Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar 27. október 2025 06:02 Ímyndaðu þér heim þar sem rúðuþurrkan hefur aldrei verið fundin upp. Þar sem grunnurinn að tölvuforritun hefur aldrei verið lagður. Þar sem milljónir manna deyja enn úr malaríu vegna þess að enginn hefur uppgötvað artemisinín. Ímyndaðu þér nú að þessar uppfinningar hafi verið til allan tímann, en uppfinningamönnunum hafi verið hafnað, þeir hundsaðir eða vanfjármagnaðir vegna þess eins að þeir voru konur! Þessi heimur er ekki tilbúinn saga. Þetta er veruleiki kvenna í nýsköpun í dag. Í gegnum söguna hafa konur verið tiltölulega ósýnilegar í tengslum við nýsköpun: • Mary Anderson (1866-1953), sem fann upp rúðuþurrkuna, var ein af þeim, en bílaframleiðendur hlógu að henni og sögðu að þessi uppfinning væri ekki „nauðsynleg“. • Ada Lovelace (1815-1852), var fyrsti tölvuforritarinn, en framlag hennar var grafið í áratugi. Fyrr á öldum voru allar helstu uppfinningar eignaðar körlum. En hvernig er þetta í dag? Við höfum örugglega þroskast? Konur hafa vissulega jöfn tækifæri í nýsköpunar umhverfinu. En veruleikinn er sá að árið 2024 fengu kvennafyrirtæki aðeins 2% af alþjóðlegri áhættufjárfestingu í nýsköpun. Tvö prósent! Það þýðir að af hverjum 100 dollurum sem fjárfest er í nýjum hugmyndum fara 98 dollarar til karla en einungis 2 dollarar til kvenna í nýsköpun. Það er ekki vegna þess að konur eru ekki að skapa nýjungar. Konur stofna fyrirtæki út um allan heim. Þær sækja um einkaleyfi, stjórna rannsóknarstofum og byggja upp tækni sem gæti breytt heiminum. En þær standa frammi fyrir lokuðum dyrum þegar kemur að fjármögnun, sérstaklega þegar kemur að framhalds fjármögnun. En hvers vegna aðeins 2%? Það er ekki vegna þess að konum skorti hæfileika. Þetta er ekki vegna þess að konum skorti metnað. Þetta er vegna þess að þeim skortir aðgang að tengslanetum til dæmis. Áhættufjárfestinga sjóðir eru enn strákaklúbbar. Yfir 80% af áhættufjárfestum eru karlar. Almennt hafa menn tilhneigingu til að fjármagna þá sem þeir tengjast eða geta samsamað sig með og konur eru oft útilokaðar frá óformlegum tengslanetum, þar sem samningar eru gerðir. Það getur verið að um hlutdrægni sé að ræða. Á kynningarfundum hjá fjárfestum eru karlkyns stofnendur fyrirtækja oft spurðir: „Hversu stórt gæti þetta orðið?“ Konur eru hins vegar oft spurðar: „Hvernig ætlið þið að forðast mistök?“ Þessar mismunandi spurningar leiða til mjög mismunandi niðurstaðna. Það getur verið fyrirfram ákveðin tilhneiging að áætla að fyrirtæki sem eru undir forystu kvenna hafi staðalímynd sem „sérhæfð“ (niche), jafnvel þó þau hafi milljarða dollara markað. Rannsóknir sýna samt að sprotafyrirtæki stofnuð af konum standa sig 63% betur en karlkyns jafningjar þeirra. Þetta er ekki bara óréttlátt. Það er efnahagslega órökrétt. Af hverju skiptir þetta máli? Þegar konur eru útilokaðar frá nýsköpunarvistkerfinu þá töpum við öll. Hvað getum við þá gert? Í fyrsta lagi geta fjárfestar spurt sjálfan sig: “Er ég að fjármagna bestu hugmyndirnar eða kunnuglegustu andlitin?” Í öðru lagi geta leiðbeinendur og mentorar kvenna í nýsköpun, komið þeim á framfæri innan síns tengslanets. Í þriðja lagi eiga stjórnmálamenn að horfa á sönnunargögnin. 2% segja allt sem segja þarf! Ísland stóð sig þó aðeins betur árið 2024 en þá fór um 20% fjármagns í fyrirtæki eingöngu stofnuð af konum eða með blönduð teymi. Í fjórða lagi geta allir tekið þátt í því að fagna nýsköpun kvenna með því að ræða um og deila sögum af þeirra framtakssemi. Þess vegna ætla ég að nota tækifærið og segja frá nokkrum íslenskum konum sem allar eiga það sameiginlegt að hafa fengið viðurkenningu í október 2025 fyrir sína nýsköpun. Fyrst vil ég nefna Julie Encausse sem hefur búið á Íslandi síðastliðin 15 ár, er gift íslenskum manni og á 2 börn. Hún er GlobalWIIN uppfinningakona ársins 2025 fyrir hugmyndina sína, sem er að nota þaralausn til að húða grænmeti, í stað þess að nota plastumbúðir. Margrét Júlíana Sigurðardóttir er raðfrumkvöðull en hún hefur tvisvar sinnum fengið GlobalWIIN viðurkenningu, fyrst 2017 fyrir Mussila sem er tónlistarkennslu app fyrir börn og svo 2025 fyrir Moombix sem er eins og Airbnb fyrir tónlistarkennara og nemendur. Svana Gísla sem er kvikmyndaframleiðandi og búsett í London, fékk GlobalWIIN viðurkenningu 2025 fyrir upplifunarhönnun á ABBA Voyage sýningunni. Dr. Svanborg Rannveig Jónsdóttir fékk GlobalWIIN viðurkenningu 2025 fyrir hennar framlag til komandi kynslóða með uppgötvunarkennslu, síðastliðin 30 ár. Dr. Þorbjörg Jensdóttir fékk GlobalWIIN viðurkenningu 2017 fyrir uppfinninguna Hap+, sem er brjóstsykur sem eykur munnvatnsflæðið. Hún var að fá silfurviðurkenningu í október 2025 fyrir Hap+, á uppfinningasýningu sem haldin var í Zagreb í Króatíu í tengslum við aðalfund IFIA, (alþjóðasamtök uppfinningafélaga). Julie Encausse fékk gullviðurkenningu í Zagrebí október 2025, fyrir hugmyndina um að húða grænmeti með þaralausn í stað plastnotkunar. Sunna Ólafsdóttir Wallevik og hennar teymi í Álvit fengu gullviðurkenningu í Zagreb í október 2025, fyrir umhverfisvænt bindiefni til að nota í áliðnaði. Þau fengu einnig sérstaka gullviðurkenningu frá CIA, samtökum uppfinningafélaga í Kína, á sýningunni í Zagreb. Þetta eru allt frábærar uppfinningar sem vekja heimsathygli og fá alþjóðlegar viðurkenningar, en spurningin er hvort þær fá nægilega fjármögnun til að taka flugið inn á alþjóðamarkað. Því þegar konur í nýsköpun eru metnar að verðleikum, þá nær mannkynið að taka stökk áfram, ekki bara eitt skref í einu. Tryggjum að næsta “Ada Lovelace” þurfi ekki að bíða í 200 ár eftir að uppfinning hennar verði fjármögnuð til fulls árangurs. Höfundur er varaforseti IFIA, forseti Evrópudeildar GlobalWIIN, stofnandi og formaður KVENN, félag kvenna í nýsköpun, formaður nýsköpunarnefndar FKA, stjórnarmaður í SFH, Samtök frumkvöðla og hugvitsmanna og stjórnarmaður í FNyF, nýsköpun fyrir öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér heim þar sem rúðuþurrkan hefur aldrei verið fundin upp. Þar sem grunnurinn að tölvuforritun hefur aldrei verið lagður. Þar sem milljónir manna deyja enn úr malaríu vegna þess að enginn hefur uppgötvað artemisinín. Ímyndaðu þér nú að þessar uppfinningar hafi verið til allan tímann, en uppfinningamönnunum hafi verið hafnað, þeir hundsaðir eða vanfjármagnaðir vegna þess eins að þeir voru konur! Þessi heimur er ekki tilbúinn saga. Þetta er veruleiki kvenna í nýsköpun í dag. Í gegnum söguna hafa konur verið tiltölulega ósýnilegar í tengslum við nýsköpun: • Mary Anderson (1866-1953), sem fann upp rúðuþurrkuna, var ein af þeim, en bílaframleiðendur hlógu að henni og sögðu að þessi uppfinning væri ekki „nauðsynleg“. • Ada Lovelace (1815-1852), var fyrsti tölvuforritarinn, en framlag hennar var grafið í áratugi. Fyrr á öldum voru allar helstu uppfinningar eignaðar körlum. En hvernig er þetta í dag? Við höfum örugglega þroskast? Konur hafa vissulega jöfn tækifæri í nýsköpunar umhverfinu. En veruleikinn er sá að árið 2024 fengu kvennafyrirtæki aðeins 2% af alþjóðlegri áhættufjárfestingu í nýsköpun. Tvö prósent! Það þýðir að af hverjum 100 dollurum sem fjárfest er í nýjum hugmyndum fara 98 dollarar til karla en einungis 2 dollarar til kvenna í nýsköpun. Það er ekki vegna þess að konur eru ekki að skapa nýjungar. Konur stofna fyrirtæki út um allan heim. Þær sækja um einkaleyfi, stjórna rannsóknarstofum og byggja upp tækni sem gæti breytt heiminum. En þær standa frammi fyrir lokuðum dyrum þegar kemur að fjármögnun, sérstaklega þegar kemur að framhalds fjármögnun. En hvers vegna aðeins 2%? Það er ekki vegna þess að konum skorti hæfileika. Þetta er ekki vegna þess að konum skorti metnað. Þetta er vegna þess að þeim skortir aðgang að tengslanetum til dæmis. Áhættufjárfestinga sjóðir eru enn strákaklúbbar. Yfir 80% af áhættufjárfestum eru karlar. Almennt hafa menn tilhneigingu til að fjármagna þá sem þeir tengjast eða geta samsamað sig með og konur eru oft útilokaðar frá óformlegum tengslanetum, þar sem samningar eru gerðir. Það getur verið að um hlutdrægni sé að ræða. Á kynningarfundum hjá fjárfestum eru karlkyns stofnendur fyrirtækja oft spurðir: „Hversu stórt gæti þetta orðið?“ Konur eru hins vegar oft spurðar: „Hvernig ætlið þið að forðast mistök?“ Þessar mismunandi spurningar leiða til mjög mismunandi niðurstaðna. Það getur verið fyrirfram ákveðin tilhneiging að áætla að fyrirtæki sem eru undir forystu kvenna hafi staðalímynd sem „sérhæfð“ (niche), jafnvel þó þau hafi milljarða dollara markað. Rannsóknir sýna samt að sprotafyrirtæki stofnuð af konum standa sig 63% betur en karlkyns jafningjar þeirra. Þetta er ekki bara óréttlátt. Það er efnahagslega órökrétt. Af hverju skiptir þetta máli? Þegar konur eru útilokaðar frá nýsköpunarvistkerfinu þá töpum við öll. Hvað getum við þá gert? Í fyrsta lagi geta fjárfestar spurt sjálfan sig: “Er ég að fjármagna bestu hugmyndirnar eða kunnuglegustu andlitin?” Í öðru lagi geta leiðbeinendur og mentorar kvenna í nýsköpun, komið þeim á framfæri innan síns tengslanets. Í þriðja lagi eiga stjórnmálamenn að horfa á sönnunargögnin. 2% segja allt sem segja þarf! Ísland stóð sig þó aðeins betur árið 2024 en þá fór um 20% fjármagns í fyrirtæki eingöngu stofnuð af konum eða með blönduð teymi. Í fjórða lagi geta allir tekið þátt í því að fagna nýsköpun kvenna með því að ræða um og deila sögum af þeirra framtakssemi. Þess vegna ætla ég að nota tækifærið og segja frá nokkrum íslenskum konum sem allar eiga það sameiginlegt að hafa fengið viðurkenningu í október 2025 fyrir sína nýsköpun. Fyrst vil ég nefna Julie Encausse sem hefur búið á Íslandi síðastliðin 15 ár, er gift íslenskum manni og á 2 börn. Hún er GlobalWIIN uppfinningakona ársins 2025 fyrir hugmyndina sína, sem er að nota þaralausn til að húða grænmeti, í stað þess að nota plastumbúðir. Margrét Júlíana Sigurðardóttir er raðfrumkvöðull en hún hefur tvisvar sinnum fengið GlobalWIIN viðurkenningu, fyrst 2017 fyrir Mussila sem er tónlistarkennslu app fyrir börn og svo 2025 fyrir Moombix sem er eins og Airbnb fyrir tónlistarkennara og nemendur. Svana Gísla sem er kvikmyndaframleiðandi og búsett í London, fékk GlobalWIIN viðurkenningu 2025 fyrir upplifunarhönnun á ABBA Voyage sýningunni. Dr. Svanborg Rannveig Jónsdóttir fékk GlobalWIIN viðurkenningu 2025 fyrir hennar framlag til komandi kynslóða með uppgötvunarkennslu, síðastliðin 30 ár. Dr. Þorbjörg Jensdóttir fékk GlobalWIIN viðurkenningu 2017 fyrir uppfinninguna Hap+, sem er brjóstsykur sem eykur munnvatnsflæðið. Hún var að fá silfurviðurkenningu í október 2025 fyrir Hap+, á uppfinningasýningu sem haldin var í Zagreb í Króatíu í tengslum við aðalfund IFIA, (alþjóðasamtök uppfinningafélaga). Julie Encausse fékk gullviðurkenningu í Zagrebí október 2025, fyrir hugmyndina um að húða grænmeti með þaralausn í stað plastnotkunar. Sunna Ólafsdóttir Wallevik og hennar teymi í Álvit fengu gullviðurkenningu í Zagreb í október 2025, fyrir umhverfisvænt bindiefni til að nota í áliðnaði. Þau fengu einnig sérstaka gullviðurkenningu frá CIA, samtökum uppfinningafélaga í Kína, á sýningunni í Zagreb. Þetta eru allt frábærar uppfinningar sem vekja heimsathygli og fá alþjóðlegar viðurkenningar, en spurningin er hvort þær fá nægilega fjármögnun til að taka flugið inn á alþjóðamarkað. Því þegar konur í nýsköpun eru metnar að verðleikum, þá nær mannkynið að taka stökk áfram, ekki bara eitt skref í einu. Tryggjum að næsta “Ada Lovelace” þurfi ekki að bíða í 200 ár eftir að uppfinning hennar verði fjármögnuð til fulls árangurs. Höfundur er varaforseti IFIA, forseti Evrópudeildar GlobalWIIN, stofnandi og formaður KVENN, félag kvenna í nýsköpun, formaður nýsköpunarnefndar FKA, stjórnarmaður í SFH, Samtök frumkvöðla og hugvitsmanna og stjórnarmaður í FNyF, nýsköpun fyrir öll.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun