„Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2025 11:45 Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, og Donald Trump, forseti. AP/Evan Vucci Bandarískir flugmenn flugu að minnsta kosti tveimur hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela í gær. Var það í annað sinn á rétt rúmri viku sem slíkt var gert en þá voru áhafnir þriggja B-52 sprengjuvéla að æfa mögulegar árásir. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið. Talið er mögulegt að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætli sér að reyna að koma Nicolás Maduro, einræðisherra landsins, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. Sprengjuflugvélarnar sem flogið var í gær voru af gerðinni B-1B Lancer en það eru þær sprengjuflugvélar Bandaríkjanna sem geta borið flestar sprengjur. Sjá einnig: Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sprengjuvélarnar í gær voru ekki einar á ferð en flugmenn landgönguliðs Bandaríkjanna á F-35B herþotum fylgdu þeim eftir. B-1B sprengjuflugvél á flugi yfir Kyrrhafinu.Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna/Bennie J. Davis AP fréttaveitan segir að flugvélunum hafi verið flogið frá Texas í gær og svo hafi þeim verið flogið upp að ströndum Venesúela. The @usairforce (🇺🇸) B-1Bs are dangerously close to Venezuelan coastline, approximately 50 miles (80 Km) from the Venezuelan (🇻🇪) mainland and 6 miles (9.6 Km) from Los Testigos. https://t.co/f48OGbP2nZ pic.twitter.com/nTsLfJQsSq— SA Defensa (@SA_Defensa) October 23, 2025 Á því svæði hafa Bandaríkjamenn gert banvænar árásir á báta sem ráðamenn segja notaða til að smygla fíkniefnum. Að minnsta kosti níu slíkar árásir hafa verið gerðar og að minnsta kosti 37 hafa dáið í þeim. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var spurður út í þessar árásir af blaðamönnum í gær. Þá sagðist hann ekki telja að hann þyrfti einhverskonar heimild frá þinginu til að gera árásirnar. Hann hefði heimild til að gera þær. „Ég held að við munum ekki biðja um stríðsyfirlýsingu,“ sagði Trump. „Ég held við munum bara drepa fólk sem er að flytja fíkniefni inn í landið okkar. Okei? Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir.“ Þá sagðist Trump tilbúinn til að gera einnig árásir gegn smygli yfir landleiðina. Nýtt stríð gegn hryðjuverkum? Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hefur líkt árásum gegn fíkniefnasmygli við hryðjuverkastríðið svokallaða i kjölfar árásanna á Tvíburaturnana 2021. Þá talar hann um glæpasamtök sem framleiða og smygla fíkniefnum til Bandaríkjanna sem hryðjuverkasamtök. „Okkar skilaboð til þessara hryðjuverkasamtaka eru að við munum koma fram við ykkur eins og al-Qaeda,“ sagði Hegseth í gær. „Við munum finna ykkur. Kortleggja samtök ykkar, við munum elta ykkur uppi og við munum drepa ykkur.“ Bandaríkin Venesúela Donald Trump Hernaður Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Talið er mögulegt að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætli sér að reyna að koma Nicolás Maduro, einræðisherra landsins, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. Sprengjuflugvélarnar sem flogið var í gær voru af gerðinni B-1B Lancer en það eru þær sprengjuflugvélar Bandaríkjanna sem geta borið flestar sprengjur. Sjá einnig: Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sprengjuvélarnar í gær voru ekki einar á ferð en flugmenn landgönguliðs Bandaríkjanna á F-35B herþotum fylgdu þeim eftir. B-1B sprengjuflugvél á flugi yfir Kyrrhafinu.Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna/Bennie J. Davis AP fréttaveitan segir að flugvélunum hafi verið flogið frá Texas í gær og svo hafi þeim verið flogið upp að ströndum Venesúela. The @usairforce (🇺🇸) B-1Bs are dangerously close to Venezuelan coastline, approximately 50 miles (80 Km) from the Venezuelan (🇻🇪) mainland and 6 miles (9.6 Km) from Los Testigos. https://t.co/f48OGbP2nZ pic.twitter.com/nTsLfJQsSq— SA Defensa (@SA_Defensa) October 23, 2025 Á því svæði hafa Bandaríkjamenn gert banvænar árásir á báta sem ráðamenn segja notaða til að smygla fíkniefnum. Að minnsta kosti níu slíkar árásir hafa verið gerðar og að minnsta kosti 37 hafa dáið í þeim. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var spurður út í þessar árásir af blaðamönnum í gær. Þá sagðist hann ekki telja að hann þyrfti einhverskonar heimild frá þinginu til að gera árásirnar. Hann hefði heimild til að gera þær. „Ég held að við munum ekki biðja um stríðsyfirlýsingu,“ sagði Trump. „Ég held við munum bara drepa fólk sem er að flytja fíkniefni inn í landið okkar. Okei? Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir.“ Þá sagðist Trump tilbúinn til að gera einnig árásir gegn smygli yfir landleiðina. Nýtt stríð gegn hryðjuverkum? Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hefur líkt árásum gegn fíkniefnasmygli við hryðjuverkastríðið svokallaða i kjölfar árásanna á Tvíburaturnana 2021. Þá talar hann um glæpasamtök sem framleiða og smygla fíkniefnum til Bandaríkjanna sem hryðjuverkasamtök. „Okkar skilaboð til þessara hryðjuverkasamtaka eru að við munum koma fram við ykkur eins og al-Qaeda,“ sagði Hegseth í gær. „Við munum finna ykkur. Kortleggja samtök ykkar, við munum elta ykkur uppi og við munum drepa ykkur.“
Bandaríkin Venesúela Donald Trump Hernaður Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira