Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2025 14:16 Xi Jinping, forseti Kína, hefur stýrt landinu í þrettán ár en gæti í raun gert það eins lengi og honum sýnist. Hann hefur ekki gefið til kynna hvort hann ætli að sækjast eftir fjórða fimm ára kjörtímabilinu eða hvort hann hafi í hyggju að velja sér arftaka. AP/Ken Ishii Æðstu embættismenn úr miðstjórn Kommúnistaflokks Kína koma saman í Peking í vikunni, þar sem þeir munu leggja á ráðin um hvernig styrkja megi stöðu ríkisins á næstu árum. Tvær stórar spurningar munu hanga yfir fundarhöldunum, þó enginn muni þora að spyrja þeirra. Þær eru hve lengi Xi Jinping mun leiða ríkið og hver gæti tekið við af honum. Fundarhöld vikunnar hófust í morgun á því að Xi hélt ræðu á lokuðum fundi flokksins og lagði þar fram áætlun sína fyrir næstu fimm ár í Kína (2026-2030). Eins og bent er á í grein AP fréttaveitunnar standa Kínverjar frammi fyrir ýmsum vandamálum. Hægt hefur á hagkerfi landsins og þá standa Kínverjar frammi fyrir ýmsum tálmum varðandi nýjustu tækni og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur beitt Kínverja umfangsmiklum tollum. Í grein á vef Xinhua, sem er ríkisrekinn kínverskur miðill, segir að næstu fimm árin verði meiri áhersla lögð á að auka gæði, vísindastarf og fjölga tækninýjungum og auka þannig hagvöxt. Samhliða því á nútímavæða hefðbundinn iðnað í Kína og ýta undir nýsköpun. Markmiðið er, samkvæmt Xinhua, að gera hagkerfi Kína neysludrifið, í stað þess að keyra það áfram á framleiðslu. Greinendur búast við umfangsmiklum hreinsunum í miðstjórn Kommúnistaflokksins í vikunni en fundarhöld vikunnar marka miðjupunkt þriðja fimm ára kjörtímabils Xi. Mögulegt er að hann muni lýsa yfir vilja til að sitja fjórða kjörtímabilið. Fyrir fundinn var níu af æðstu stjórnendum hers Kína vikið úr flokknum og þeir sakaðir um spillingu. Erfiðara með hverju árinu Xi Jinping hefur stýrt Kína í þrettán ár en nokkur ár eru liðin frá því hann keyrði í gegn breytingar á reglum Kommúnistaflokksins sem gera honum í raun kleift að stjórna eins lengi og honum sýnist. Þó hann sé orðinn 72 ára gamall hefur hann ekki gefið til kynna á nokkurn hátt að hann hafi í huga að stíga til hliðar. Þá virðist sem að hann hafi ekki stillt upp einhverjum sem mögulegum arftaka sínum né gefið í skyn að slíkt sé á döfinni. Eins og fram kemur í grein New York Times eykur hvert ár sem Xi er við völd á þá óvissu um hvað myndi til dæmis gerast ef hann yrði veikur. Þá væri óljóst hver myndi taka við og hvort viðkomandi myndi gera umfangsmiklar breytingar eða ekki. Þetta er þekkt vandamál, ef svo má segja, í alræðisríkjum þar sem tilteknir menn hafa verið mjög lengi við völd. Það að tilnefna arftaka getur reynst þeim hættulegt, þar sem það fjölgar höndum á stýrinu og getur grafið undan stöðu þessara manna. Tiltölulega stutt er síðan Xi heyrðist ræða við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um mögulegar leiðir til að lengja líf manna, eins og með líffæragjöf. Þá ræddu þeir einnig hvernig það að vera sjötugur sé lítið tiltökumál í dag. Sjá einnig: Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Ef og þá þegar Xi velur sér arftaka yrði hans helsta áherslumál, samkvæmt NYT, að sá yrði honum hliðhollur og myndi halda áfram að framfylgja stefnumálum Xi. Því lengur sem Xi heldur í stjórnartaumana, því erfiðara verður fyrir hann að finna arftaka sem getur leitt Kína til langs tíma og í býr í senn yfir nægilegri reynslu til að halda í stjórnartaumana sjálfur. Eldri menn í æðstu stöðum Frá því hann tók við völdum hefur Xi skipað nána bandamenn sína í framkvæmdastjórn Kommúnistaflokksins. Þar eru yngstu menn á sjötugsaldri og því ólíklegir til að geta tekið við af Xi. Hann var 54 ára gamall árið 2007 þegar hann var skipaður í framkvæmdastjórnina. Næsti aðalfundur Kommúnistaflokksins verður haldinn árið 2027 og verður þá mynduð ný framkvæmdastjórn. Sérfræðingur í málefnum Kína sem ræddi við NYT segir að allir þeir sem þyki líklegir til að verða skipaðir í nefndina séu einnig líklega of gamlir til að taka við af Xi þegar þar að kemur. Annar segir að Xi eigi yfir höfuð erfitt með að treysta öðrum og sérstaklega embættismönnum sem þekkir ekki vel. Því eldri sem hann verður, því einangraðri verði hann frá þeirri kynslóð sem væntanlegur arftaki hans tilheyrir. Líklegt þykir að Xi muni velja nokkra menn sem gætu tekið við af honum. Í kjölfarið muni þeir berjast um hylli hans og um völd innan Kommúnistaflokksins. Kína Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Sjá meira
Fundarhöld vikunnar hófust í morgun á því að Xi hélt ræðu á lokuðum fundi flokksins og lagði þar fram áætlun sína fyrir næstu fimm ár í Kína (2026-2030). Eins og bent er á í grein AP fréttaveitunnar standa Kínverjar frammi fyrir ýmsum vandamálum. Hægt hefur á hagkerfi landsins og þá standa Kínverjar frammi fyrir ýmsum tálmum varðandi nýjustu tækni og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur beitt Kínverja umfangsmiklum tollum. Í grein á vef Xinhua, sem er ríkisrekinn kínverskur miðill, segir að næstu fimm árin verði meiri áhersla lögð á að auka gæði, vísindastarf og fjölga tækninýjungum og auka þannig hagvöxt. Samhliða því á nútímavæða hefðbundinn iðnað í Kína og ýta undir nýsköpun. Markmiðið er, samkvæmt Xinhua, að gera hagkerfi Kína neysludrifið, í stað þess að keyra það áfram á framleiðslu. Greinendur búast við umfangsmiklum hreinsunum í miðstjórn Kommúnistaflokksins í vikunni en fundarhöld vikunnar marka miðjupunkt þriðja fimm ára kjörtímabils Xi. Mögulegt er að hann muni lýsa yfir vilja til að sitja fjórða kjörtímabilið. Fyrir fundinn var níu af æðstu stjórnendum hers Kína vikið úr flokknum og þeir sakaðir um spillingu. Erfiðara með hverju árinu Xi Jinping hefur stýrt Kína í þrettán ár en nokkur ár eru liðin frá því hann keyrði í gegn breytingar á reglum Kommúnistaflokksins sem gera honum í raun kleift að stjórna eins lengi og honum sýnist. Þó hann sé orðinn 72 ára gamall hefur hann ekki gefið til kynna á nokkurn hátt að hann hafi í huga að stíga til hliðar. Þá virðist sem að hann hafi ekki stillt upp einhverjum sem mögulegum arftaka sínum né gefið í skyn að slíkt sé á döfinni. Eins og fram kemur í grein New York Times eykur hvert ár sem Xi er við völd á þá óvissu um hvað myndi til dæmis gerast ef hann yrði veikur. Þá væri óljóst hver myndi taka við og hvort viðkomandi myndi gera umfangsmiklar breytingar eða ekki. Þetta er þekkt vandamál, ef svo má segja, í alræðisríkjum þar sem tilteknir menn hafa verið mjög lengi við völd. Það að tilnefna arftaka getur reynst þeim hættulegt, þar sem það fjölgar höndum á stýrinu og getur grafið undan stöðu þessara manna. Tiltölulega stutt er síðan Xi heyrðist ræða við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um mögulegar leiðir til að lengja líf manna, eins og með líffæragjöf. Þá ræddu þeir einnig hvernig það að vera sjötugur sé lítið tiltökumál í dag. Sjá einnig: Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Ef og þá þegar Xi velur sér arftaka yrði hans helsta áherslumál, samkvæmt NYT, að sá yrði honum hliðhollur og myndi halda áfram að framfylgja stefnumálum Xi. Því lengur sem Xi heldur í stjórnartaumana, því erfiðara verður fyrir hann að finna arftaka sem getur leitt Kína til langs tíma og í býr í senn yfir nægilegri reynslu til að halda í stjórnartaumana sjálfur. Eldri menn í æðstu stöðum Frá því hann tók við völdum hefur Xi skipað nána bandamenn sína í framkvæmdastjórn Kommúnistaflokksins. Þar eru yngstu menn á sjötugsaldri og því ólíklegir til að geta tekið við af Xi. Hann var 54 ára gamall árið 2007 þegar hann var skipaður í framkvæmdastjórnina. Næsti aðalfundur Kommúnistaflokksins verður haldinn árið 2027 og verður þá mynduð ný framkvæmdastjórn. Sérfræðingur í málefnum Kína sem ræddi við NYT segir að allir þeir sem þyki líklegir til að verða skipaðir í nefndina séu einnig líklega of gamlir til að taka við af Xi þegar þar að kemur. Annar segir að Xi eigi yfir höfuð erfitt með að treysta öðrum og sérstaklega embættismönnum sem þekkir ekki vel. Því eldri sem hann verður, því einangraðri verði hann frá þeirri kynslóð sem væntanlegur arftaki hans tilheyrir. Líklegt þykir að Xi muni velja nokkra menn sem gætu tekið við af honum. Í kjölfarið muni þeir berjast um hylli hans og um völd innan Kommúnistaflokksins.
Kína Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Sjá meira