Þórunn seld og tuttugu sagt upp Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. október 2025 10:39 Sigurgeir Brynjar segir söluna á Þórunni Sveinsdóttur vera lið í lækkun skulda eftir að ríkisstjórnin setti áform félagsins í uppnám með hækkun veiðigjalda. Vísir/Sigurjón Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur selt skipið Þórunni Sveinsdóttur VE-401 til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Tuttugu manna áhöfn þess verður í kjölfarið sagt upp. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir söluna lið í lækkun skulda eftir að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur kollvarpaði áformum félagsins með hækkun veiðigjalda. Greint er frá sölunni í tilkynningu á vef Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum (VSV) en þar kemur fram að samningurinn sé undirritaður með fyrirvara um forkaupsrétt Vestmannaeyjabæjar. Skipið verður afhent nýjum eigendum í mars og munu stjórnendur og stjórn Vinnslustöðvarinnar fara yfir næstu skref félagsins í kjölfar sölunnar. Í tilkynningunni segir að Vinnslustöðin hafi áformað nýsmíði skipa í stað Kap og Drangavíkur, sem bæði eru komin til ára sinna og að félagið áformaði nýbyggingu botnfiskvinnslu sinnar. Kaup á Leo Seafood árið 2023 hafi frestað frekari fjárfestingum í botnfiskvinnslu og kaup á Þórunni Sveinsdóttur tryggt rekstraröryggi botnfiskveiða þar til ný skip væru tekin í notkun. „Öllum þessum áformum Vinnslustöðvarinnar hefur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur nú kollvarpað,“ segir í tilkynningunni. Síðan Vinnslustöðin keypti Leo Seafood og Ós hafi stjórnvöld lögfest liðlega tvöföldun veiðigjalda. Í tilfelli Óss hækki veiðigjöld um liðlega 120 milljónir króna og fyrir samstæðu Vinnslustöðvarinnar um 850 milljónir króna þegar þau verði að fullu fram komin. Sigurgeir segir að sala Þórunnar Sveinsdóttur sé liður í lækkun skulda félagsins og auk þess hafi verið hætt við áform um nýsmíði botnfiskskipa. Áform um lokun Leo Seafood hafi verið kynnt með uppsögn allra starfsmanna félagsins, en nokkrir fengið endurráðningu hjá Vinnslustöðinni. „Þetta er allt hið sorglegasta mál og þvert á stefnu Vinnslustöðvarinnar, og það sem áður hefur verið sagt. Okkar stefna var að byggja upp traust og öflugt atvinnulíf í Eyjum, samfélaginu sem og þjóðinni allri til hagsbóta. En við förum ekki með lagasetningarvaldið og verðum að hlíta því. Eina sem við getum gert er að bregðast við og það erum við að gera með þessum ráðstöfunum sem bitnar á saklausu fólki, samfélaginu í Eyjum og að lokum á þjóðinni allri,“ segir í tilkynningunni. Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Vestmannaeyjar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tímamót Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Atvinnuvegaráðherra segir fréttir af lokun fiskvinnslunnar Leo Seafood í Vestmannaeyjum ekki koma alveg á óvart, þó alltaf sé erfitt að heyra svona fréttir. Hún segir Vinnslustöðina seilast langt með því að kenna hækkun veiðigjalda um. 2. september 2025 12:53 Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gerir ráð fyrir að fleiri fyrirtæki þurfi að ráðast í uppsagnir á næstunni vegna hækkunar veiðigjalda, líkt og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gerði fyrir helgi. Mikilvægt sé að halda fiskvinnslunum hér á landi. 31. ágúst 2025 12:27 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Greint er frá sölunni í tilkynningu á vef Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum (VSV) en þar kemur fram að samningurinn sé undirritaður með fyrirvara um forkaupsrétt Vestmannaeyjabæjar. Skipið verður afhent nýjum eigendum í mars og munu stjórnendur og stjórn Vinnslustöðvarinnar fara yfir næstu skref félagsins í kjölfar sölunnar. Í tilkynningunni segir að Vinnslustöðin hafi áformað nýsmíði skipa í stað Kap og Drangavíkur, sem bæði eru komin til ára sinna og að félagið áformaði nýbyggingu botnfiskvinnslu sinnar. Kaup á Leo Seafood árið 2023 hafi frestað frekari fjárfestingum í botnfiskvinnslu og kaup á Þórunni Sveinsdóttur tryggt rekstraröryggi botnfiskveiða þar til ný skip væru tekin í notkun. „Öllum þessum áformum Vinnslustöðvarinnar hefur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur nú kollvarpað,“ segir í tilkynningunni. Síðan Vinnslustöðin keypti Leo Seafood og Ós hafi stjórnvöld lögfest liðlega tvöföldun veiðigjalda. Í tilfelli Óss hækki veiðigjöld um liðlega 120 milljónir króna og fyrir samstæðu Vinnslustöðvarinnar um 850 milljónir króna þegar þau verði að fullu fram komin. Sigurgeir segir að sala Þórunnar Sveinsdóttur sé liður í lækkun skulda félagsins og auk þess hafi verið hætt við áform um nýsmíði botnfiskskipa. Áform um lokun Leo Seafood hafi verið kynnt með uppsögn allra starfsmanna félagsins, en nokkrir fengið endurráðningu hjá Vinnslustöðinni. „Þetta er allt hið sorglegasta mál og þvert á stefnu Vinnslustöðvarinnar, og það sem áður hefur verið sagt. Okkar stefna var að byggja upp traust og öflugt atvinnulíf í Eyjum, samfélaginu sem og þjóðinni allri til hagsbóta. En við förum ekki með lagasetningarvaldið og verðum að hlíta því. Eina sem við getum gert er að bregðast við og það erum við að gera með þessum ráðstöfunum sem bitnar á saklausu fólki, samfélaginu í Eyjum og að lokum á þjóðinni allri,“ segir í tilkynningunni.
Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Vestmannaeyjar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tímamót Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Atvinnuvegaráðherra segir fréttir af lokun fiskvinnslunnar Leo Seafood í Vestmannaeyjum ekki koma alveg á óvart, þó alltaf sé erfitt að heyra svona fréttir. Hún segir Vinnslustöðina seilast langt með því að kenna hækkun veiðigjalda um. 2. september 2025 12:53 Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gerir ráð fyrir að fleiri fyrirtæki þurfi að ráðast í uppsagnir á næstunni vegna hækkunar veiðigjalda, líkt og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gerði fyrir helgi. Mikilvægt sé að halda fiskvinnslunum hér á landi. 31. ágúst 2025 12:27 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Atvinnuvegaráðherra segir fréttir af lokun fiskvinnslunnar Leo Seafood í Vestmannaeyjum ekki koma alveg á óvart, þó alltaf sé erfitt að heyra svona fréttir. Hún segir Vinnslustöðina seilast langt með því að kenna hækkun veiðigjalda um. 2. september 2025 12:53
Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gerir ráð fyrir að fleiri fyrirtæki þurfi að ráðast í uppsagnir á næstunni vegna hækkunar veiðigjalda, líkt og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gerði fyrir helgi. Mikilvægt sé að halda fiskvinnslunum hér á landi. 31. ágúst 2025 12:27