Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Árni Sæberg skrifar 4. nóvember 2025 11:46 Ráðhúsið í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir að stöðugum og sterkum rekstri í A- og B-hluta. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 18,7 milljarða króna og EBITDA verði 69,6 milljarðar króna. Á árunum 2027 til 2030 er gert ráð fyrir batnandi afkomu og vaxandi EBITDA. Útkomuspá fyrir árið 2025 gerir ráð fyrir að afkoma ársins verði jákvæð um 14,6 milljarða króna. Þar af verður afkoma A-hluta jákvæð um 381 milljón, samanborið við 4,7 milljarða afgang í fyrra. Í tilkynningu Reykjavíkurborgar til Kauphallar segir að veltufé frá rekstri sem hlutfall af tekjum sé áætlað 15,5 prósent árið 2026 eða 48,4 milljarðar króna og verði á milli 15 og 16 prósent tímabilið 2027 til 2030. Gert sé ráð fyrir að í lok árs 2026 nemi eignir samtals 1.063 milljörðum króna og hækki um 74 milljarða króna á árinu. Þá sé gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfall nemi 45,5 prósentum. Heildarfjárfesting sé áætluð 74,9 milljarðar árið 2026 og gert sé ráð fyrir að heildarfjárfesting árin 2027 til 2030 nemi 314,4 milljörðum króna. Árið 2026 sé gert ráð fyrir að lántaka ársins nemi 53 milljörðum króna og að handbært fé í árslok verði 31,3 milljarðar króna. Gert sé ráð fyrir að þriggja ára jafnvægisviðmið sveitarstjórnarlaga verði jákvætt allt áætlunartímabilið og að skuldaviðmið verði 103 prósent árið 2026 og undir 150 prósenta viðmiði sveitarstjórnarlaga út áætlunartímabilið. Tæplega fimm milljarða afgangur af A-hluta Fjárhagsáætlun A-hluta geri ráð fyrir 4,8 milljarða króna afgangi árið 2026. Í fimm ára áætlun sé gert ráð fyrir að hagnaður A-hluta fari stigvaxandi og nemi 10,6 milljörðum árið 2030. Veltufé frá rekstri endurspegli sterkan grunnrekstur en gert sé ráð fyrir að veltufé frá rekstri á móti tekjum nemi 7,7 prósentum árið 2026. Í fimm ára áætlun sé gert ráð fyrir að veltufé frá rekstri sem hlutfall af tekjum verði um og við 8 prósent. Í útkomuspá 2025 sé gert ráð fyrir að veltufé frá rekstri sem hlutfall af tekjum verði umfram upphaflega áætlun ársins og nemi 7,9 prósentum. Gert sé ráð fyrir að eignir A-hluta nemi 326,8 milljörðum króna í lok árs 2026 og að eiginfjárhlutfall nemi 30 prósentum. Hreinar skuldir sem hlutfall af tekjum séu áætlaðar 82 prósent árið 2026 og fari lækkandi á áætlunartímabilinu. Heildarfjárfesting A-hluta sé áætluð 23,7 milljarðar árið 2026 og gert sé ráð fyrir að stofnframlög til byggingar og kaupa á almennum íbúðum samkvæmt lögum um almennar íbúðir og til B-hluta fyrirtækja og hlutdeildarfélaga nemi 3,0 milljörðum króna. Árið 2026 sé gert ráð fyrir að lántaka ársins nemi 14,0 milljörðum króna og að handbært fé í árslok verði 17,1 milljarður króna. Eignir fara yfir þúsund milljarða Þá segir að Reykjavíkurborg og fyrirtæki hennar sinni umfangsmiklum þjónustu- og innviðaverkefnum. Á næsta ári sé áætlað að eignir A- og B-hluta borgarinnar samkvæmt efnahagsreikningi verði komnar yfir 1.000 milljarða króna með 470 milljarða króna í eigið fé. Það sýni sterka stöðu borgarinnar og B-hluta fyrirtækja að áætlað veltufé frá rekstri sem hlutfall af tekjum sé um og yfir 15 prósentum og standi þannig undir fjárfestingastigi og skuldsetningu fjárfrekra innviðaverkefna. Fjármálastjórn A-hluta taki mið af fjármálastefnu Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 2023 til 2027. Í fjármálastefnunni séu sett markmið fyrir A-hluta sem taki til helstu fjárhagslegra þátta borgarsjóðs það er reksturs, efnahags og sjóðstreymis. Samhliða fjármálastefnu hafi verið samþykkt aðgerðaráætlun þar sem áhersla var lögð á markvissar aðgerðir í rekstri og skýra forgangsröðun í fjárfestingum. Sett hafi verið í forgang sókn í uppbyggingu til lengri tíma í samræmi við langtímastefnumörkun borgarinnar. Skýr sýn sé á græna og vaxandi borg fyrir fólk, sjálfbæran rekstur og fyrirbyggjandi aðgerðir til að lágmarka fjárhagslegar áhættur í rekstri. „Fyrirliggjandi fjárhags- og fimm ára áætlun A-hluta endurspeglar árangur af markvissri framfylgd fjármálastefnu og langtímaáætlun síðustu ára. Gert er ráð fyrir að öll markmið fjármálastefnunnar verði uppfyllt á áætlunartímabilinu. Veltufé frá rekstri sem hlutfall af tekjum endurspeglar sterkan grunnrekstur, handbært fé í árslok er vel yfir markmiðum og skuldaviðmið með því lægsta á höfuðborgarsvæðinu.“ Reykjavík Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Efnahagsmál Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Í tilkynningu Reykjavíkurborgar til Kauphallar segir að veltufé frá rekstri sem hlutfall af tekjum sé áætlað 15,5 prósent árið 2026 eða 48,4 milljarðar króna og verði á milli 15 og 16 prósent tímabilið 2027 til 2030. Gert sé ráð fyrir að í lok árs 2026 nemi eignir samtals 1.063 milljörðum króna og hækki um 74 milljarða króna á árinu. Þá sé gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfall nemi 45,5 prósentum. Heildarfjárfesting sé áætluð 74,9 milljarðar árið 2026 og gert sé ráð fyrir að heildarfjárfesting árin 2027 til 2030 nemi 314,4 milljörðum króna. Árið 2026 sé gert ráð fyrir að lántaka ársins nemi 53 milljörðum króna og að handbært fé í árslok verði 31,3 milljarðar króna. Gert sé ráð fyrir að þriggja ára jafnvægisviðmið sveitarstjórnarlaga verði jákvætt allt áætlunartímabilið og að skuldaviðmið verði 103 prósent árið 2026 og undir 150 prósenta viðmiði sveitarstjórnarlaga út áætlunartímabilið. Tæplega fimm milljarða afgangur af A-hluta Fjárhagsáætlun A-hluta geri ráð fyrir 4,8 milljarða króna afgangi árið 2026. Í fimm ára áætlun sé gert ráð fyrir að hagnaður A-hluta fari stigvaxandi og nemi 10,6 milljörðum árið 2030. Veltufé frá rekstri endurspegli sterkan grunnrekstur en gert sé ráð fyrir að veltufé frá rekstri á móti tekjum nemi 7,7 prósentum árið 2026. Í fimm ára áætlun sé gert ráð fyrir að veltufé frá rekstri sem hlutfall af tekjum verði um og við 8 prósent. Í útkomuspá 2025 sé gert ráð fyrir að veltufé frá rekstri sem hlutfall af tekjum verði umfram upphaflega áætlun ársins og nemi 7,9 prósentum. Gert sé ráð fyrir að eignir A-hluta nemi 326,8 milljörðum króna í lok árs 2026 og að eiginfjárhlutfall nemi 30 prósentum. Hreinar skuldir sem hlutfall af tekjum séu áætlaðar 82 prósent árið 2026 og fari lækkandi á áætlunartímabilinu. Heildarfjárfesting A-hluta sé áætluð 23,7 milljarðar árið 2026 og gert sé ráð fyrir að stofnframlög til byggingar og kaupa á almennum íbúðum samkvæmt lögum um almennar íbúðir og til B-hluta fyrirtækja og hlutdeildarfélaga nemi 3,0 milljörðum króna. Árið 2026 sé gert ráð fyrir að lántaka ársins nemi 14,0 milljörðum króna og að handbært fé í árslok verði 17,1 milljarður króna. Eignir fara yfir þúsund milljarða Þá segir að Reykjavíkurborg og fyrirtæki hennar sinni umfangsmiklum þjónustu- og innviðaverkefnum. Á næsta ári sé áætlað að eignir A- og B-hluta borgarinnar samkvæmt efnahagsreikningi verði komnar yfir 1.000 milljarða króna með 470 milljarða króna í eigið fé. Það sýni sterka stöðu borgarinnar og B-hluta fyrirtækja að áætlað veltufé frá rekstri sem hlutfall af tekjum sé um og yfir 15 prósentum og standi þannig undir fjárfestingastigi og skuldsetningu fjárfrekra innviðaverkefna. Fjármálastjórn A-hluta taki mið af fjármálastefnu Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 2023 til 2027. Í fjármálastefnunni séu sett markmið fyrir A-hluta sem taki til helstu fjárhagslegra þátta borgarsjóðs það er reksturs, efnahags og sjóðstreymis. Samhliða fjármálastefnu hafi verið samþykkt aðgerðaráætlun þar sem áhersla var lögð á markvissar aðgerðir í rekstri og skýra forgangsröðun í fjárfestingum. Sett hafi verið í forgang sókn í uppbyggingu til lengri tíma í samræmi við langtímastefnumörkun borgarinnar. Skýr sýn sé á græna og vaxandi borg fyrir fólk, sjálfbæran rekstur og fyrirbyggjandi aðgerðir til að lágmarka fjárhagslegar áhættur í rekstri. „Fyrirliggjandi fjárhags- og fimm ára áætlun A-hluta endurspeglar árangur af markvissri framfylgd fjármálastefnu og langtímaáætlun síðustu ára. Gert er ráð fyrir að öll markmið fjármálastefnunnar verði uppfyllt á áætlunartímabilinu. Veltufé frá rekstri sem hlutfall af tekjum endurspeglar sterkan grunnrekstur, handbært fé í árslok er vel yfir markmiðum og skuldaviðmið með því lægsta á höfuðborgarsvæðinu.“
Reykjavík Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Efnahagsmál Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira