Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. október 2025 12:44 Þrátt fyrir mikið framboð af nýjum eignum seljast þær ekki. Jónas Atli Gunnarsson telur að verktakar vilji frekar bíða með sölu en lækka verð. Þeir virðist því hafa nóg milli handanna, því það sé líka dýrt að bíða. Vísir Það hefur sjaldan verið eins erfitt að komast inn á fasteignamarkaðinn að mati HMS. Á sama tíma er ekki búið varanlega í allt að sextán þúsund íbúðum. Hagfræðingur telur að verktakar kjósi frekar að bíða með sölu en lækka verð. Það bendi til þess að byggingageirinn hafi nóg milli handanna. Það getur tekið einstaklinga á leigumarkaði ellefu ár að safna fyrir útborgun í litla íbúð á höfuðborgarsvæðinu og átján ár fyrir einstæða foreldra. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Mögulega jafn slæmt og eftir hrunið Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS segir ástandið sjaldan hafa verið eins slæmt. „Þetta gæti mögulega hafa verið svona stuttu eftir fjármálahrunið. Þetta er hins vegar verri staða en fyrir tíu árum síðan,“ segir Jónas. Á þessu séu ýmsar skýringar. „Fólk hefur lítið á milli handanna að teknu tilliti til neyslu. Þá hefur íbúðaverð hækkað mikið á sama tíma og verðbólga er mikil og því erfiðara að safna fyrir íbúð en áður,“ segir hann. Nýjar íbúðir lækki ekki þrátt fyrir mikið framboð Í skýrslu HMS kemur fram að mikil fjölgun hafi verið á framboði nýrra íbúða, þær seljist hins vegar ekki þrátt fyrir að stór hópur fólks bíði eftir að komast inn á markaðinn. Nú séu allt að 16.400 nýjar og eldri íbúðir vanýttar á landinu. „Við hjá HMS höfum reynt að greina hvað veldur því að nýjar íbúðir eru ekki að seljast og höfum komist að því að þær eru dýrar. Á sama tíma er kaupageta heimila minni en áður vegna þröngra lánþegaskilyrða og hárra vaxta,“ segir hann. Á lögmál framboðs og eftirspurnar við? Aðspurður um hvort lögmál framboðs og eftirspurnar eigi ekki við fasteignamarkaðinn eins og aðra markaði svarar Jónas: „ Jú, ég held það. En við höfum ekki séð miklar lækkanir á verði þessara nýju íbúða þrátt fyrir mikið framboð. Þær myndu væntanlega seljast ef þær myndu lækka eitthvað. Mögulega eru verktakar á bíða eftir því að aðstæður breytist á húsnæðismarkaði.“ Á síðustu árum hafa stýrivextir Seðlabankans verið háir hér á landi. Þeir standa nú í 7,5 prósentum. Það er því dýrt að fjármagna uppbyggingu fasteigna. Jónas bendir á að byggingaverktakar með dýr fasteignalán geti lent í því að tapa fjármunum ef þeir bíða of lengi með að selja íbúðir. „Það liggur alla vega fyrir að það er mjög dýrt að bíða með óselda íbúð, sérstaklega ef verktakinn er með dýr lán sem hvíla á eigninni. Það að bíða með sölu slíkra eigna getur því mögulega haft tap í för með sér.Þá hlýtur maður að draga þá ályktun að þeir hafi nóg milli handanna,“ segir Jónas að lokum. Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Byggingariðnaður Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Það getur tekið einstaklinga á leigumarkaði ellefu ár að safna fyrir útborgun í litla íbúð á höfuðborgarsvæðinu og átján ár fyrir einstæða foreldra. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Mögulega jafn slæmt og eftir hrunið Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS segir ástandið sjaldan hafa verið eins slæmt. „Þetta gæti mögulega hafa verið svona stuttu eftir fjármálahrunið. Þetta er hins vegar verri staða en fyrir tíu árum síðan,“ segir Jónas. Á þessu séu ýmsar skýringar. „Fólk hefur lítið á milli handanna að teknu tilliti til neyslu. Þá hefur íbúðaverð hækkað mikið á sama tíma og verðbólga er mikil og því erfiðara að safna fyrir íbúð en áður,“ segir hann. Nýjar íbúðir lækki ekki þrátt fyrir mikið framboð Í skýrslu HMS kemur fram að mikil fjölgun hafi verið á framboði nýrra íbúða, þær seljist hins vegar ekki þrátt fyrir að stór hópur fólks bíði eftir að komast inn á markaðinn. Nú séu allt að 16.400 nýjar og eldri íbúðir vanýttar á landinu. „Við hjá HMS höfum reynt að greina hvað veldur því að nýjar íbúðir eru ekki að seljast og höfum komist að því að þær eru dýrar. Á sama tíma er kaupageta heimila minni en áður vegna þröngra lánþegaskilyrða og hárra vaxta,“ segir hann. Á lögmál framboðs og eftirspurnar við? Aðspurður um hvort lögmál framboðs og eftirspurnar eigi ekki við fasteignamarkaðinn eins og aðra markaði svarar Jónas: „ Jú, ég held það. En við höfum ekki séð miklar lækkanir á verði þessara nýju íbúða þrátt fyrir mikið framboð. Þær myndu væntanlega seljast ef þær myndu lækka eitthvað. Mögulega eru verktakar á bíða eftir því að aðstæður breytist á húsnæðismarkaði.“ Á síðustu árum hafa stýrivextir Seðlabankans verið háir hér á landi. Þeir standa nú í 7,5 prósentum. Það er því dýrt að fjármagna uppbyggingu fasteigna. Jónas bendir á að byggingaverktakar með dýr fasteignalán geti lent í því að tapa fjármunum ef þeir bíða of lengi með að selja íbúðir. „Það liggur alla vega fyrir að það er mjög dýrt að bíða með óselda íbúð, sérstaklega ef verktakinn er með dýr lán sem hvíla á eigninni. Það að bíða með sölu slíkra eigna getur því mögulega haft tap í för með sér.Þá hlýtur maður að draga þá ályktun að þeir hafi nóg milli handanna,“ segir Jónas að lokum.
Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Byggingariðnaður Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira