Skoðun

Ís­land þarf að til­nefna full­trúa í European SET Plan

Ester Halldórsdóttir skrifar

Aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) og evrópska efnahagssvæðisins (EES) eiga sæti í the European Strategic Energy Technology (SET) Plan. Tilgangur SET Plan er að samrýma rannsóknir og þróun (R&Þ) á endurnýjanlegri og umhverfisvænni orku í Evrópulöndum, sem og styrki og fjármögnun fyrir slík verkefni. Þannig styður SET Plan við loftslagsmarkmið Evrópu og bætir samkeppnishæfni heimsálfunnar í þróun og framleiðslu á tækni sem tengist hreinni orku. Einnig skapar SET Plan vettvang fyrir samstarf milli opinberra stofnanna, einkageirans, og rannsóknarstofnanna, og auðveldar nýtingu R&Þ styrkja fyrir hreinar orkulausnir.

Evrópa hefur dregist aftur þegar kemur að R&Þ á tækni og nýsköpun, meðan Kína og Bandaríkin leiða á því sviði. Það er varhugaverð þróun og hefur áhrif á orkuöryggi í Evrópu. Heimsfaraldur og stríðsrekstur síðustu ára undirstrika mikilvægi þess að þjóðir hafi aðgang að staðbundinni og sjálfbærri orku, en eins og staðan er í dag reiða mörg ríki Evrópu sig á innflutta orku eða innflutta íhluti til að framleiða orku.

Ísland hefur ekki átt fulltrúa í SET Plan um nokkurt skeið, og þar með ekki nýtt tækifærið til að hafa áhrif á stefnu og fjárveitingar í R&Þ á orkutengdri tækni. Ísland hefur notið góðs af evrópskum styrkjum, t.d. Horizon og LIFE styrkjum ESB, þar sem stórum fjárhæðum hefur verið varið í alþjóðleg samstarfsverkefni sem Ísland hefur tekið þátt í. GEORG rannsóknarklasi í jarðhita hefur tekið þátt í mörgum slíkum verkefnum, þar á meðal „GEOTHERM FORA“ verkefninu sem hlaut veglegan styrk frá ESB, en verkefnið veitir GEORG fjármagn til að reka skrifstofu (e. secretariat) fyrir SET Plan vinnuhóp um jarðhita (e. Geothermal Implementation Working Group), sem er öflugur vettvangur evrópskra ríkja, rannsókna stofnanna, og einkageirans á sviði jarðhita.

Ég hvet hér með umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að tilnefna fulltrúa Íslands í SET Plan Steering Committee til að auka vægi Íslands í evrópskri samvinnu á sviði orkumála.

Höfundur er verkefnastjóri hjá GEORG rannsóknarklasa í jarðhita og varaþingmaður Viðreisnar




Skoðun

Skoðun

Tími til kominn

Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar

Sjá meira


×