Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 4. nóvember 2025 14:50 Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Vísir/Ívar Fannar Borgarstjóri segir það gleðiefni að útkomuspá ársins 2025 sé komin á núllið án þess að skerða þjónustu borgarbúa. Hún segir engan kosningabrag vera á fjármálaáætlun borgarinnar sem kynnt var í dag. „Þetta er bratt, við erum að fara í miklar launahækkanir og við viljum ekki gera það með því að draga úr þjónustu. Þvert á móti viljum við styrkja og styðja betur við starfsemi borgarinnar, betri stuðning við borgarbúa,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri. Í hádeginu kynnti Heiða Björg fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 2026 og áætlun fyrir fimm ára tímabilið til 2030. Í fjárhagsáætluninni fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða veðri jákvæð um 18,7 milljarða króna. Árin þar á eftir er gert ráð fyrir batnandi afkomu. „Ég hef verið að vinna í þessari fjárhagsáætlun í marga mánuði, það sem gleður mig er að sjá árangurinn af því og þá sérstaklega útkomuspá þessa árs sem er komin á núllið,“ segir Heiða Björg. Hún segir að enginn kosningabragur sé yfir fjárhagsáætluninni, það sé ekki stíll þeirra sem sitja í meirihluta. „Það er ekki svo flókið að reka sveitarfélag með árangri með því að draga úr þjónustu en við erum ekki að gera það,“ segir hún. „Við sýnum ábyrgð en við erum ekki að sýna einhverjar sveiflur eða niðurskurð sem sýnir meiri afgang. Við erum að sýna ábyrgð í rekstri.“ Fjármálareglurnar skiluðu árangri Heiða Björg segir það einnig gleðiefni að árangur fjármálareglna sem borgarstjórn setti í kjölfar heimsfaraldursins sé kominn í hús fyrr en búist var við. „Það er ótrúlega gleðilegt að sjá núna að það er að takast og það er að takast fyrr heldur en við áætluðum síðan þegar við endurskoðuðum þær árið 2023. Það sýnir sterkan rekstur, það sýnir að við getum staðið undir fjárfestingum, það sýnir að við getum staðið undir því sem að við getum sett okkur og það eru engin hik á okkur.“ Engar blikur séu á lofti um að utanaðkomandi vendingar, líkt og fall Play, hafi áhrif á rekstur borgarinnar. „Reykjavík er auðvitað risastórt fyrirtæki og allir utanaðkomandi þættir hafa áhrif á okkur líkt og vaxtastig og verðbólga. Allt þetta hefur áhrif og við erum auðvitað alltaf að fylgjast með því. Ennþá eru engar blikur á lofti eða engin merki um að þetta hafi áhrif, en ef það kemur til þess þá að sjálfsögðu bregðumst við við því.“ Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Hjálmar lætur staðar numið í borginni Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Sjá meira
„Þetta er bratt, við erum að fara í miklar launahækkanir og við viljum ekki gera það með því að draga úr þjónustu. Þvert á móti viljum við styrkja og styðja betur við starfsemi borgarinnar, betri stuðning við borgarbúa,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri. Í hádeginu kynnti Heiða Björg fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 2026 og áætlun fyrir fimm ára tímabilið til 2030. Í fjárhagsáætluninni fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða veðri jákvæð um 18,7 milljarða króna. Árin þar á eftir er gert ráð fyrir batnandi afkomu. „Ég hef verið að vinna í þessari fjárhagsáætlun í marga mánuði, það sem gleður mig er að sjá árangurinn af því og þá sérstaklega útkomuspá þessa árs sem er komin á núllið,“ segir Heiða Björg. Hún segir að enginn kosningabragur sé yfir fjárhagsáætluninni, það sé ekki stíll þeirra sem sitja í meirihluta. „Það er ekki svo flókið að reka sveitarfélag með árangri með því að draga úr þjónustu en við erum ekki að gera það,“ segir hún. „Við sýnum ábyrgð en við erum ekki að sýna einhverjar sveiflur eða niðurskurð sem sýnir meiri afgang. Við erum að sýna ábyrgð í rekstri.“ Fjármálareglurnar skiluðu árangri Heiða Björg segir það einnig gleðiefni að árangur fjármálareglna sem borgarstjórn setti í kjölfar heimsfaraldursins sé kominn í hús fyrr en búist var við. „Það er ótrúlega gleðilegt að sjá núna að það er að takast og það er að takast fyrr heldur en við áætluðum síðan þegar við endurskoðuðum þær árið 2023. Það sýnir sterkan rekstur, það sýnir að við getum staðið undir fjárfestingum, það sýnir að við getum staðið undir því sem að við getum sett okkur og það eru engin hik á okkur.“ Engar blikur séu á lofti um að utanaðkomandi vendingar, líkt og fall Play, hafi áhrif á rekstur borgarinnar. „Reykjavík er auðvitað risastórt fyrirtæki og allir utanaðkomandi þættir hafa áhrif á okkur líkt og vaxtastig og verðbólga. Allt þetta hefur áhrif og við erum auðvitað alltaf að fylgjast með því. Ennþá eru engar blikur á lofti eða engin merki um að þetta hafi áhrif, en ef það kemur til þess þá að sjálfsögðu bregðumst við við því.“
Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Hjálmar lætur staðar numið í borginni Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Sjá meira