Innlent

Fjöldi viðbragðsaðila bregst við til­kynningu um eld í Breið­holti

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Tilkynning barst um eld í Bakkahverfinu í Breiðholti.
Tilkynning barst um eld í Bakkahverfinu í Breiðholti. Vísir/Vilhelm

Lögregla, slökkvilið og sjúkrabílar eru á leið í Írabakka í Breiðholti vegna tilkynningu um bruna. Viðstöddum tókst að slökkva eldinn að mestu áður en slökkvilið bar að garði.

Þetta staðfestir Ásgeir Valur, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Slökkviliðsmenn frá fjórum slökkvistöðum voru kallaðir út en Ásgeir segir að helmingur þeirra hafi verið sendur aftur heim á leið.

Hinir vinna nú að slökkva glæður eldsins og reykræsta. Ekki liggur fyrir hvernig eldurinn kviknaði. Enginn hefur verið fluttur með sjúkrabíl á spítala.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×