Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. október 2025 08:44 Andrés prins er yngstri bróðir Karls III. EPA Almenningur og þingmenn á Bretlandseyjum krefjast þess nú að gripið verði til aðgerða vegna framgöngu Andrésar Bretaprins, sem hefur verið viðriðin hvert hneykslismálið á fætur öðru. Greint var frá því á föstudag að Andrés hefði afsalað sér öllum titlum vegna uppljóstrana í nýútkominni bók Virginiu Giuffre, þar sem hún lýsir meintum kynnum sínum af prinsinum og þeim kynlífsathöfnum sem hún var látin taka þátt í með honum þegar hún var aðeins 17 ára. Andrés heldur titlinum „prins“, þar sem hann fékk hann við fæðingu sem sonur Elísabetar II en kallað hefur verið eftir því að þingið eða konungurinn fái heimild til að breyta því. Staða Andrésar versnaði enn um helgina þegar Mail on Sunday birti skilaboð sem prinsinn sendi til Ed Perkins, aðstoðar fjölmiðlafulltrúa drottningarinnar, árið 2011. Þar sagðist hann hafa falið einum af lífvörðum sínum að afla upplýsinga um Giuffre. Prinsinn er sagður hafa fengið lífverðinum fæðingardag Giuffre og persónunúmer en skilaboðin til Perkins voru send aðeins klukkustundum áður en alræmd mynd af honum og Giuffre var birt opinberlega. Þá hefur Mail on Sunday einnig undir höndum tölvupóst sem virðist gefa til kynna að Sarah Ferguson, fyrrverandi eiginkona Andrésar, hafi heimsótt Jeffrey Epstein í New York ásamt dætrum sínum eftir að honum var sleppt úr fangelsi. Yfir þúsund manns eru sagðir hafa ritað þingmönnum sínum bréf yfir helgina og hvatt til rannsóknar á tengslum Andrésar og konungsfjölskyldunnar við Epstein, annað hvort að hálfu þingsins eða óháðs aðila. Sumir krefjast lögreglurannsóknar. Lögregluyfirvöld í Lundúnum segjast hafa hafið rannsókn á ásökununum sem birtust í Mail on Sunday en Graham Smith, einn af talsmönnum baráttusamtakanna Republic, segir því ósvarað hvers vegna lögreglan hefur ekki rannsakað aðrar ásakanir gegn Andrési. Þá segir hann ekki trúanlegt að konungsfjölskyldan hafi ekki verið látin vita af beiðni prinsins til lífvarðarins. George Foulkes, þingmaður Verkamannaflokksins, hefur óskað eftir endurskoðun á reglum þingsins sem banna þingmönnum að spyrja spurninga er varða konungsfjölskylduna. Bretland Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Greint var frá því á föstudag að Andrés hefði afsalað sér öllum titlum vegna uppljóstrana í nýútkominni bók Virginiu Giuffre, þar sem hún lýsir meintum kynnum sínum af prinsinum og þeim kynlífsathöfnum sem hún var látin taka þátt í með honum þegar hún var aðeins 17 ára. Andrés heldur titlinum „prins“, þar sem hann fékk hann við fæðingu sem sonur Elísabetar II en kallað hefur verið eftir því að þingið eða konungurinn fái heimild til að breyta því. Staða Andrésar versnaði enn um helgina þegar Mail on Sunday birti skilaboð sem prinsinn sendi til Ed Perkins, aðstoðar fjölmiðlafulltrúa drottningarinnar, árið 2011. Þar sagðist hann hafa falið einum af lífvörðum sínum að afla upplýsinga um Giuffre. Prinsinn er sagður hafa fengið lífverðinum fæðingardag Giuffre og persónunúmer en skilaboðin til Perkins voru send aðeins klukkustundum áður en alræmd mynd af honum og Giuffre var birt opinberlega. Þá hefur Mail on Sunday einnig undir höndum tölvupóst sem virðist gefa til kynna að Sarah Ferguson, fyrrverandi eiginkona Andrésar, hafi heimsótt Jeffrey Epstein í New York ásamt dætrum sínum eftir að honum var sleppt úr fangelsi. Yfir þúsund manns eru sagðir hafa ritað þingmönnum sínum bréf yfir helgina og hvatt til rannsóknar á tengslum Andrésar og konungsfjölskyldunnar við Epstein, annað hvort að hálfu þingsins eða óháðs aðila. Sumir krefjast lögreglurannsóknar. Lögregluyfirvöld í Lundúnum segjast hafa hafið rannsókn á ásökununum sem birtust í Mail on Sunday en Graham Smith, einn af talsmönnum baráttusamtakanna Republic, segir því ósvarað hvers vegna lögreglan hefur ekki rannsakað aðrar ásakanir gegn Andrési. Þá segir hann ekki trúanlegt að konungsfjölskyldan hafi ekki verið látin vita af beiðni prinsins til lífvarðarins. George Foulkes, þingmaður Verkamannaflokksins, hefur óskað eftir endurskoðun á reglum þingsins sem banna þingmönnum að spyrja spurninga er varða konungsfjölskylduna.
Bretland Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira