Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar 2. október 2025 11:33 „Jafnrétti er eitt þriggja grunngilda Háskóla Íslands og fjölbreytileiki er ein af fjórum áherslum í stefnu skólans. Í þessum grunngildum felst að mismunun á grundvelli kyns, kyngervis, uppruna, litarháttar, fötlunar, kynhneigðar, kynvitundar, kynþáttar, holdafars, aldurs, heilsufars, trúarbragða, skoðana, búsetu, efnahags, þjóðernis eða memmingar er óheimil innan Háskóla Íslands.“ (Stefna HÍ 2021-2026) Þetta eru falleg og metnaðarfull orð en spyrja má: Endurspeglast þessi gildi í runverulegu háskólanámi? Sem foreldri og nemandi við Háskóla Íslands hef ég á eigin skinni fundið að svo er ekki alltaf. Ég á börn sem þurfa að mæta í leik- og grunnskóla kl. 8:30 á morgnana. Sjálf er ég í námskeiðum sem hefjast kl. 8:20 alla morgna og bý ég í um 40 mínútna fjarlægð frá háskólanum, þ.e. þegar umferð er sem mest. Þetta gerir mér nánast ómögulegt að sinna foreldrahlutverkinu og mæta í tíma í skólanum. Þegar engar upptökur af fyrirlestrum eru í boði er þetta ekki bara óþægindi, heldur raunverulegt misrétti. Ég ásamt fleirum í minni stöðu erum sett í verri stöðu en aðrir nemendur, einfaldlega vegna þess að ég er foreldri. Háskólinn sem vill vera leiðandi í jafnréttismálum Háskóli Íslands leggur mikla áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika og talar um að taka beri mið af breytingum í samfélaginu og tryggja að allir hópar hafi jafnan aðgang. Þar ætti að vera ljóst að foreldrar í námi falla undir þann hóp sem þarf að huga sérstaklega að. En í framkvæmd sé ég annað: tímaskipan sem rekst á við skóla- og leikskólatíma barna, engar upptökur og lítið svigrúm fyrir sveigjanleika. Það sem á að vera jafnræði verður að ójafnræði. Lausnin er einföld Það þarf ekki miklar kerfisbreytingar til að bæta þetta. Með því að tryggja upptökur af fyrirlestrum eða annað sveigjanlegt aðgengi væri hægt að koma til móts við foreldra og ekki bara þá. Nemendur sem búa utan höfuðborgarinnar, þeir sem glíma við veikindi eða hafa aðrar skyldur myndu allir hagnast á slíku fyrirkomulagi. Spurningin sem við verðum að velta fyrir okkur Ef jafnrétti er eitt af grunngildum Háskóla Íslands, þá hlytur að vera eðlilegt að spyrja: Eiga foreldra í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi – eða eru falleg orð í stefnu skólans orðin að innihaldslausum loforðum? Mitt svar, byggt á minni reynslu, er að við séum ekki þar enn. Hinsvegar er ekki of seint né flókið að breyta því. Höfundur er móðir og háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
„Jafnrétti er eitt þriggja grunngilda Háskóla Íslands og fjölbreytileiki er ein af fjórum áherslum í stefnu skólans. Í þessum grunngildum felst að mismunun á grundvelli kyns, kyngervis, uppruna, litarháttar, fötlunar, kynhneigðar, kynvitundar, kynþáttar, holdafars, aldurs, heilsufars, trúarbragða, skoðana, búsetu, efnahags, þjóðernis eða memmingar er óheimil innan Háskóla Íslands.“ (Stefna HÍ 2021-2026) Þetta eru falleg og metnaðarfull orð en spyrja má: Endurspeglast þessi gildi í runverulegu háskólanámi? Sem foreldri og nemandi við Háskóla Íslands hef ég á eigin skinni fundið að svo er ekki alltaf. Ég á börn sem þurfa að mæta í leik- og grunnskóla kl. 8:30 á morgnana. Sjálf er ég í námskeiðum sem hefjast kl. 8:20 alla morgna og bý ég í um 40 mínútna fjarlægð frá háskólanum, þ.e. þegar umferð er sem mest. Þetta gerir mér nánast ómögulegt að sinna foreldrahlutverkinu og mæta í tíma í skólanum. Þegar engar upptökur af fyrirlestrum eru í boði er þetta ekki bara óþægindi, heldur raunverulegt misrétti. Ég ásamt fleirum í minni stöðu erum sett í verri stöðu en aðrir nemendur, einfaldlega vegna þess að ég er foreldri. Háskólinn sem vill vera leiðandi í jafnréttismálum Háskóli Íslands leggur mikla áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika og talar um að taka beri mið af breytingum í samfélaginu og tryggja að allir hópar hafi jafnan aðgang. Þar ætti að vera ljóst að foreldrar í námi falla undir þann hóp sem þarf að huga sérstaklega að. En í framkvæmd sé ég annað: tímaskipan sem rekst á við skóla- og leikskólatíma barna, engar upptökur og lítið svigrúm fyrir sveigjanleika. Það sem á að vera jafnræði verður að ójafnræði. Lausnin er einföld Það þarf ekki miklar kerfisbreytingar til að bæta þetta. Með því að tryggja upptökur af fyrirlestrum eða annað sveigjanlegt aðgengi væri hægt að koma til móts við foreldra og ekki bara þá. Nemendur sem búa utan höfuðborgarinnar, þeir sem glíma við veikindi eða hafa aðrar skyldur myndu allir hagnast á slíku fyrirkomulagi. Spurningin sem við verðum að velta fyrir okkur Ef jafnrétti er eitt af grunngildum Háskóla Íslands, þá hlytur að vera eðlilegt að spyrja: Eiga foreldra í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi – eða eru falleg orð í stefnu skólans orðin að innihaldslausum loforðum? Mitt svar, byggt á minni reynslu, er að við séum ekki þar enn. Hinsvegar er ekki of seint né flókið að breyta því. Höfundur er móðir og háskólanemi.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun