„Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 17. október 2025 13:04 Alma Ýr formaður ÖBÍ segir allt of marga falla í fátæktargildruna hér á landi. Vísir/Anton Brink Fátæktargildra, sem Öryrkjabandalagið kom upp fyrir utan Alþingishúsið í morgun, var fjarlægð af lögreglu um einni og hálfri klukkustund síðar. Formaður bandalagsins segir samfélagið þurfa að taka afstöðu til þess hvort það samþykki að hluti þess búi við fátækt. Gildran, sem er stór viðarkassi, var sett upp fyrir utan Alþingishúsið í morgun til að vekja athygli á því að þriðjungur örorkulífeyrisþega búi við fátækt. „Við erum með táknrænan gjörning, birtingarmynd þess að í þessu samfélagi er fátækt eins og í öðrum samfélögum. Í dag er alþjóðlegur dagur gegn fátækt og þetta er fátæktargildra sem allt of margir í íslensku samfélagi falla í,“ sagði Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, þegar verið var að fjarlægja gildruna á Austurvelli í morgun. Starfsmaður borgarinnar hérna áðan var ekkert sérlega sáttur við þetta uppátæki? „Nei, nei. Ég skil það svo sem alveg og maður ber virðingu fyrir því. Við erum bara mjög ánægð að hafa fengið samt sem áður að ná því sem við náðum,“ segir Alma. „Hún fékk samt sinn tíma sem var mjög gott og við erum mjög ánægð og þakklát fyrir það. Það eru mjög margir búnir að labba fram hjá og sjá en hún verður svo í Smáralindinni núna um helgina þar sem fólki gefst kostur á að kynna sér betur af hverju við erum að benda á þetta. Í dag má segja að níu prósent allra íslenskra þegna búi við fátækt. Þar af er einn af hverjum þremur örorkulífeyrisþegi eða fatlað fólk.“ Alma bendir á að samkvæmt rannsókn sem Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, vann fyrir ÖBÍ, búi 33 prósent örorkulífeyristaka við fátækt. Tæp 40 prósent þeirra hafi neyðst til að sleppa afmælis- eða jólagjöfum og tæp 70 prósent ráði ekki við óvænt 80 þúsund króna útgjöld nema með skuldsetningu. „Við erum ekki bara að ná til stjórnvalda heldur erum við líka að ná til samfélagsins alls því ef við sem samfélag samþykkjum það að búa í samfélagi sem upprætir ekki fátækt þá erum við ekki á góðri leið.“ Málefni fatlaðs fólks Kjaramál Alþingi Lögreglumál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira
Gildran, sem er stór viðarkassi, var sett upp fyrir utan Alþingishúsið í morgun til að vekja athygli á því að þriðjungur örorkulífeyrisþega búi við fátækt. „Við erum með táknrænan gjörning, birtingarmynd þess að í þessu samfélagi er fátækt eins og í öðrum samfélögum. Í dag er alþjóðlegur dagur gegn fátækt og þetta er fátæktargildra sem allt of margir í íslensku samfélagi falla í,“ sagði Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, þegar verið var að fjarlægja gildruna á Austurvelli í morgun. Starfsmaður borgarinnar hérna áðan var ekkert sérlega sáttur við þetta uppátæki? „Nei, nei. Ég skil það svo sem alveg og maður ber virðingu fyrir því. Við erum bara mjög ánægð að hafa fengið samt sem áður að ná því sem við náðum,“ segir Alma. „Hún fékk samt sinn tíma sem var mjög gott og við erum mjög ánægð og þakklát fyrir það. Það eru mjög margir búnir að labba fram hjá og sjá en hún verður svo í Smáralindinni núna um helgina þar sem fólki gefst kostur á að kynna sér betur af hverju við erum að benda á þetta. Í dag má segja að níu prósent allra íslenskra þegna búi við fátækt. Þar af er einn af hverjum þremur örorkulífeyrisþegi eða fatlað fólk.“ Alma bendir á að samkvæmt rannsókn sem Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, vann fyrir ÖBÍ, búi 33 prósent örorkulífeyristaka við fátækt. Tæp 40 prósent þeirra hafi neyðst til að sleppa afmælis- eða jólagjöfum og tæp 70 prósent ráði ekki við óvænt 80 þúsund króna útgjöld nema með skuldsetningu. „Við erum ekki bara að ná til stjórnvalda heldur erum við líka að ná til samfélagsins alls því ef við sem samfélag samþykkjum það að búa í samfélagi sem upprætir ekki fátækt þá erum við ekki á góðri leið.“
Málefni fatlaðs fólks Kjaramál Alþingi Lögreglumál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira