Innlent

Dró upp hníf í mið­bænum

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði nóg að gera í nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði nóg að gera í nótt. Vísir/Ívar Fannar

Lögregla var kölluð til vegna manns í miðbæ Reykjavíkur sem var í mjög annarlegu ástandi og hafði dregið upp hníf. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa, en ekkert samband náðist við hann vegna vímuástands.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Tilkynnt var um húsbrot þar sem maður hafði hlaupið inn i íbúð og læst sig inni á salerni. Maðurinn neitaði að koma út og fara úr íbúðinni og neyddust íbúar þannig til að kalla til lögreglu.

Einnig var tilkynnt um líkamsárás þar sem maður hafði ráðist á konu sem var að koma úr bíl sínum. Konan kallaði á hjálp en maðurinn hafði þá hlaupið á brott, og er málið í rannsókn.

Þá var ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og ölvunarakstur. Reyndist maðurinn sviptur ökuréttindum og var hann með fíkniefni og hníf í fórum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×