Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar 29. október 2025 13:00 Á hverju ári fá um fimm hundruð Íslendinga slag – það er blóðtappa í eða blæðingu frá heilaslagæð - sjúkdóm sem getur á örfáum mínútum breytt lífi einstaklings og fjölskyldu til frambúðar. Slag er ein helsta dánar- og fötlunarorsök fullorðinna, en það er líka eitt þeirra heilsufarsvandamála sem við getum raunverulega haft áhrif á með fræðslu, forvörnum, skjótum viðbrögðum og sterkri heilbrigðisþjónustu um allt land. 29. október er alþjóðlegi slagdagurinn (World Stroke Day) sem tileinkaður er forvörnum og meðferð gegn slagi. „Saman getum við komið í veg fyrir slag” er yfirskrift dagsins. Þau orð eru metnaðarfull en eiga vel við á Íslandi. Sem vel upplýst þjóð getum við með forvörnum náð betri árangri en margar aðra þjóðir. Það sannast t.d. á því hve vel hefur gengið að draga úr reykingum og áfengisneyslu ungmenna. Í sumum tilvikum vinnur smæðin með okkur auk þess sem samstaða og samvinna eru sterk einkenni okkar þjóðar. Tíminn skiptir öllu máli Þegar slag verður, skiptir hver mínúta máli því með hverri mínútu án meðferðar tapar heilinn milljónum taugafruma. Þess vegna þarf að þekkja einkenni og bregðast strax við.Hin alþjóðlega minnisregla FAST getur hjálpað okkur að þekkja einkennin og bregðast strax við:F – Fall (lömun) í andlitiA – Aflleysi í handlegg (eða fótlegg)S – Skert talT – Tími til að hringja í 112Að hringja strax getur ráðið úrslitum um hvort viðkomandi endurheimti heilsu eða glími við varanlegar afleiðingar.Síðust ár hafa að jafnaði um 500 einstaklingar fengið slag ár hvert og er meðalaldur sjúklinga um sjötugt, þó heldur lægri hjá konum en körlum. Fjórir af hverjum fimm eru með blóðþurrðarslag (vegna blóðtappa) og einn af hverjum fimm með heilablæðingu. Framfarir og efling þjónustunnar um land allt Á Landspítala hefur verið byggð upp öflug slagþjónusta sem stenst alþjóðleg gæðaviðmið. Árið 2022 fengu tæplega einn af hverjum fimm sjúklinga enduropnunarmeðferð (segaleysandi lyf eða segabrottnám) við slagi og tíminn frá komu að meðferð var að jafnaði um hálftími. Þetta er árangur sem stenst samanburð við bestu spítala heims. Hann sýnir hvað hægt er að gera þegar skýrir verkferlar, vel þjálfað starfsfólk og skjót viðbrögð mynda eina keðju. Slag tekur ekki tillit til búsetu, og það á heilbrigðisþjónustan heldur ekki að gera. Við þurfum að halda áfram að byggja upp aðgengi fólks á landsbyggðinni að bráðaþjónustu. Þó svo að ekki sé hægt að byggja upp mjög sérhæfða þjónustu alls staðar á landinu er hægt að beita hraðri greiningu og öflugri meðferð um allt land. Forvarnir – slag er ekki óhjákvæmilegt Um 90% slaga tengjast áhættuþáttum sem við getum haft áhrif á: háþrýstingi, reykingum, sykursýki, hreyfingarleysi og óhollum lífsvenjum. Samkvæmt nýlegum gögnum er um helmingur fullorðinna Íslendinga með of háan blóðþrýsting eða á mörkum hans og stór hluti þess hóps veit ekki af vandanum. Ég vil hvetja alla, unga sem aldna, til að láta mæla hjá sér blóðþrýstinginn – hvort sem er heima, á næstu heilsugæslustöð eða í lyfjaverslun. Slíkt tekur aðeins örfáar mínútur, en er afar mikilvægt. Við getum komið í veg fyrir slag með því að huga að eigin heilsu. Við getum bjargað lífi með því að þekkja einkennin og hringja strax í 112. Og við getum eflt forvarnir og styrkt viðbragðsgetu um allt land og jafnað þannig aðstöðu fólks og aðgengi að þjónustu óháð búsetu. Við verðum að byggja upp samfélag þar sem heilsusamlegir kostir eru aðgengilegir, og þar sem heilsugæsla og samfélagsleg fræðsla ná til allra. Við getum gert betur í því að ná til einstaklinga sem hafa annað móðurmál en íslensku og þurfum að gera það til að viðhalda og bæta þann árangur sem við höfum náð. Þar er lykilatriði að halda áfram að fræða almenning um einkenni slags og mikilvægi þess að hringja strax í 112 – því með hverri mínútu sem líður minnka lífslíkur og batatími lengist. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Heilbrigðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Á hverju ári fá um fimm hundruð Íslendinga slag – það er blóðtappa í eða blæðingu frá heilaslagæð - sjúkdóm sem getur á örfáum mínútum breytt lífi einstaklings og fjölskyldu til frambúðar. Slag er ein helsta dánar- og fötlunarorsök fullorðinna, en það er líka eitt þeirra heilsufarsvandamála sem við getum raunverulega haft áhrif á með fræðslu, forvörnum, skjótum viðbrögðum og sterkri heilbrigðisþjónustu um allt land. 29. október er alþjóðlegi slagdagurinn (World Stroke Day) sem tileinkaður er forvörnum og meðferð gegn slagi. „Saman getum við komið í veg fyrir slag” er yfirskrift dagsins. Þau orð eru metnaðarfull en eiga vel við á Íslandi. Sem vel upplýst þjóð getum við með forvörnum náð betri árangri en margar aðra þjóðir. Það sannast t.d. á því hve vel hefur gengið að draga úr reykingum og áfengisneyslu ungmenna. Í sumum tilvikum vinnur smæðin með okkur auk þess sem samstaða og samvinna eru sterk einkenni okkar þjóðar. Tíminn skiptir öllu máli Þegar slag verður, skiptir hver mínúta máli því með hverri mínútu án meðferðar tapar heilinn milljónum taugafruma. Þess vegna þarf að þekkja einkenni og bregðast strax við.Hin alþjóðlega minnisregla FAST getur hjálpað okkur að þekkja einkennin og bregðast strax við:F – Fall (lömun) í andlitiA – Aflleysi í handlegg (eða fótlegg)S – Skert talT – Tími til að hringja í 112Að hringja strax getur ráðið úrslitum um hvort viðkomandi endurheimti heilsu eða glími við varanlegar afleiðingar.Síðust ár hafa að jafnaði um 500 einstaklingar fengið slag ár hvert og er meðalaldur sjúklinga um sjötugt, þó heldur lægri hjá konum en körlum. Fjórir af hverjum fimm eru með blóðþurrðarslag (vegna blóðtappa) og einn af hverjum fimm með heilablæðingu. Framfarir og efling þjónustunnar um land allt Á Landspítala hefur verið byggð upp öflug slagþjónusta sem stenst alþjóðleg gæðaviðmið. Árið 2022 fengu tæplega einn af hverjum fimm sjúklinga enduropnunarmeðferð (segaleysandi lyf eða segabrottnám) við slagi og tíminn frá komu að meðferð var að jafnaði um hálftími. Þetta er árangur sem stenst samanburð við bestu spítala heims. Hann sýnir hvað hægt er að gera þegar skýrir verkferlar, vel þjálfað starfsfólk og skjót viðbrögð mynda eina keðju. Slag tekur ekki tillit til búsetu, og það á heilbrigðisþjónustan heldur ekki að gera. Við þurfum að halda áfram að byggja upp aðgengi fólks á landsbyggðinni að bráðaþjónustu. Þó svo að ekki sé hægt að byggja upp mjög sérhæfða þjónustu alls staðar á landinu er hægt að beita hraðri greiningu og öflugri meðferð um allt land. Forvarnir – slag er ekki óhjákvæmilegt Um 90% slaga tengjast áhættuþáttum sem við getum haft áhrif á: háþrýstingi, reykingum, sykursýki, hreyfingarleysi og óhollum lífsvenjum. Samkvæmt nýlegum gögnum er um helmingur fullorðinna Íslendinga með of háan blóðþrýsting eða á mörkum hans og stór hluti þess hóps veit ekki af vandanum. Ég vil hvetja alla, unga sem aldna, til að láta mæla hjá sér blóðþrýstinginn – hvort sem er heima, á næstu heilsugæslustöð eða í lyfjaverslun. Slíkt tekur aðeins örfáar mínútur, en er afar mikilvægt. Við getum komið í veg fyrir slag með því að huga að eigin heilsu. Við getum bjargað lífi með því að þekkja einkennin og hringja strax í 112. Og við getum eflt forvarnir og styrkt viðbragðsgetu um allt land og jafnað þannig aðstöðu fólks og aðgengi að þjónustu óháð búsetu. Við verðum að byggja upp samfélag þar sem heilsusamlegir kostir eru aðgengilegir, og þar sem heilsugæsla og samfélagsleg fræðsla ná til allra. Við getum gert betur í því að ná til einstaklinga sem hafa annað móðurmál en íslensku og þurfum að gera það til að viðhalda og bæta þann árangur sem við höfum náð. Þar er lykilatriði að halda áfram að fræða almenning um einkenni slags og mikilvægi þess að hringja strax í 112 – því með hverri mínútu sem líður minnka lífslíkur og batatími lengist. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun