Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. október 2025 07:51 Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segir fulla ástæðu til að hafa umtalsverðar áhyggjur af vanfjármögnun lögbundinna verkefna spítalans. Þetta kemur fram í umsögn Landspítalans um fjárlagafrumvarpið 2026 en þar segir meðal annars að þrátt fyrir nýja fjármögnun á sviði geð- og rannsóknarþjónustu, sé nokkurt bil billi fjárþarfar spítalans og þeirra fjárveitinga sem gert er ráð fyrir. Þar muni mestu um ófullnægjandi fjármögnun á nýjum kjarasamningi við lækna, þar sem spítalinn segir vanta um það bil 1,5 milljarð króna upp á, og á nýrri bráðamatsdeild í Fossvogi. Runólfur segir í umsögninni að óumflýjanlega muni þetta koma niður á menntunar- og vísindastarfi spítalans, sem sé miður. Spítalinn muni eftir sem áður leita allra leiða til að halda sig innan fjárheimilda og tryggja að fjárskorturinn komi ekki niður á þjónustu við sjúklinga. Í umsögninni segir að breytt aldurssamsetning þjóðarinnar og mannfjöldaspá til næstu ára kalli á viðvarandi vöxt í starfsemi Landspítalans. Að óbreyttu þurfi fjárveitingar að aukast um að lágmarki 2,7 prósent árlega til að halda í við eftirspurn eftir þjónustu. „Í frumvarpinu eru ýmis ný sérgreind verkefni fjármögnuð, einkum á sviði geðþjónustu en einnig nýjungar innan rannsóknarþjónustu. Þetta er mikilvægur stuðningur við umfangsmikið hlutverk spítalans,“ segir um fjárlagafrumvarpið. Raunvöxtur til Landspítala sé hins vegar 1,8 prósent á rekstrarlið, sem sé lægri en sem nemur fólksfjölgun og þá sé á sama tíma gerð hagræðingarkrafa um 0,7 prósent, sem beint sé að innkaupum á vörum og þjónustu. „Landspítali telur það mat á fjárþörf spítalans sem endurspeglast í frumvarpinu því nokkuð frá brýnni þörf á fjármögnun til að unnt sé að halda úti lögbundnu hlutverki hans.“ Kjarasamningur, viðhald og tækjakaup „Brýnustu liðir“ eru taldir upp í umsögninni, þeirra á meðal áðurnefnd fjármögnun vegna kjarasamnings ríkisins við Læknafélag Íslands og hagræðingarkrafa vegna jafnlaunavottunar og innkaupa á rekstrarvörum og tækjum. Þá er komið inn á skort á samfélagslegum úrræðum sem hamla starfsemi Landspítalans, þar sem segir meðal annars að ein af stærstu áskorunum spítalans sé að geta ekki útskrifað sjúklinga þegar meðferð er lokið. Þótt árangur hafi náðst hafi að meðaltali 86 legurými verið í notkun á dag á þessu ári fyrir einstaklinga sem lokið hafa meðferð. Þar af séu um 31 legurými á bráðadeildum teppt. Þessi þrátláta staða skapi ógn við öryggi sjúklinga og álag á starfsfólk og mönnunarvanda. Í umsögninni er enn fremur lögð áhersla á að að samþykkt verði fjárveiting til að fjármagna hlut Landspítala vegna nýrra eininga, sem metinn sé á um milljarð á ári. Þá segir að brýn viðhaldsverkefni séu framundan sem séu ófjármögnuð, meðal annars lagfæringar á Landakoti, endurnýjun legudeildar á Hringbraut og ýmsar úrbætur í Fossvogi. Auk þess sé mikil uppsöfnuð þörf á endurnýjun tækjabúnaðar og fjölgun tækja, til dæmis línuhraðla til krabbameinsmeðferðar, æðaþræðingatækja, aðgerðaþjarka og fleira. Fjárlagafrumvarp 2026 Landspítalinn Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn Landspítalans um fjárlagafrumvarpið 2026 en þar segir meðal annars að þrátt fyrir nýja fjármögnun á sviði geð- og rannsóknarþjónustu, sé nokkurt bil billi fjárþarfar spítalans og þeirra fjárveitinga sem gert er ráð fyrir. Þar muni mestu um ófullnægjandi fjármögnun á nýjum kjarasamningi við lækna, þar sem spítalinn segir vanta um það bil 1,5 milljarð króna upp á, og á nýrri bráðamatsdeild í Fossvogi. Runólfur segir í umsögninni að óumflýjanlega muni þetta koma niður á menntunar- og vísindastarfi spítalans, sem sé miður. Spítalinn muni eftir sem áður leita allra leiða til að halda sig innan fjárheimilda og tryggja að fjárskorturinn komi ekki niður á þjónustu við sjúklinga. Í umsögninni segir að breytt aldurssamsetning þjóðarinnar og mannfjöldaspá til næstu ára kalli á viðvarandi vöxt í starfsemi Landspítalans. Að óbreyttu þurfi fjárveitingar að aukast um að lágmarki 2,7 prósent árlega til að halda í við eftirspurn eftir þjónustu. „Í frumvarpinu eru ýmis ný sérgreind verkefni fjármögnuð, einkum á sviði geðþjónustu en einnig nýjungar innan rannsóknarþjónustu. Þetta er mikilvægur stuðningur við umfangsmikið hlutverk spítalans,“ segir um fjárlagafrumvarpið. Raunvöxtur til Landspítala sé hins vegar 1,8 prósent á rekstrarlið, sem sé lægri en sem nemur fólksfjölgun og þá sé á sama tíma gerð hagræðingarkrafa um 0,7 prósent, sem beint sé að innkaupum á vörum og þjónustu. „Landspítali telur það mat á fjárþörf spítalans sem endurspeglast í frumvarpinu því nokkuð frá brýnni þörf á fjármögnun til að unnt sé að halda úti lögbundnu hlutverki hans.“ Kjarasamningur, viðhald og tækjakaup „Brýnustu liðir“ eru taldir upp í umsögninni, þeirra á meðal áðurnefnd fjármögnun vegna kjarasamnings ríkisins við Læknafélag Íslands og hagræðingarkrafa vegna jafnlaunavottunar og innkaupa á rekstrarvörum og tækjum. Þá er komið inn á skort á samfélagslegum úrræðum sem hamla starfsemi Landspítalans, þar sem segir meðal annars að ein af stærstu áskorunum spítalans sé að geta ekki útskrifað sjúklinga þegar meðferð er lokið. Þótt árangur hafi náðst hafi að meðaltali 86 legurými verið í notkun á dag á þessu ári fyrir einstaklinga sem lokið hafa meðferð. Þar af séu um 31 legurými á bráðadeildum teppt. Þessi þrátláta staða skapi ógn við öryggi sjúklinga og álag á starfsfólk og mönnunarvanda. Í umsögninni er enn fremur lögð áhersla á að að samþykkt verði fjárveiting til að fjármagna hlut Landspítala vegna nýrra eininga, sem metinn sé á um milljarð á ári. Þá segir að brýn viðhaldsverkefni séu framundan sem séu ófjármögnuð, meðal annars lagfæringar á Landakoti, endurnýjun legudeildar á Hringbraut og ýmsar úrbætur í Fossvogi. Auk þess sé mikil uppsöfnuð þörf á endurnýjun tækjabúnaðar og fjölgun tækja, til dæmis línuhraðla til krabbameinsmeðferðar, æðaþræðingatækja, aðgerðaþjarka og fleira.
Fjárlagafrumvarp 2026 Landspítalinn Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent