Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. október 2025 21:01 Meirihlutinn hefur talað. Langflestir eru hrifnari af því að einkunnir séu birtar í tölustöfum en bókstöfum samkvæmt nýrri könnun. Getty Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er hlynntur einkunnagjöf í tölustöfum frekar en með bókstöfum samkvæmt nýrri könnun. Innan við þrír af hverjum hundrað eru hrifnir af því að einkunnir í íslenskum skólum séu birtar í bókstöfum. Nemendur sem hafa kynnst hvoru tveggja telja sumir að bókstafirnir séu betri á meðan öðrum þykja tölustafir nákvæmari og sanngjarnari. Í allnokkur ár hafa einkunnir í íslenskum grunnskólum verið gefnar í bókstöfum í stað tölustafa líkt og áður var. Sitt sýnist hverjum um hvort er betra, en samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var dagana 15. til 19. september liggur fyrir nokkuð afdráttarlaus skoðun meirihlutans. Ríflega 88% svarenda finnst að einkunnir í íslenskum skólum eigi að vera birtar í tölustöfum. Innan við tíu prósentum finnst það ekki skipta máli og aðeins 2,6 prósent segjast vilja hafa einkunnir í bókstöfum. Lítill munur er á svörum eftir aldri, þar sem yfirgnæfandi meirihluti í öllum aldurshópum er hrifnari af tölustöfum en bókstöfum, flestir þó á aldrinum 18 til 29 ára og fæstum á aldrinum 40 til 49 ára. Fjöldatölur eru við hvern hóp. Aðeins er greint eftir bakgrunni fyrir þá hópa þar sem 5 eða fleiri svöruðu spurningunni.Maskína Ekki var mikill munur á svörum eftir öðrum breytum heldur. Myndin hér að neðan sýnir hvernig svör dreifðust eftir kyni, aldri, búsetu, menntun, heimilistekjum og afstöðu til stjórnmálaflokka. Íbúar á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi, sem og kjósendur Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna voru þó öllu líklegri til að telja það ekki skipta máli hvort einkunnir séu í tölu- eða bókstöfum, en yfirgnæfandi meirihluti í öllum hópum kveðst hlynntari tölustöfum. Alls svöruðu 990 einstaklingar könnuninni. Líkt og niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna eru svarendur allir 18 ára eða eldri. Fréttastofa fór á stúfana og ræddi við nokkra nemendur í Fjölbrautaskólanum við Ármúla, en þar fá nemendur einkunnir sínar í tölustöfum en ekki í bókstöfum líkt og þeir eru vanir úr grunnskóla. Líkt og heyra má í fréttinni hér að neðan hafa margir nemenda sterka skoðun á því hvort þeim finnst betra, bókstafir eða tölustafir. Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Börn og uppeldi Skoðanakannanir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Í allnokkur ár hafa einkunnir í íslenskum grunnskólum verið gefnar í bókstöfum í stað tölustafa líkt og áður var. Sitt sýnist hverjum um hvort er betra, en samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var dagana 15. til 19. september liggur fyrir nokkuð afdráttarlaus skoðun meirihlutans. Ríflega 88% svarenda finnst að einkunnir í íslenskum skólum eigi að vera birtar í tölustöfum. Innan við tíu prósentum finnst það ekki skipta máli og aðeins 2,6 prósent segjast vilja hafa einkunnir í bókstöfum. Lítill munur er á svörum eftir aldri, þar sem yfirgnæfandi meirihluti í öllum aldurshópum er hrifnari af tölustöfum en bókstöfum, flestir þó á aldrinum 18 til 29 ára og fæstum á aldrinum 40 til 49 ára. Fjöldatölur eru við hvern hóp. Aðeins er greint eftir bakgrunni fyrir þá hópa þar sem 5 eða fleiri svöruðu spurningunni.Maskína Ekki var mikill munur á svörum eftir öðrum breytum heldur. Myndin hér að neðan sýnir hvernig svör dreifðust eftir kyni, aldri, búsetu, menntun, heimilistekjum og afstöðu til stjórnmálaflokka. Íbúar á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi, sem og kjósendur Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna voru þó öllu líklegri til að telja það ekki skipta máli hvort einkunnir séu í tölu- eða bókstöfum, en yfirgnæfandi meirihluti í öllum hópum kveðst hlynntari tölustöfum. Alls svöruðu 990 einstaklingar könnuninni. Líkt og niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna eru svarendur allir 18 ára eða eldri. Fréttastofa fór á stúfana og ræddi við nokkra nemendur í Fjölbrautaskólanum við Ármúla, en þar fá nemendur einkunnir sínar í tölustöfum en ekki í bókstöfum líkt og þeir eru vanir úr grunnskóla. Líkt og heyra má í fréttinni hér að neðan hafa margir nemenda sterka skoðun á því hvort þeim finnst betra, bókstafir eða tölustafir.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Börn og uppeldi Skoðanakannanir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira