Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Agnar Már Másson skrifar 1. október 2025 23:43 Margrét Hrefna Pétursdóttir Facebook Flugöryggissérfræðingur sem vann hjá bæði WOW og Play segir að fyrrnefnda félagið hafi hugsað betur um starfsfólk sitt en hið síðarnefnda. Það hafi einkum orðið ljóst eftir breytingar á stjórn Play í fyrra. Hún sakar stjórnendur Play um að reyna að skilja skuldirnar eftir á Íslandi og hefja rekstur upp á nýtt á Möltu. Margrét Hrefna Pétursdóttir er flugöryggissérfræðingur sem hefur víðtæka reynslu úr flugbransanum og starfaði meðal annars sem gæðastjóri hjá flugfélaginu WOW þegar það var og hét og síðar hjá Play, sem varð gjaldþrota síðasta mánudag. Í færslu á Facebook lýsir hún upplifun sinni af gjaldþroti flugfélaganna tveggja. Margrét sakar stjórnendur Play um að reyna að setja íslenska flugrekstrarleyfið í gjaldþrot og skilja skuldirnar eftir á Íslandi, en hefja rekstur upp á nýtt á Möltu, „ferskir og án þess að þurfa að bera ábyrgð á því sem fór úrskeiðis á Íslandi.“ Í færslu sinni ber hún saman hvernig WOW og Play komu fram við starfsfólk sitt en um 400 starfsmenn Play misstu vinnuna í vikunni vegna gjaldþrotsins. Hún segir að þrátt fyrir gjaldþrot hjá WOW árið 2019 hafi ríkt samheldni meðal starfsfólks, sem allt hafi verið tilbúið að leggja sitt af mörkum til að hjálpa fyrirtækinu yfir erfiða hjalla fram á síðasta dag. Ástæðan hafi verið sú að stjórn félagsins hafi sýnt mannauðinum virðingu og umhyggju. En hjá Play sé sagan önnur. Hún bendir á að áherslur fyrirtækisins hafi breyst eftir stjórnarskipti í mars 2024 og þannig hafi mannauður ekki verið lengur í forgangi. Þvert á móti hafi mannauðsstjóri verið tekinn úr framkvæmdaráði og nýr aðstoðarmaður forstjóra, sem hafi tengst gjaldþroti Bláfugls, fenginn inn í staðinn. Vísar hún væntanlega til ráðningar Sigurðar Arnar Ágústssonar, fyrrverandi forstjóra Bláfugls, í starf framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar Play í apríl 2024. „Það var fyrsta merkið um breyttar áherslur. Skömmu síðar var mannauðurinn tekinn út úr framkvæmdaráði og skilaboðin því skýr: mannauður var ekki talinn eins mikilvægur og fjármál,“ skrifar hún. „Þegar yfirstjórn leggur ekki rækt við fólkið sitt, þá missa þeir salinn, klefann, eða hvaða myndlíkingu úr íþróttunum sem þið viljið nota. Það er nákvæmlega það sem gerðist núna.“ Skuldabréfaeigendur Play á Íslandi sem lögðu félaginu til 2,8 milljarða í lok ágúst keppast nú við að bjarga rekstri dótturfélagsins, Play Europe á Möltu, undir nafninu Fly Play Europe Holdco, sem var stofnað fyrir um mánuði síðan. Sigurður Örn er einmitt skráður forráðamaður Fly Play Europe Holdco. Gjaldþrot Play Play WOW Air Fréttir af flugi Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Margrét Hrefna Pétursdóttir er flugöryggissérfræðingur sem hefur víðtæka reynslu úr flugbransanum og starfaði meðal annars sem gæðastjóri hjá flugfélaginu WOW þegar það var og hét og síðar hjá Play, sem varð gjaldþrota síðasta mánudag. Í færslu á Facebook lýsir hún upplifun sinni af gjaldþroti flugfélaganna tveggja. Margrét sakar stjórnendur Play um að reyna að setja íslenska flugrekstrarleyfið í gjaldþrot og skilja skuldirnar eftir á Íslandi, en hefja rekstur upp á nýtt á Möltu, „ferskir og án þess að þurfa að bera ábyrgð á því sem fór úrskeiðis á Íslandi.“ Í færslu sinni ber hún saman hvernig WOW og Play komu fram við starfsfólk sitt en um 400 starfsmenn Play misstu vinnuna í vikunni vegna gjaldþrotsins. Hún segir að þrátt fyrir gjaldþrot hjá WOW árið 2019 hafi ríkt samheldni meðal starfsfólks, sem allt hafi verið tilbúið að leggja sitt af mörkum til að hjálpa fyrirtækinu yfir erfiða hjalla fram á síðasta dag. Ástæðan hafi verið sú að stjórn félagsins hafi sýnt mannauðinum virðingu og umhyggju. En hjá Play sé sagan önnur. Hún bendir á að áherslur fyrirtækisins hafi breyst eftir stjórnarskipti í mars 2024 og þannig hafi mannauður ekki verið lengur í forgangi. Þvert á móti hafi mannauðsstjóri verið tekinn úr framkvæmdaráði og nýr aðstoðarmaður forstjóra, sem hafi tengst gjaldþroti Bláfugls, fenginn inn í staðinn. Vísar hún væntanlega til ráðningar Sigurðar Arnar Ágústssonar, fyrrverandi forstjóra Bláfugls, í starf framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar Play í apríl 2024. „Það var fyrsta merkið um breyttar áherslur. Skömmu síðar var mannauðurinn tekinn út úr framkvæmdaráði og skilaboðin því skýr: mannauður var ekki talinn eins mikilvægur og fjármál,“ skrifar hún. „Þegar yfirstjórn leggur ekki rækt við fólkið sitt, þá missa þeir salinn, klefann, eða hvaða myndlíkingu úr íþróttunum sem þið viljið nota. Það er nákvæmlega það sem gerðist núna.“ Skuldabréfaeigendur Play á Íslandi sem lögðu félaginu til 2,8 milljarða í lok ágúst keppast nú við að bjarga rekstri dótturfélagsins, Play Europe á Möltu, undir nafninu Fly Play Europe Holdco, sem var stofnað fyrir um mánuði síðan. Sigurður Örn er einmitt skráður forráðamaður Fly Play Europe Holdco.
Gjaldþrot Play Play WOW Air Fréttir af flugi Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira