„Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 17. október 2025 13:04 Alma Ýr formaður ÖBÍ segir allt of marga falla í fátæktargildruna hér á landi. Vísir/Anton Brink Fátæktargildra, sem Öryrkjabandalagið kom upp fyrir utan Alþingishúsið í morgun, var fjarlægð af lögreglu um einni og hálfri klukkustund síðar. Formaður bandalagsins segir samfélagið þurfa að taka afstöðu til þess hvort það samþykki að hluti þess búi við fátækt. Gildran, sem er stór viðarkassi, var sett upp fyrir utan Alþingishúsið í morgun til að vekja athygli á því að þriðjungur örorkulífeyrisþega búi við fátækt. „Við erum með táknrænan gjörning, birtingarmynd þess að í þessu samfélagi er fátækt eins og í öðrum samfélögum. Í dag er alþjóðlegur dagur gegn fátækt og þetta er fátæktargildra sem allt of margir í íslensku samfélagi falla í,“ sagði Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, þegar verið var að fjarlægja gildruna á Austurvelli í morgun. Starfsmaður borgarinnar hérna áðan var ekkert sérlega sáttur við þetta uppátæki? „Nei, nei. Ég skil það svo sem alveg og maður ber virðingu fyrir því. Við erum bara mjög ánægð að hafa fengið samt sem áður að ná því sem við náðum,“ segir Alma. „Hún fékk samt sinn tíma sem var mjög gott og við erum mjög ánægð og þakklát fyrir það. Það eru mjög margir búnir að labba fram hjá og sjá en hún verður svo í Smáralindinni núna um helgina þar sem fólki gefst kostur á að kynna sér betur af hverju við erum að benda á þetta. Í dag má segja að níu prósent allra íslenskra þegna búi við fátækt. Þar af er einn af hverjum þremur örorkulífeyrisþegi eða fatlað fólk.“ Alma bendir á að samkvæmt rannsókn sem Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, vann fyrir ÖBÍ, búi 33 prósent örorkulífeyristaka við fátækt. Tæp 40 prósent þeirra hafi neyðst til að sleppa afmælis- eða jólagjöfum og tæp 70 prósent ráði ekki við óvænt 80 þúsund króna útgjöld nema með skuldsetningu. „Við erum ekki bara að ná til stjórnvalda heldur erum við líka að ná til samfélagsins alls því ef við sem samfélag samþykkjum það að búa í samfélagi sem upprætir ekki fátækt þá erum við ekki á góðri leið.“ Málefni fatlaðs fólks Kjaramál Alþingi Lögreglumál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Sjá meira
Gildran, sem er stór viðarkassi, var sett upp fyrir utan Alþingishúsið í morgun til að vekja athygli á því að þriðjungur örorkulífeyrisþega búi við fátækt. „Við erum með táknrænan gjörning, birtingarmynd þess að í þessu samfélagi er fátækt eins og í öðrum samfélögum. Í dag er alþjóðlegur dagur gegn fátækt og þetta er fátæktargildra sem allt of margir í íslensku samfélagi falla í,“ sagði Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, þegar verið var að fjarlægja gildruna á Austurvelli í morgun. Starfsmaður borgarinnar hérna áðan var ekkert sérlega sáttur við þetta uppátæki? „Nei, nei. Ég skil það svo sem alveg og maður ber virðingu fyrir því. Við erum bara mjög ánægð að hafa fengið samt sem áður að ná því sem við náðum,“ segir Alma. „Hún fékk samt sinn tíma sem var mjög gott og við erum mjög ánægð og þakklát fyrir það. Það eru mjög margir búnir að labba fram hjá og sjá en hún verður svo í Smáralindinni núna um helgina þar sem fólki gefst kostur á að kynna sér betur af hverju við erum að benda á þetta. Í dag má segja að níu prósent allra íslenskra þegna búi við fátækt. Þar af er einn af hverjum þremur örorkulífeyrisþegi eða fatlað fólk.“ Alma bendir á að samkvæmt rannsókn sem Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, vann fyrir ÖBÍ, búi 33 prósent örorkulífeyristaka við fátækt. Tæp 40 prósent þeirra hafi neyðst til að sleppa afmælis- eða jólagjöfum og tæp 70 prósent ráði ekki við óvænt 80 þúsund króna útgjöld nema með skuldsetningu. „Við erum ekki bara að ná til stjórnvalda heldur erum við líka að ná til samfélagsins alls því ef við sem samfélag samþykkjum það að búa í samfélagi sem upprætir ekki fátækt þá erum við ekki á góðri leið.“
Málefni fatlaðs fólks Kjaramál Alþingi Lögreglumál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Sjá meira