúa. Viðreisn hefur sýnt að það er hægt að reka borgina á ábyrgan hátt á erfiðum tímum. Það er ekki bara spurning um pólitík heldur um virðingu fyrir skattfé borgarbúa. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Stóru tíðindin í fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2026–2030 er ekki fögur framtíðarsýn. Meirihluti vinstri flokkanna í borgarstjórn hefur ákveðið að sleppa stýrinu og láta borgarskútuna reka næsta árið. Það er í besta falli kæruleysi. Í versta falli ábyrgðarleysi. Þrátt fyrir óvissu í efnahagslífinu, þrátláta verðbólgu og háan fjármagnskostnað, ákveður meirihlutinn að hætta fyrri aðhaldsaðgerðum og leggja engar nýjar fram. Það er óskiljanlegt, þegar óvissa ríkir bæði um tekjur og rekstur borgarinnar. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er áætlað að útsvarstekjur borgarinnar verði 156 milljarðar árið 2026 og fasteignagjöld rúmlega 33 milljarðar. En þar á meðal eru um 10 milljarðar í óvissu: fjórir milljarðar vegna sölu byggingarréttar sem við vitum ekki hvort verður úr og um sex milljarðar arðgreiðsla frá Orkuveitu Reykjavíkur sem nú er óvissa um vegna stöðvunar hluta reksturs Norðuráls. Hvar eru hagræðingatillögurnar úr samráðinu? Þrátt fyrir þessa áhættu leggur meirihlutinn fram fjárlög án nokkurrar stefnu í aðhaldi eða hagræðingu. Engar tillögur eru um endurskipulagningu, engin krafa um sparnað í miðlægri stjórnsýslu og engin sýn á hvernig bæta má nýtingu fjármuna. Það er eins og allt sé í góðu lagi, en það er það ekki. Hvar eru hagræðingartillögurnar sem áttu að koma út úr opnu samráði? Verður ekkert gert við þær? Var öll sú vinna bara sýndarmennska? Ég kalla eftir skýringum samstarfsflokkanna um þá vegaleysu að fara í opinbert samráð og gera ekkert við alla þá vinnu. Viðreisn stóð fyrir aðhaldi sem nú hefur verið kastað fyrir róða Frá 2018, á meðan Viðreisn var í meirihluta, voru stöðugar 1% hagræðingarkröfur í rekstri borgarinnar. Þær skiluðu sér í agaðri fjármálastjórn og bættri afkomu. Þegar Viðreisn fór úr meirihlutanum hurfu þær aðgerðir á svipstundu. Það segir margt um forgangsröðun nýs meirihluta og skýrir vel af hverju fjármálin eru að sigla í óvissu. Nú er ekki tími til að láta reka heldur halda fókus Það sem þarf núna er einfalt. Það þarf aga í rekstri borgarinnar. Við verðum að halda áfram hagræðingu, draga úr kostnaði og tryggja að fjármagn nýtist í grunnþjónustu, ekki í nýjar skrifstofur og nefndir. Viðreisn leggur til að: Selja eignir sem borgin þarf ekki fyrir grunnþjónustu. Það felur í sér sölu á fasteignum eins og Tjarnargötu 20, Lindargötu 51 og Iðnó, auk bílastæðahúsa sem borgin rekur á samkeppnismarkaði. Hefja söluferli Malbikunarstöðvarinnar Höfða, sem er í góðum rekstri og tilbúin til sölu. Reykjavíkurborg á ekki að vera í samkeppni á frjálsum markaði. Setja markmið um lækkun launakostnaðar í miðlægri stjórnsýslu úr 8% af heildarstöðugildum í 6% í takt við það sem eðlilegt er hjá sambærilegum stórum fyrirtækjum. Endurskoða fjölda ráða og nefnda og leggja niður Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu og láta ríkinu eftir umgjörð um mannréttindamál. Lækka álagningarhlutfall fasteignagjalda af atvinnuhúsnæði úr 1,6% í 1,55% og huga að samkeppni við önnur sveitarfélög á stór-höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru ekki sársaukafullar aðgerðir, heldur nauðsynlegar leiðir til að tryggja heilbrigðan rekstur til framtíðar. Skynsemi, ekki slagorð Það er kaldhæðnislegt að sjá tvo samstarfsflokka í borginni leggja fram fjárlagsáætlun sem gengur í berhögg við það aðhald í ríkisfjármálum sem sömu flokkar boða á Alþingi. Þar er talað fyrir ráðdeild og ábyrgð en hér í borginni á allt að fljóta áfram. Nú er ekki tími til að missa fókus. Það þarf að sýna ábyrgð í fjármálum borgarinnar, ekki bara ræða um hana. Með sölu eigna, einföldun kerfisins og hagræðingu í rekstri má tryggja að fjármunir borgarbúa nýtist þar sem mest þarf á að halda þ.e í leikskólum, grunnskólum og þjónustu við íbúa. Viðreisn hefur sýnt að það er hægt að reka borgina á ábyrgan hátt á erfiðum tímum. Það er ekki bara spurning um pólitík heldur um virðingu fyrir skattfé borgarbúa. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun