Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifa 13. október 2025 11:33 Reykjavíkurborg kynnti nýlega hugmyndir um svokallað „nýtt Reykjavíkurmódel“ í leikskólamálum. Síðan þá hefur mikið verið rætt og ritað um málið – og ekki að ástæðulausu. Stéttarfélög innan Fagfélaganna lýsa yfir miklum áhyggjum af þessum hugmyndum. Félagsfólk okkar vinnur oft langa vinnudaga, og töluverður hluti þess er í vaktavinnu þar sem vinnudagurinn teygir sig langt fram á kvöld. Með fyrirhuguðum breytingum blasir við að margir munu lenda annað hvort í þjónustuskerðingu eða umtalsverðum hækkunum á leikskólagjöldum. Við erum þó sammála því að eitthvað þarf að gera í leikskólamálum – en leiðin sem borgin hefur valið er ekki sú rétta. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og grunnstoð samfélagsins. Það þarf að meta störf leikskólafólks að verðleikum, hækka laun, bæta aðstöðu og fjölga stöðugildum. Það er löngu ljóst að miklar kröfur og álag hafa ýtt undir mönnunarvanda og veikindaforföll. Starfsfólk leikskóla kennir og sér um okkar dýrmætustu verðmæti – börnin okkar – og á skilið að fá greitt í samræmi við þá ábyrgð sem því er falin. Í síðustu kjarasamningum skrifuðu sveitarfélögin undir og lofuðu að halda aftur af gjaldskrárhækkunum. Ljóst er að með þessum breytingum er Reykjavíkurborg að gjörbrjóta það samkomulag. Við viljum einnig benda á að stór hluti félagsfólks okkar eru karlar. Við viljum styðja við og hvetja karla til að taka jafnan þátt í uppeldi og umönnun barna. Við óttumst hins vegar að með þessum breytingum verði bakslag í þeirri baráttu, þar sem vinnutilhögun margra feðra mun einfaldlega útiloka jafna þátttöku. Þá lendir sú ábyrgð aftur í enn meira mæli á konum. Við það verður ekki unað. Við hvetjum Reykjavíkurborg eindregið til að staldra við, hlusta á raddir fólksins sem þetta snertir, og hugsa málið upp á nýtt. Andri er formaður FÍR, Félags íslenskra rafvirkja, og varaformaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Óskar er formaður MATVÍS, Matvæla- og veitingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjavík Mest lesið Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg kynnti nýlega hugmyndir um svokallað „nýtt Reykjavíkurmódel“ í leikskólamálum. Síðan þá hefur mikið verið rætt og ritað um málið – og ekki að ástæðulausu. Stéttarfélög innan Fagfélaganna lýsa yfir miklum áhyggjum af þessum hugmyndum. Félagsfólk okkar vinnur oft langa vinnudaga, og töluverður hluti þess er í vaktavinnu þar sem vinnudagurinn teygir sig langt fram á kvöld. Með fyrirhuguðum breytingum blasir við að margir munu lenda annað hvort í þjónustuskerðingu eða umtalsverðum hækkunum á leikskólagjöldum. Við erum þó sammála því að eitthvað þarf að gera í leikskólamálum – en leiðin sem borgin hefur valið er ekki sú rétta. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og grunnstoð samfélagsins. Það þarf að meta störf leikskólafólks að verðleikum, hækka laun, bæta aðstöðu og fjölga stöðugildum. Það er löngu ljóst að miklar kröfur og álag hafa ýtt undir mönnunarvanda og veikindaforföll. Starfsfólk leikskóla kennir og sér um okkar dýrmætustu verðmæti – börnin okkar – og á skilið að fá greitt í samræmi við þá ábyrgð sem því er falin. Í síðustu kjarasamningum skrifuðu sveitarfélögin undir og lofuðu að halda aftur af gjaldskrárhækkunum. Ljóst er að með þessum breytingum er Reykjavíkurborg að gjörbrjóta það samkomulag. Við viljum einnig benda á að stór hluti félagsfólks okkar eru karlar. Við viljum styðja við og hvetja karla til að taka jafnan þátt í uppeldi og umönnun barna. Við óttumst hins vegar að með þessum breytingum verði bakslag í þeirri baráttu, þar sem vinnutilhögun margra feðra mun einfaldlega útiloka jafna þátttöku. Þá lendir sú ábyrgð aftur í enn meira mæli á konum. Við það verður ekki unað. Við hvetjum Reykjavíkurborg eindregið til að staldra við, hlusta á raddir fólksins sem þetta snertir, og hugsa málið upp á nýtt. Andri er formaður FÍR, Félags íslenskra rafvirkja, og varaformaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Óskar er formaður MATVÍS, Matvæla- og veitingafélags Íslands.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun