Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar 2. október 2025 11:33 „Jafnrétti er eitt þriggja grunngilda Háskóla Íslands og fjölbreytileiki er ein af fjórum áherslum í stefnu skólans. Í þessum grunngildum felst að mismunun á grundvelli kyns, kyngervis, uppruna, litarháttar, fötlunar, kynhneigðar, kynvitundar, kynþáttar, holdafars, aldurs, heilsufars, trúarbragða, skoðana, búsetu, efnahags, þjóðernis eða memmingar er óheimil innan Háskóla Íslands.“ (Stefna HÍ 2021-2026) Þetta eru falleg og metnaðarfull orð en spyrja má: Endurspeglast þessi gildi í runverulegu háskólanámi? Sem foreldri og nemandi við Háskóla Íslands hef ég á eigin skinni fundið að svo er ekki alltaf. Ég á börn sem þurfa að mæta í leik- og grunnskóla kl. 8:30 á morgnana. Sjálf er ég í námskeiðum sem hefjast kl. 8:20 alla morgna og bý ég í um 40 mínútna fjarlægð frá háskólanum, þ.e. þegar umferð er sem mest. Þetta gerir mér nánast ómögulegt að sinna foreldrahlutverkinu og mæta í tíma í skólanum. Þegar engar upptökur af fyrirlestrum eru í boði er þetta ekki bara óþægindi, heldur raunverulegt misrétti. Ég ásamt fleirum í minni stöðu erum sett í verri stöðu en aðrir nemendur, einfaldlega vegna þess að ég er foreldri. Háskólinn sem vill vera leiðandi í jafnréttismálum Háskóli Íslands leggur mikla áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika og talar um að taka beri mið af breytingum í samfélaginu og tryggja að allir hópar hafi jafnan aðgang. Þar ætti að vera ljóst að foreldrar í námi falla undir þann hóp sem þarf að huga sérstaklega að. En í framkvæmd sé ég annað: tímaskipan sem rekst á við skóla- og leikskólatíma barna, engar upptökur og lítið svigrúm fyrir sveigjanleika. Það sem á að vera jafnræði verður að ójafnræði. Lausnin er einföld Það þarf ekki miklar kerfisbreytingar til að bæta þetta. Með því að tryggja upptökur af fyrirlestrum eða annað sveigjanlegt aðgengi væri hægt að koma til móts við foreldra og ekki bara þá. Nemendur sem búa utan höfuðborgarinnar, þeir sem glíma við veikindi eða hafa aðrar skyldur myndu allir hagnast á slíku fyrirkomulagi. Spurningin sem við verðum að velta fyrir okkur Ef jafnrétti er eitt af grunngildum Háskóla Íslands, þá hlytur að vera eðlilegt að spyrja: Eiga foreldra í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi – eða eru falleg orð í stefnu skólans orðin að innihaldslausum loforðum? Mitt svar, byggt á minni reynslu, er að við séum ekki þar enn. Hinsvegar er ekki of seint né flókið að breyta því. Höfundur er móðir og háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
„Jafnrétti er eitt þriggja grunngilda Háskóla Íslands og fjölbreytileiki er ein af fjórum áherslum í stefnu skólans. Í þessum grunngildum felst að mismunun á grundvelli kyns, kyngervis, uppruna, litarháttar, fötlunar, kynhneigðar, kynvitundar, kynþáttar, holdafars, aldurs, heilsufars, trúarbragða, skoðana, búsetu, efnahags, þjóðernis eða memmingar er óheimil innan Háskóla Íslands.“ (Stefna HÍ 2021-2026) Þetta eru falleg og metnaðarfull orð en spyrja má: Endurspeglast þessi gildi í runverulegu háskólanámi? Sem foreldri og nemandi við Háskóla Íslands hef ég á eigin skinni fundið að svo er ekki alltaf. Ég á börn sem þurfa að mæta í leik- og grunnskóla kl. 8:30 á morgnana. Sjálf er ég í námskeiðum sem hefjast kl. 8:20 alla morgna og bý ég í um 40 mínútna fjarlægð frá háskólanum, þ.e. þegar umferð er sem mest. Þetta gerir mér nánast ómögulegt að sinna foreldrahlutverkinu og mæta í tíma í skólanum. Þegar engar upptökur af fyrirlestrum eru í boði er þetta ekki bara óþægindi, heldur raunverulegt misrétti. Ég ásamt fleirum í minni stöðu erum sett í verri stöðu en aðrir nemendur, einfaldlega vegna þess að ég er foreldri. Háskólinn sem vill vera leiðandi í jafnréttismálum Háskóli Íslands leggur mikla áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika og talar um að taka beri mið af breytingum í samfélaginu og tryggja að allir hópar hafi jafnan aðgang. Þar ætti að vera ljóst að foreldrar í námi falla undir þann hóp sem þarf að huga sérstaklega að. En í framkvæmd sé ég annað: tímaskipan sem rekst á við skóla- og leikskólatíma barna, engar upptökur og lítið svigrúm fyrir sveigjanleika. Það sem á að vera jafnræði verður að ójafnræði. Lausnin er einföld Það þarf ekki miklar kerfisbreytingar til að bæta þetta. Með því að tryggja upptökur af fyrirlestrum eða annað sveigjanlegt aðgengi væri hægt að koma til móts við foreldra og ekki bara þá. Nemendur sem búa utan höfuðborgarinnar, þeir sem glíma við veikindi eða hafa aðrar skyldur myndu allir hagnast á slíku fyrirkomulagi. Spurningin sem við verðum að velta fyrir okkur Ef jafnrétti er eitt af grunngildum Háskóla Íslands, þá hlytur að vera eðlilegt að spyrja: Eiga foreldra í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi – eða eru falleg orð í stefnu skólans orðin að innihaldslausum loforðum? Mitt svar, byggt á minni reynslu, er að við séum ekki þar enn. Hinsvegar er ekki of seint né flókið að breyta því. Höfundur er móðir og háskólanemi.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar