Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Lovísa Arnardóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 30. október 2025 08:35 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksin, telur þörf á fleiri aðgerðum svo fólkið í landinu finni raunverulega fyrir því. Vísir/Lýður Valberg Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segist fagna því að ríkisstjórnin setji aukna áherslu á húsnæðismál en henni þyki nýr húsnæðispakki ríkisstjórnar í heild „fremur rýr“. Rætt var við Guðrúnu í kvöldfréttum Sýnar í gær. Ríkisstjórnin tilkynnti í gær að þau ætla að fjölga íbúðum í Úlfarsárdal um fjögur þúsund, hlutdeildarlán verða aukin, regluverk einfaldað og fólki gert kleift að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán í tíu ár. Guðrún segist fagna einföldun á regluverki og segir Sjálfstæðisflokkinn hafa talað lengi fyrir því. Þá segist hún líka fagnað því að bjóða eigi fólki að leggja séreignarsparnað inn á lánið næstu tíu árin og fagnar því að horfið hafi verið frá því að leggja úrræðið niður, en þingmenn flokksins hafa ítrekað gagnrýnt það á þingi síðustu vikur. „Þannig ég fagna því sérstaklega að þessi áhersla Sjálfstæðismanna sé þarna að festa þetta í sessi í tíu ár.“ Tillögur hækki álögur á byggingariðnað Hún segir að hún hefði viljað sjá auknar aðgerðir til að lækka skatta. Tillögurnar hækki álögur á byggingariðnaði og þannig á fólkinu í landinu. „Í því sambandi vil ég nefna að þarna hefði ríkisstjórnin getað farið þá leið að bæta í endurgreiðslu virðisauka á vinnu á byggingarstað, það hefði lækkað byggingarkostnað,“ segir hún og að hún hefði auk þess viljað sjá ríkisstjórnina afnema stimpilgjöld við íbúðakaup og hækka fjárhæðamörk séreignarsparnaðar. „Og ég hefði líka viljað sjá ríkisstjórnina stíga núna fast niður og útvíkka vaxtamörk höfuðborgarsvæðisins og afnema neitunarvald annarra sveitarfélaga sem er eitthvað sem við Sjálfstæðismenn höfum talað mikið fyrir og erum með frumvarp í þinginu.“ Hún segist draga það í efa að fólkið í landinu finni sérstaklega fyrir þessum aðgerðum. Það hafi verið tekið fram í kynningu ríkisstjórnar að um væri að ræða fyrri pakka af tveimur, sá seinni kæmi í vor. Málið væri þó nokkuð brýnt og það sé þörf á að byggja meira, auka framboð og ríkisstjórnin eigi að gera allt til að auka lóðaframboð. Húsnæðismál Byggingariðnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Rekstur hins opinbera Reykjavík Tengdar fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Ríkisstjórnin kynnti einföldun á regluverki þegar kemur að byggingu húsnæðis á blaðamannafundi þriggja ráðherra og borgarstjóra í Úlfarsárdal. Byggingastjórakerfið verður lagt niður og létt verður verulega á störfum byggingafulltrúa svo eitthvað sé nefnt. 29. október 2025 16:49 Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Flokkur fólksins lagði höfuðáherslu á húsnæðismálin í aðdraganda síðustu kosninga. Flokkurinn lagði sérstaka áherslu á að ryðja nýtt land til uppbyggingar í Úlfarsárdal í Reykjavík með uppbyggingu hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði. 30. október 2025 08:02 Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Ríkisstjórnin ætlar að draga úr hvata vel stæðra til að safna íbúðum og festa skráningarskyldu leigusamninga í röð. Þá fá sveitarfélög heimild til að leggja álag á fasteignagjald á byggingalóðir sem eru látnar standa auðar í þéttbýli. 29. október 2025 16:47 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Ríkisstjórnin tilkynnti í gær að þau ætla að fjölga íbúðum í Úlfarsárdal um fjögur þúsund, hlutdeildarlán verða aukin, regluverk einfaldað og fólki gert kleift að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán í tíu ár. Guðrún segist fagna einföldun á regluverki og segir Sjálfstæðisflokkinn hafa talað lengi fyrir því. Þá segist hún líka fagnað því að bjóða eigi fólki að leggja séreignarsparnað inn á lánið næstu tíu árin og fagnar því að horfið hafi verið frá því að leggja úrræðið niður, en þingmenn flokksins hafa ítrekað gagnrýnt það á þingi síðustu vikur. „Þannig ég fagna því sérstaklega að þessi áhersla Sjálfstæðismanna sé þarna að festa þetta í sessi í tíu ár.“ Tillögur hækki álögur á byggingariðnað Hún segir að hún hefði viljað sjá auknar aðgerðir til að lækka skatta. Tillögurnar hækki álögur á byggingariðnaði og þannig á fólkinu í landinu. „Í því sambandi vil ég nefna að þarna hefði ríkisstjórnin getað farið þá leið að bæta í endurgreiðslu virðisauka á vinnu á byggingarstað, það hefði lækkað byggingarkostnað,“ segir hún og að hún hefði auk þess viljað sjá ríkisstjórnina afnema stimpilgjöld við íbúðakaup og hækka fjárhæðamörk séreignarsparnaðar. „Og ég hefði líka viljað sjá ríkisstjórnina stíga núna fast niður og útvíkka vaxtamörk höfuðborgarsvæðisins og afnema neitunarvald annarra sveitarfélaga sem er eitthvað sem við Sjálfstæðismenn höfum talað mikið fyrir og erum með frumvarp í þinginu.“ Hún segist draga það í efa að fólkið í landinu finni sérstaklega fyrir þessum aðgerðum. Það hafi verið tekið fram í kynningu ríkisstjórnar að um væri að ræða fyrri pakka af tveimur, sá seinni kæmi í vor. Málið væri þó nokkuð brýnt og það sé þörf á að byggja meira, auka framboð og ríkisstjórnin eigi að gera allt til að auka lóðaframboð.
Húsnæðismál Byggingariðnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Rekstur hins opinbera Reykjavík Tengdar fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Ríkisstjórnin kynnti einföldun á regluverki þegar kemur að byggingu húsnæðis á blaðamannafundi þriggja ráðherra og borgarstjóra í Úlfarsárdal. Byggingastjórakerfið verður lagt niður og létt verður verulega á störfum byggingafulltrúa svo eitthvað sé nefnt. 29. október 2025 16:49 Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Flokkur fólksins lagði höfuðáherslu á húsnæðismálin í aðdraganda síðustu kosninga. Flokkurinn lagði sérstaka áherslu á að ryðja nýtt land til uppbyggingar í Úlfarsárdal í Reykjavík með uppbyggingu hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði. 30. október 2025 08:02 Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Ríkisstjórnin ætlar að draga úr hvata vel stæðra til að safna íbúðum og festa skráningarskyldu leigusamninga í röð. Þá fá sveitarfélög heimild til að leggja álag á fasteignagjald á byggingalóðir sem eru látnar standa auðar í þéttbýli. 29. október 2025 16:47 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Ríkisstjórnin kynnti einföldun á regluverki þegar kemur að byggingu húsnæðis á blaðamannafundi þriggja ráðherra og borgarstjóra í Úlfarsárdal. Byggingastjórakerfið verður lagt niður og létt verður verulega á störfum byggingafulltrúa svo eitthvað sé nefnt. 29. október 2025 16:49
Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Flokkur fólksins lagði höfuðáherslu á húsnæðismálin í aðdraganda síðustu kosninga. Flokkurinn lagði sérstaka áherslu á að ryðja nýtt land til uppbyggingar í Úlfarsárdal í Reykjavík með uppbyggingu hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði. 30. október 2025 08:02
Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Ríkisstjórnin ætlar að draga úr hvata vel stæðra til að safna íbúðum og festa skráningarskyldu leigusamninga í röð. Þá fá sveitarfélög heimild til að leggja álag á fasteignagjald á byggingalóðir sem eru látnar standa auðar í þéttbýli. 29. október 2025 16:47