Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Lovísa Arnardóttir skrifar 30. september 2025 08:40 Vilhjálmur bendir á að eftir þrot Wow hafi flugfargjöld hækkað um 20,6 prósent. Hann telur að það sama muni gerast núna. Vísir/Arnar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir lífeyrissjóðina verða að hugsa vel hvaða áhættufjárfestingum þeir taka þátt í. Hann telur fjárfestingu þeirra á Íslandi of miklar og að hún renni beint út í verðlag. Hann telur líklegt að samhliða hækkun á flugfargjöldum eftir gjaldþrot Play muni verðbólga hækka. Fjórir lífeyrissjóðir tapa um þremur milljörðum á gjaldþroti Play. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir það hafa legið fyrir þegar Play var að hefja rekstur að skiptar skoðanir hafi verið innan lífeyrissjóðanna um að taka þátt. Reksturinn þætti of áhættusamur að mati sumra stjórnenda. Vilhjálmur segir ekkert flugfélag hafa lifað samkeppnina af við Icelandair í sögulega samhengi. Gjaldþrot WOW air árið 2019 hafi til dæmis verið stórt og kostnaðarsamt og 1.100 misst vinnuna þá. Fjallað var um þessa sögu í kvöldfréttum Sýnar í gær. Hægt er að horfa á það að neðan. Þurfi að vanda til verka „Þess vegna held ég að hinir lífeyrissjóðirnir hafi ekki tekið þátt,“ segir Vilhjálmur sem ræddi gjaldþrot Play og fjárfestingu lífeyrissjóðanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að tap lífeyrissjóðanna sé um 3,2 milljarðar. Það sé lífeyrir launafólks. Hann segist gera sér grein fyrir því að lífeyrissjóðirnir þurfi að taka áhættu stundum en þeir þurfi samt sem áður mjög að vanda til verka í áhættufjárfestingum. Vilhjálmur segist hafa rætt við Ólaf Sigurðsson, framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins Birtu, í gær sem hafi sagt honum að tap þeirra væri 0,25 af heildareignum sjóðsins en það sé hægt að snúa því við og segja að 1,7 milljarður sé 170 prósent af rekstrarkostnaði sjóðsins. Þetta tap samsvari því að reka sjóðinn í tæp tvö ár. „Mér finnst menn þurfa að passa sig á því að gera lítið úr því að 3,2 milljarðar af lífeyri launafólks sé lítill í dropi í hafið í stóra samhenginu. Þetta eru miklir fjármunir.“ Ólafur var einnig til viðtals í Reykjavík síðdegis þar sem hann sagði það matsatriði hversu há prósenta er ásættanleg til að verja í áhættufjárfestingu. 0,25 prósent sé mögulega viðunandi. Vilhjálmur segir vandamál lífeyrissjóðanna að þeir eigi átta þúsund milljarða í heildareignum og þar af séu fimm þúsund milljarðar í íslensku hagkerfi. „Við erum bara 400 þúsund og þegar þú ert með fimm þúsund milljarða og ert að leita að fjárfestingu þá geturðu lent í svona dellu eins og þarna hefur átt sér stað,“ segir Vilhjálmur og að hann hafi lengi talað fyrir því að heimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta erlendis verði auknar verulega. Betra að fjárfesta erlendis Í dag sé það um 40 prósent sem megi fjárfesta erlendis en hann vilji hafa þetta hlutfall hærra. Vilhjálmur segir til dæmis „alveg galið“ að lífeyrissjóðirnir eigi um 70 prósent í Festi og Högum í dagvöruverslunum sem verði að varpa því út í verðlagið til að geta skilað lífeyrissjóðunum þeirri ávöxtun sem þeir óska eftir. „Þetta þýðir ekkert annað að vöruverð, bensín, tryggingar, því lífeyrissjóðirnir eiga upp undir 70 prósent í þessum félögum, sem á endanum erum bara við neytendur sjálfir. Sjóðsfélagarnir sjálfir sem eigum þessa fjármuni sem við þurfum að standa undir þessari gríðarlegu miklu ávöxtunarþörf lífeyrissjóðanna,“ segir Vilhjálmur og að þeir geri almennt kröfu um raunávöxtun upp á 3,5 prósent. „Það held ég að sé meginástæðan fyrir því að við erum með mjög hátt vaxtastig á Íslandi. Við erum mjög hátt vöruverð. Það er hluti af þessu vandamáli sem við eigum við að etja.“ Vilhjálmur minnir á að þegar WOW air fór í þrot árið 2019 hafi flugfargjöld hækkað um 20,6 prósent á milli mánaða sem hafi farið beint út í neysluvísitölu í hærri verðbólgu. Vilhjálmur segir líklega það sama gerast núna því samkeppnin er ekki til staðar. Gjaldþrot Play Play Neytendur Verðlag Fréttir af flugi Lífeyrissjóðir Fjármál heimilisins Bítið Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Fjórir lífeyrissjóðir tapa um þremur milljörðum á gjaldþroti Play. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir það hafa legið fyrir þegar Play var að hefja rekstur að skiptar skoðanir hafi verið innan lífeyrissjóðanna um að taka þátt. Reksturinn þætti of áhættusamur að mati sumra stjórnenda. Vilhjálmur segir ekkert flugfélag hafa lifað samkeppnina af við Icelandair í sögulega samhengi. Gjaldþrot WOW air árið 2019 hafi til dæmis verið stórt og kostnaðarsamt og 1.100 misst vinnuna þá. Fjallað var um þessa sögu í kvöldfréttum Sýnar í gær. Hægt er að horfa á það að neðan. Þurfi að vanda til verka „Þess vegna held ég að hinir lífeyrissjóðirnir hafi ekki tekið þátt,“ segir Vilhjálmur sem ræddi gjaldþrot Play og fjárfestingu lífeyrissjóðanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að tap lífeyrissjóðanna sé um 3,2 milljarðar. Það sé lífeyrir launafólks. Hann segist gera sér grein fyrir því að lífeyrissjóðirnir þurfi að taka áhættu stundum en þeir þurfi samt sem áður mjög að vanda til verka í áhættufjárfestingum. Vilhjálmur segist hafa rætt við Ólaf Sigurðsson, framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins Birtu, í gær sem hafi sagt honum að tap þeirra væri 0,25 af heildareignum sjóðsins en það sé hægt að snúa því við og segja að 1,7 milljarður sé 170 prósent af rekstrarkostnaði sjóðsins. Þetta tap samsvari því að reka sjóðinn í tæp tvö ár. „Mér finnst menn þurfa að passa sig á því að gera lítið úr því að 3,2 milljarðar af lífeyri launafólks sé lítill í dropi í hafið í stóra samhenginu. Þetta eru miklir fjármunir.“ Ólafur var einnig til viðtals í Reykjavík síðdegis þar sem hann sagði það matsatriði hversu há prósenta er ásættanleg til að verja í áhættufjárfestingu. 0,25 prósent sé mögulega viðunandi. Vilhjálmur segir vandamál lífeyrissjóðanna að þeir eigi átta þúsund milljarða í heildareignum og þar af séu fimm þúsund milljarðar í íslensku hagkerfi. „Við erum bara 400 þúsund og þegar þú ert með fimm þúsund milljarða og ert að leita að fjárfestingu þá geturðu lent í svona dellu eins og þarna hefur átt sér stað,“ segir Vilhjálmur og að hann hafi lengi talað fyrir því að heimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta erlendis verði auknar verulega. Betra að fjárfesta erlendis Í dag sé það um 40 prósent sem megi fjárfesta erlendis en hann vilji hafa þetta hlutfall hærra. Vilhjálmur segir til dæmis „alveg galið“ að lífeyrissjóðirnir eigi um 70 prósent í Festi og Högum í dagvöruverslunum sem verði að varpa því út í verðlagið til að geta skilað lífeyrissjóðunum þeirri ávöxtun sem þeir óska eftir. „Þetta þýðir ekkert annað að vöruverð, bensín, tryggingar, því lífeyrissjóðirnir eiga upp undir 70 prósent í þessum félögum, sem á endanum erum bara við neytendur sjálfir. Sjóðsfélagarnir sjálfir sem eigum þessa fjármuni sem við þurfum að standa undir þessari gríðarlegu miklu ávöxtunarþörf lífeyrissjóðanna,“ segir Vilhjálmur og að þeir geri almennt kröfu um raunávöxtun upp á 3,5 prósent. „Það held ég að sé meginástæðan fyrir því að við erum með mjög hátt vaxtastig á Íslandi. Við erum mjög hátt vöruverð. Það er hluti af þessu vandamáli sem við eigum við að etja.“ Vilhjálmur minnir á að þegar WOW air fór í þrot árið 2019 hafi flugfargjöld hækkað um 20,6 prósent á milli mánaða sem hafi farið beint út í neysluvísitölu í hærri verðbólgu. Vilhjálmur segir líklega það sama gerast núna því samkeppnin er ekki til staðar.
Gjaldþrot Play Play Neytendur Verðlag Fréttir af flugi Lífeyrissjóðir Fjármál heimilisins Bítið Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira