Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. október 2025 08:44 Andrés prins er yngstri bróðir Karls III. EPA Almenningur og þingmenn á Bretlandseyjum krefjast þess nú að gripið verði til aðgerða vegna framgöngu Andrésar Bretaprins, sem hefur verið viðriðin hvert hneykslismálið á fætur öðru. Greint var frá því á föstudag að Andrés hefði afsalað sér öllum titlum vegna uppljóstrana í nýútkominni bók Virginiu Giuffre, þar sem hún lýsir meintum kynnum sínum af prinsinum og þeim kynlífsathöfnum sem hún var látin taka þátt í með honum þegar hún var aðeins 17 ára. Andrés heldur titlinum „prins“, þar sem hann fékk hann við fæðingu sem sonur Elísabetar II en kallað hefur verið eftir því að þingið eða konungurinn fái heimild til að breyta því. Staða Andrésar versnaði enn um helgina þegar Mail on Sunday birti skilaboð sem prinsinn sendi til Ed Perkins, aðstoðar fjölmiðlafulltrúa drottningarinnar, árið 2011. Þar sagðist hann hafa falið einum af lífvörðum sínum að afla upplýsinga um Giuffre. Prinsinn er sagður hafa fengið lífverðinum fæðingardag Giuffre og persónunúmer en skilaboðin til Perkins voru send aðeins klukkustundum áður en alræmd mynd af honum og Giuffre var birt opinberlega. Þá hefur Mail on Sunday einnig undir höndum tölvupóst sem virðist gefa til kynna að Sarah Ferguson, fyrrverandi eiginkona Andrésar, hafi heimsótt Jeffrey Epstein í New York ásamt dætrum sínum eftir að honum var sleppt úr fangelsi. Yfir þúsund manns eru sagðir hafa ritað þingmönnum sínum bréf yfir helgina og hvatt til rannsóknar á tengslum Andrésar og konungsfjölskyldunnar við Epstein, annað hvort að hálfu þingsins eða óháðs aðila. Sumir krefjast lögreglurannsóknar. Lögregluyfirvöld í Lundúnum segjast hafa hafið rannsókn á ásökununum sem birtust í Mail on Sunday en Graham Smith, einn af talsmönnum baráttusamtakanna Republic, segir því ósvarað hvers vegna lögreglan hefur ekki rannsakað aðrar ásakanir gegn Andrési. Þá segir hann ekki trúanlegt að konungsfjölskyldan hafi ekki verið látin vita af beiðni prinsins til lífvarðarins. George Foulkes, þingmaður Verkamannaflokksins, hefur óskað eftir endurskoðun á reglum þingsins sem banna þingmönnum að spyrja spurninga er varða konungsfjölskylduna. Bretland Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Greint var frá því á föstudag að Andrés hefði afsalað sér öllum titlum vegna uppljóstrana í nýútkominni bók Virginiu Giuffre, þar sem hún lýsir meintum kynnum sínum af prinsinum og þeim kynlífsathöfnum sem hún var látin taka þátt í með honum þegar hún var aðeins 17 ára. Andrés heldur titlinum „prins“, þar sem hann fékk hann við fæðingu sem sonur Elísabetar II en kallað hefur verið eftir því að þingið eða konungurinn fái heimild til að breyta því. Staða Andrésar versnaði enn um helgina þegar Mail on Sunday birti skilaboð sem prinsinn sendi til Ed Perkins, aðstoðar fjölmiðlafulltrúa drottningarinnar, árið 2011. Þar sagðist hann hafa falið einum af lífvörðum sínum að afla upplýsinga um Giuffre. Prinsinn er sagður hafa fengið lífverðinum fæðingardag Giuffre og persónunúmer en skilaboðin til Perkins voru send aðeins klukkustundum áður en alræmd mynd af honum og Giuffre var birt opinberlega. Þá hefur Mail on Sunday einnig undir höndum tölvupóst sem virðist gefa til kynna að Sarah Ferguson, fyrrverandi eiginkona Andrésar, hafi heimsótt Jeffrey Epstein í New York ásamt dætrum sínum eftir að honum var sleppt úr fangelsi. Yfir þúsund manns eru sagðir hafa ritað þingmönnum sínum bréf yfir helgina og hvatt til rannsóknar á tengslum Andrésar og konungsfjölskyldunnar við Epstein, annað hvort að hálfu þingsins eða óháðs aðila. Sumir krefjast lögreglurannsóknar. Lögregluyfirvöld í Lundúnum segjast hafa hafið rannsókn á ásökununum sem birtust í Mail on Sunday en Graham Smith, einn af talsmönnum baráttusamtakanna Republic, segir því ósvarað hvers vegna lögreglan hefur ekki rannsakað aðrar ásakanir gegn Andrési. Þá segir hann ekki trúanlegt að konungsfjölskyldan hafi ekki verið látin vita af beiðni prinsins til lífvarðarins. George Foulkes, þingmaður Verkamannaflokksins, hefur óskað eftir endurskoðun á reglum þingsins sem banna þingmönnum að spyrja spurninga er varða konungsfjölskylduna.
Bretland Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira