„Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Bjarki Sigurðsson skrifar 4. nóvember 2025 13:01 Páll Kristjánsson er lögmaður. Vísir/Steingrímur Dúi Lögmaður segir ekki nægt eftirlit með störfum lögreglu. Langflestir lögreglumenn vinni vel og vandlega en í öllum stéttum séu svartir sauðir. Tveir lögreglumenn voru nýlega ákærðir fyrir brot í starfi. Fréttastofa greindi frá ákærunum í gær. Kona er ákærð fyrir uppflettingar í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, og karlmaður fyrir að láta koma fyrir hlerunarbúnaði í bifreið manns án dómsúrskurðar. Bæði neita sök. Að sögn formanns Landssambands lögreglumanna enda svipuð mál oftast með áminningu eða lögreglustjórasátt og kom það honum því á óvart að málin væru komin svo langt. Fleiri mál sem ekki er vitað af Páll Kristjánsson lögmaður segir það þurfa að efla eftirlit með lögreglu. „Ég held að það sé algjörlega ljóst. Í dag er starfandi nefnd um eftirlit með störfum lögreglu sem maður verður að engu móti var við í sínum störfum. Í kjölfar aðgerða, svona þvingunaraðgerða, til að mynda eins og í kjölfar hlerunar og hlustunar og skyggnirannsóknar, þá á að upplýsa sakborning. Miðað við hversu sárasjaldan maður sér slíkar tilkynningar, þá held ég að það sé veruleg brotalöm í þessum málum og ekki nægilega vel að þessu staðið,“ segir Páll. Heldur þú að það séu fleiri svipuð hlerunarmál sem við vitum kannski ekki af? „Ég held ég geti fullyrt svo.“ Vill betra eftirlit Páll segir lögregluna ekki rúna trausti, þó hann telji of oft gengið hart á rétt sakborninga. „Það gildir svo sem um lögreglu og allar aðrar stéttir þar sem menn eru að vinna með viðkvæmar persónuupplýsingar að langflestir vinna þetta vel og vandlega og gera þetta rétt. En í öllum stéttum eru svartir sauðir, ef þannig má að orði komast. Þá er ég ekkert að fullyrða um þessa tilteknu aðila enda þekki ég ekki málsatvik í þessu máli nægilega vel,“ segir Páll. „En þetta eru viðkvæmar persónuupplýsingar. Það má líkja þessu við þegar menn eru að fletta upp í sjúkraskrám og slíku. Menn eiga ekki að hafa aðgang. Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við. Það er alveg ljóst að það er ekki nægilega gott eftirlit með þessu. Ég held að það sé algjörlega á kristaltæru.“ Lögreglan Lögmennska Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Fréttastofa greindi frá ákærunum í gær. Kona er ákærð fyrir uppflettingar í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, og karlmaður fyrir að láta koma fyrir hlerunarbúnaði í bifreið manns án dómsúrskurðar. Bæði neita sök. Að sögn formanns Landssambands lögreglumanna enda svipuð mál oftast með áminningu eða lögreglustjórasátt og kom það honum því á óvart að málin væru komin svo langt. Fleiri mál sem ekki er vitað af Páll Kristjánsson lögmaður segir það þurfa að efla eftirlit með lögreglu. „Ég held að það sé algjörlega ljóst. Í dag er starfandi nefnd um eftirlit með störfum lögreglu sem maður verður að engu móti var við í sínum störfum. Í kjölfar aðgerða, svona þvingunaraðgerða, til að mynda eins og í kjölfar hlerunar og hlustunar og skyggnirannsóknar, þá á að upplýsa sakborning. Miðað við hversu sárasjaldan maður sér slíkar tilkynningar, þá held ég að það sé veruleg brotalöm í þessum málum og ekki nægilega vel að þessu staðið,“ segir Páll. Heldur þú að það séu fleiri svipuð hlerunarmál sem við vitum kannski ekki af? „Ég held ég geti fullyrt svo.“ Vill betra eftirlit Páll segir lögregluna ekki rúna trausti, þó hann telji of oft gengið hart á rétt sakborninga. „Það gildir svo sem um lögreglu og allar aðrar stéttir þar sem menn eru að vinna með viðkvæmar persónuupplýsingar að langflestir vinna þetta vel og vandlega og gera þetta rétt. En í öllum stéttum eru svartir sauðir, ef þannig má að orði komast. Þá er ég ekkert að fullyrða um þessa tilteknu aðila enda þekki ég ekki málsatvik í þessu máli nægilega vel,“ segir Páll. „En þetta eru viðkvæmar persónuupplýsingar. Það má líkja þessu við þegar menn eru að fletta upp í sjúkraskrám og slíku. Menn eiga ekki að hafa aðgang. Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við. Það er alveg ljóst að það er ekki nægilega gott eftirlit með þessu. Ég held að það sé algjörlega á kristaltæru.“
Lögreglan Lögmennska Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira