Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar 29. október 2025 13:32 Mér hefur verið tíðrætt um skiptistöðina í Mjódd, meðal annars vegna þess að ástand skiptistöðvarinnar lýsir svo vel áherslum vinstri-meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um langa hríð – bjástrað er við gæluverkefni en minni áhersla lögð á að veita borgarbúum úrvals grunnþjónustu. En sei, sei, vertu rólegur Helgi, síðan frá mars á þessu ári hefur verið að störfum stýrihópur um málefni skiptistöðvarinnar í Mjódd! Sagan rifjuð upp Svo sem rakið hefur í eldri skrifum mínum um málefni skiptistöðvarinnar í Mjódd hefur Reykjavíkurborg borið ábyrgð á rekstri skiptistöðvarinnar síðan árið 2015 en þá hætti Strætó bs. að koma nálægt rekstri skiptistöðva almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Allar götur síðan 2016 hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagt fram margvíslegar tillögur til að bæta ástandið á þessari stærstu skiptistöð landsins. Þeim tillögum hefur verið mætt af fálæti af vinstri-meirihlutum hvers tíma. Hvers vegna að stinga niður penna núna? Ástæða þess að ég sting núna niður penna er að ég fékk í hendur ótvíræð sönnunargögn um eignaspjöll unglinga sem höfðust við í skiptistöðinni að kvöldi til í upphafi þessarar viku. Ungmennin, sem voru allmörg, virðast hafa tekið pókemon vörur ófrjálsri hendi úr sjálfsafgreiðslukassa ásamt því að valda skemmdum á kassanum. Fyrir utan að valda tjóni hefur háttsemi af þessum toga í för með sér að notendur skiptistöðvarinnar upplifi sig ekki örugga. Það sama á við um þá sem sinna verslunarrekstri á skiptistöðinni. Það er áskorun fyrir þá, sem verða fyrir tjóni vegna svona smáþjófnaðar og eignaspjalla, að eiga í samskiptum við lögreglu. Það er hins vegar ein höfuðskylda borgarinnar að tryggja umgjörð um skiptistöðina þannig að allir sem um hana fara hafi sterka öryggistilfinningu. Þess vegna hefur sú tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins legið lengi fyrir að á skiptistöðinni starfi öryggisvörður allan tímann sem stöðin er opin, eða að slík öryggisgæsla sé að lágmarki viðhöfð þegar búið er að loka verslun stöðvarinnar, það er, á kvöldin. Slík sýnileg öryggisgæsla hefur fælingarmátt, öryggismyndavélar duga ekki einar og sér. Krafan er einföld Laga þarf svo margt í umhverfi skiptistöðvarinnar í Mjódd. Sú krafa er hins vegar einföld og auðveldlega framkvæmanleg að bæta öryggisgæslu skiptistöðvarinnar. Til þess þarf ekki stýrihóp frá Reykjavíkurborg. Nær væri að láta verkin tala. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Mér hefur verið tíðrætt um skiptistöðina í Mjódd, meðal annars vegna þess að ástand skiptistöðvarinnar lýsir svo vel áherslum vinstri-meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um langa hríð – bjástrað er við gæluverkefni en minni áhersla lögð á að veita borgarbúum úrvals grunnþjónustu. En sei, sei, vertu rólegur Helgi, síðan frá mars á þessu ári hefur verið að störfum stýrihópur um málefni skiptistöðvarinnar í Mjódd! Sagan rifjuð upp Svo sem rakið hefur í eldri skrifum mínum um málefni skiptistöðvarinnar í Mjódd hefur Reykjavíkurborg borið ábyrgð á rekstri skiptistöðvarinnar síðan árið 2015 en þá hætti Strætó bs. að koma nálægt rekstri skiptistöðva almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Allar götur síðan 2016 hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagt fram margvíslegar tillögur til að bæta ástandið á þessari stærstu skiptistöð landsins. Þeim tillögum hefur verið mætt af fálæti af vinstri-meirihlutum hvers tíma. Hvers vegna að stinga niður penna núna? Ástæða þess að ég sting núna niður penna er að ég fékk í hendur ótvíræð sönnunargögn um eignaspjöll unglinga sem höfðust við í skiptistöðinni að kvöldi til í upphafi þessarar viku. Ungmennin, sem voru allmörg, virðast hafa tekið pókemon vörur ófrjálsri hendi úr sjálfsafgreiðslukassa ásamt því að valda skemmdum á kassanum. Fyrir utan að valda tjóni hefur háttsemi af þessum toga í för með sér að notendur skiptistöðvarinnar upplifi sig ekki örugga. Það sama á við um þá sem sinna verslunarrekstri á skiptistöðinni. Það er áskorun fyrir þá, sem verða fyrir tjóni vegna svona smáþjófnaðar og eignaspjalla, að eiga í samskiptum við lögreglu. Það er hins vegar ein höfuðskylda borgarinnar að tryggja umgjörð um skiptistöðina þannig að allir sem um hana fara hafi sterka öryggistilfinningu. Þess vegna hefur sú tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins legið lengi fyrir að á skiptistöðinni starfi öryggisvörður allan tímann sem stöðin er opin, eða að slík öryggisgæsla sé að lágmarki viðhöfð þegar búið er að loka verslun stöðvarinnar, það er, á kvöldin. Slík sýnileg öryggisgæsla hefur fælingarmátt, öryggismyndavélar duga ekki einar og sér. Krafan er einföld Laga þarf svo margt í umhverfi skiptistöðvarinnar í Mjódd. Sú krafa er hins vegar einföld og auðveldlega framkvæmanleg að bæta öryggisgæslu skiptistöðvarinnar. Til þess þarf ekki stýrihóp frá Reykjavíkurborg. Nær væri að láta verkin tala. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun