Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2025 09:02 Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, vill halda þjóðfund um menntamál. Vísir/Vilhelm Formaður Kennarasambandsins kallar eftir heildstæðri umræðu um framtíð menntamála á Íslandi og telur tilefni til að halda þjóðfund um málið. Framtíð landsins sé þegar í mótun innan menntakerfisins og því sé ærið tilefni til að þjóðin eigi samtal um hvernig móta megi framtíðina í sameiningu, einkum í ljósi þeirra áskorana sem blasi við í menntakerfinu. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, skrifar grein um framtíð menntamála á Vísi í morgun auk þess sem hann var til viðtals um málið í Bítið á Bylgjunni í morgun. Framtíð landsins þegar í mótun innan menntakerfisins „Það hefur verið mikil umræða um menntamál bara síðustu tvö árin til dæmis,“ segir Magnús Þór. Bæði fjölmiðlar og kennarar hafi verið duglegir við að halda umræðu um menntamál á lofti. Umræðan snúist hins vegar oft um einstaka uppákomur eða atriði sem betur megi fara, en nú vilji sambandið hefja stærra samtal um heildarsamhengið í menntamálum. „Okkur langar núna, hjá Kennarasambandinu og erum í dag kannski að ýta formlega úr vör og kalla eftir umræðu sem við köllum að móta framtíðina saman,“ segir Magnús Þór. „Framtíðin eftir tuttugu ár, við erum byrjuð að leggja grunn að henni inni í leik-, grunn-, framhalds-, og tónlistarskólunum og við höfum kallað eftir heildstæðri umræðu.“ Kennarasambandið sé ekki að ráðast í undirbúning á sérstökum þjóðfundi sem slíkum á þessu stigi, heldur kalla eftir allsherjar samtali um menntamál, við stjórnvöld og við þjóðina, um framtíðina og þann veruleika sem blasi við í menntamálum í dag og hvernig skuli bregðast við. „Þar auðvitað þekkjum við þetta þjóðfundarform. Það var hér þjóðfundur fljótlega upp úr hruninu sem að mér finnst við geta byggt töluvert mikið á. Menntamálafundurinn var bara mjög vel heppnaður og má alveg segja að hann hafi lagt grunn að ákveðnum þáttum sem við erum jafnvel enn að byggja á. Þannig einhvers konar þjóðfundur, hvernig sem það form væri, er eitthvað sem við erum að horfa til,“ segir Magnús Þór. Fjárfesting frekar en útgjöld Í grein sinni á Vísi bendir Magnús jafnframt á að ekki eigi líta á menntun sem útgjöld að hans mati, heldur sem fjárfestingu. „Í kjölfar langrar baráttu fyrir jöfnuði, virðingu og bættum kjörum hefur íslensk kennarastétt sýnt að samstaðan er hennar sterkasta afl. Hún er afl sem getur breytt viðhorfum, skilað árangri og skapað nýja framtíðarsýn,“ skrifar Magnús meðal annars. „Við leggjum mikla áherslu á að samfélagið í heild sé hluti af þeirri samstöðu. Að samfélagið haldi áfram að standa með kennurum, styðji við menntun og minni okkur á að hvert barn sem fær tækifæri til að blómstra er sigur fyrir allt samfélagið.“ Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Kjaramál Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira
Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, skrifar grein um framtíð menntamála á Vísi í morgun auk þess sem hann var til viðtals um málið í Bítið á Bylgjunni í morgun. Framtíð landsins þegar í mótun innan menntakerfisins „Það hefur verið mikil umræða um menntamál bara síðustu tvö árin til dæmis,“ segir Magnús Þór. Bæði fjölmiðlar og kennarar hafi verið duglegir við að halda umræðu um menntamál á lofti. Umræðan snúist hins vegar oft um einstaka uppákomur eða atriði sem betur megi fara, en nú vilji sambandið hefja stærra samtal um heildarsamhengið í menntamálum. „Okkur langar núna, hjá Kennarasambandinu og erum í dag kannski að ýta formlega úr vör og kalla eftir umræðu sem við köllum að móta framtíðina saman,“ segir Magnús Þór. „Framtíðin eftir tuttugu ár, við erum byrjuð að leggja grunn að henni inni í leik-, grunn-, framhalds-, og tónlistarskólunum og við höfum kallað eftir heildstæðri umræðu.“ Kennarasambandið sé ekki að ráðast í undirbúning á sérstökum þjóðfundi sem slíkum á þessu stigi, heldur kalla eftir allsherjar samtali um menntamál, við stjórnvöld og við þjóðina, um framtíðina og þann veruleika sem blasi við í menntamálum í dag og hvernig skuli bregðast við. „Þar auðvitað þekkjum við þetta þjóðfundarform. Það var hér þjóðfundur fljótlega upp úr hruninu sem að mér finnst við geta byggt töluvert mikið á. Menntamálafundurinn var bara mjög vel heppnaður og má alveg segja að hann hafi lagt grunn að ákveðnum þáttum sem við erum jafnvel enn að byggja á. Þannig einhvers konar þjóðfundur, hvernig sem það form væri, er eitthvað sem við erum að horfa til,“ segir Magnús Þór. Fjárfesting frekar en útgjöld Í grein sinni á Vísi bendir Magnús jafnframt á að ekki eigi líta á menntun sem útgjöld að hans mati, heldur sem fjárfestingu. „Í kjölfar langrar baráttu fyrir jöfnuði, virðingu og bættum kjörum hefur íslensk kennarastétt sýnt að samstaðan er hennar sterkasta afl. Hún er afl sem getur breytt viðhorfum, skilað árangri og skapað nýja framtíðarsýn,“ skrifar Magnús meðal annars. „Við leggjum mikla áherslu á að samfélagið í heild sé hluti af þeirri samstöðu. Að samfélagið haldi áfram að standa með kennurum, styðji við menntun og minni okkur á að hvert barn sem fær tækifæri til að blómstra er sigur fyrir allt samfélagið.“
Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Kjaramál Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira