Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2025 14:30 Andrej Babis bauð sig fram til forseta árið 2023 en laut þá í lægra haldi fyrir herforingjanum Petr Pavel. Hann var forsætisráðherra á árunum 2017 til 2021. EPA Tékkneski milljarðamæringurinn Andrej Babis og ANO-flokkur hans hafa myndað nýja ríkisstjórn með tveimur fjarhægriflokkum sem hafa barist gegn frekari Evrópusamvinnu. Þingkosningar fóru fram í Tékklandi fyrir mánuði þar sem Babis og flokkur hans náðu flestum mönnum á þing. Í kosningabaráttunni talaði Babis gegn stefnu Evrópusambandsins í bæði loftslags- og innflytjendamálum. Allt stefnir því í að hinn 71 árs gamli Babis verði forsætisráðherra landsins á ný en hann gegndi embættinu á árunum 2017 til 2021. Babis bauð sig fram til forseta árið 2023 en laut þá í lægra haldi fyrir herforingjanum Petr Pavel. Í frétt Reuters segir að ný ríkisstjórn muni samanstanda af ANO-flokki Babis, Flokki ökumanna, sem hafa lýst yfir efasemdum í umræðum um loftslagsbreytingar, og SPD-flokknum sem hefur talað gegn bæði Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Saman eru flokkarnir með 108 þingmenn af tvö hundruð þingmönnum í neðri deild tékkneska þingsins. Babis hefur áður sagt að hann vilji að ný ríkisstjórn verði búin að taka við fyrir miðjan desember þannig að hún geti samþykkt fjárlagafrumvarp næsta árs og að hann geti sótt leiðtogafund ESB í lok árs. Væntanleg ríkisstjórn mun taka við stjórnartaumunum af mið-hægri stjórn Petr Fiala, fráfarandi forsætisráðherra, sem hefur lagt áherslu á að reyna að ná tökum á opinberum útgjöldum en hefur jafnframt stutt dyggilega við bakið á Úkraínumönnum í stríðinu við Rússa. Babis hefur heitið því að stöðva áætlun um að útvega Úkraínumönnum skotfæri sem tékknesk stjórnvöld hafa farið fyrir og sagt frekar vilja nýta fjármagnið heima fyrir. Líklegt þykir að nýr leiðtogi Tékklands, það er Babis, muni nú bætast í hóp leiðtoga á borð við Viktor Orban í Ungverjalandi og Robert Fico í Slóvakíu sem muni grafa undan stuðningi við Úkraínu, en fyrrnefnd ríki hafa til að mynda haldið áfram kaupum á olíu frá Rússlandi þrátt fyrir andstöðu annarra Evrópuríkja. Tékkland Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Tengdar fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Hægri-stjórnmálahreyfingarin ANO, undir forystu auðmannsins Andrejs Babis, fór með sigur í þingkosningunum í Tékklandi sem lauk síðdegis. ANO-hreyfing Babis hafði leitt í skoðanakönnunum og allt útlit er fyrir að hann felli hægri-miðju ríkisstjórn forsætisráðherrans Petr Fiala nokkuð örugglega. 4. október 2025 19:17 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Þingkosningar fóru fram í Tékklandi fyrir mánuði þar sem Babis og flokkur hans náðu flestum mönnum á þing. Í kosningabaráttunni talaði Babis gegn stefnu Evrópusambandsins í bæði loftslags- og innflytjendamálum. Allt stefnir því í að hinn 71 árs gamli Babis verði forsætisráðherra landsins á ný en hann gegndi embættinu á árunum 2017 til 2021. Babis bauð sig fram til forseta árið 2023 en laut þá í lægra haldi fyrir herforingjanum Petr Pavel. Í frétt Reuters segir að ný ríkisstjórn muni samanstanda af ANO-flokki Babis, Flokki ökumanna, sem hafa lýst yfir efasemdum í umræðum um loftslagsbreytingar, og SPD-flokknum sem hefur talað gegn bæði Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Saman eru flokkarnir með 108 þingmenn af tvö hundruð þingmönnum í neðri deild tékkneska þingsins. Babis hefur áður sagt að hann vilji að ný ríkisstjórn verði búin að taka við fyrir miðjan desember þannig að hún geti samþykkt fjárlagafrumvarp næsta árs og að hann geti sótt leiðtogafund ESB í lok árs. Væntanleg ríkisstjórn mun taka við stjórnartaumunum af mið-hægri stjórn Petr Fiala, fráfarandi forsætisráðherra, sem hefur lagt áherslu á að reyna að ná tökum á opinberum útgjöldum en hefur jafnframt stutt dyggilega við bakið á Úkraínumönnum í stríðinu við Rússa. Babis hefur heitið því að stöðva áætlun um að útvega Úkraínumönnum skotfæri sem tékknesk stjórnvöld hafa farið fyrir og sagt frekar vilja nýta fjármagnið heima fyrir. Líklegt þykir að nýr leiðtogi Tékklands, það er Babis, muni nú bætast í hóp leiðtoga á borð við Viktor Orban í Ungverjalandi og Robert Fico í Slóvakíu sem muni grafa undan stuðningi við Úkraínu, en fyrrnefnd ríki hafa til að mynda haldið áfram kaupum á olíu frá Rússlandi þrátt fyrir andstöðu annarra Evrópuríkja.
Tékkland Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Tengdar fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Hægri-stjórnmálahreyfingarin ANO, undir forystu auðmannsins Andrejs Babis, fór með sigur í þingkosningunum í Tékklandi sem lauk síðdegis. ANO-hreyfing Babis hafði leitt í skoðanakönnunum og allt útlit er fyrir að hann felli hægri-miðju ríkisstjórn forsætisráðherrans Petr Fiala nokkuð örugglega. 4. október 2025 19:17 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Hægri-stjórnmálahreyfingarin ANO, undir forystu auðmannsins Andrejs Babis, fór með sigur í þingkosningunum í Tékklandi sem lauk síðdegis. ANO-hreyfing Babis hafði leitt í skoðanakönnunum og allt útlit er fyrir að hann felli hægri-miðju ríkisstjórn forsætisráðherrans Petr Fiala nokkuð örugglega. 4. október 2025 19:17
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent