Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2025 09:02 Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, vill halda þjóðfund um menntamál. Vísir/Vilhelm Formaður Kennarasambandsins kallar eftir heildstæðri umræðu um framtíð menntamála á Íslandi og telur tilefni til að halda þjóðfund um málið. Framtíð landsins sé þegar í mótun innan menntakerfisins og því sé ærið tilefni til að þjóðin eigi samtal um hvernig móta megi framtíðina í sameiningu, einkum í ljósi þeirra áskorana sem blasi við í menntakerfinu. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, skrifar grein um framtíð menntamála á Vísi í morgun auk þess sem hann var til viðtals um málið í Bítið á Bylgjunni í morgun. Framtíð landsins þegar í mótun innan menntakerfisins „Það hefur verið mikil umræða um menntamál bara síðustu tvö árin til dæmis,“ segir Magnús Þór. Bæði fjölmiðlar og kennarar hafi verið duglegir við að halda umræðu um menntamál á lofti. Umræðan snúist hins vegar oft um einstaka uppákomur eða atriði sem betur megi fara, en nú vilji sambandið hefja stærra samtal um heildarsamhengið í menntamálum. „Okkur langar núna, hjá Kennarasambandinu og erum í dag kannski að ýta formlega úr vör og kalla eftir umræðu sem við köllum að móta framtíðina saman,“ segir Magnús Þór. „Framtíðin eftir tuttugu ár, við erum byrjuð að leggja grunn að henni inni í leik-, grunn-, framhalds-, og tónlistarskólunum og við höfum kallað eftir heildstæðri umræðu.“ Kennarasambandið sé ekki að ráðast í undirbúning á sérstökum þjóðfundi sem slíkum á þessu stigi, heldur kalla eftir allsherjar samtali um menntamál, við stjórnvöld og við þjóðina, um framtíðina og þann veruleika sem blasi við í menntamálum í dag og hvernig skuli bregðast við. „Þar auðvitað þekkjum við þetta þjóðfundarform. Það var hér þjóðfundur fljótlega upp úr hruninu sem að mér finnst við geta byggt töluvert mikið á. Menntamálafundurinn var bara mjög vel heppnaður og má alveg segja að hann hafi lagt grunn að ákveðnum þáttum sem við erum jafnvel enn að byggja á. Þannig einhvers konar þjóðfundur, hvernig sem það form væri, er eitthvað sem við erum að horfa til,“ segir Magnús Þór. Fjárfesting frekar en útgjöld Í grein sinni á Vísi bendir Magnús jafnframt á að ekki eigi líta á menntun sem útgjöld að hans mati, heldur sem fjárfestingu. „Í kjölfar langrar baráttu fyrir jöfnuði, virðingu og bættum kjörum hefur íslensk kennarastétt sýnt að samstaðan er hennar sterkasta afl. Hún er afl sem getur breytt viðhorfum, skilað árangri og skapað nýja framtíðarsýn,“ skrifar Magnús meðal annars. „Við leggjum mikla áherslu á að samfélagið í heild sé hluti af þeirri samstöðu. Að samfélagið haldi áfram að standa með kennurum, styðji við menntun og minni okkur á að hvert barn sem fær tækifæri til að blómstra er sigur fyrir allt samfélagið.“ Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Kjaramál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, skrifar grein um framtíð menntamála á Vísi í morgun auk þess sem hann var til viðtals um málið í Bítið á Bylgjunni í morgun. Framtíð landsins þegar í mótun innan menntakerfisins „Það hefur verið mikil umræða um menntamál bara síðustu tvö árin til dæmis,“ segir Magnús Þór. Bæði fjölmiðlar og kennarar hafi verið duglegir við að halda umræðu um menntamál á lofti. Umræðan snúist hins vegar oft um einstaka uppákomur eða atriði sem betur megi fara, en nú vilji sambandið hefja stærra samtal um heildarsamhengið í menntamálum. „Okkur langar núna, hjá Kennarasambandinu og erum í dag kannski að ýta formlega úr vör og kalla eftir umræðu sem við köllum að móta framtíðina saman,“ segir Magnús Þór. „Framtíðin eftir tuttugu ár, við erum byrjuð að leggja grunn að henni inni í leik-, grunn-, framhalds-, og tónlistarskólunum og við höfum kallað eftir heildstæðri umræðu.“ Kennarasambandið sé ekki að ráðast í undirbúning á sérstökum þjóðfundi sem slíkum á þessu stigi, heldur kalla eftir allsherjar samtali um menntamál, við stjórnvöld og við þjóðina, um framtíðina og þann veruleika sem blasi við í menntamálum í dag og hvernig skuli bregðast við. „Þar auðvitað þekkjum við þetta þjóðfundarform. Það var hér þjóðfundur fljótlega upp úr hruninu sem að mér finnst við geta byggt töluvert mikið á. Menntamálafundurinn var bara mjög vel heppnaður og má alveg segja að hann hafi lagt grunn að ákveðnum þáttum sem við erum jafnvel enn að byggja á. Þannig einhvers konar þjóðfundur, hvernig sem það form væri, er eitthvað sem við erum að horfa til,“ segir Magnús Þór. Fjárfesting frekar en útgjöld Í grein sinni á Vísi bendir Magnús jafnframt á að ekki eigi líta á menntun sem útgjöld að hans mati, heldur sem fjárfestingu. „Í kjölfar langrar baráttu fyrir jöfnuði, virðingu og bættum kjörum hefur íslensk kennarastétt sýnt að samstaðan er hennar sterkasta afl. Hún er afl sem getur breytt viðhorfum, skilað árangri og skapað nýja framtíðarsýn,“ skrifar Magnús meðal annars. „Við leggjum mikla áherslu á að samfélagið í heild sé hluti af þeirri samstöðu. Að samfélagið haldi áfram að standa með kennurum, styðji við menntun og minni okkur á að hvert barn sem fær tækifæri til að blómstra er sigur fyrir allt samfélagið.“
Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Kjaramál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira