„Af hverju ertu svona í framan?“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 4. október 2025 06:50 Gunnar vill brýna fyrir fólki, ekki síst þeim sem starfa innan opinbera geirans, að sýna aðgát í nærveru sálar. Aðsend Gunnar Örn Backman lýsir særandi og óviðeigandi framkomu af hálfu lögreglunnar á Akureyri þegar hann var stöðvaður við hefðbundið umferðareftirlit. Gunnar, sem er sjáanlega lamaður öðru megin í andlitinu, segir útlitið ástæðu viðbragðs lögreglu enda vanur fordómum vegna útlits síns. Hann telur mikilvægt að brýna fyrir opinberum starfsmönnum að sýna virðingu og fagmennsku í samskiptum við fólk sem er „öðruvísi.“ Gunnar fæddist með sjúkdóm sem heitir cystic hygroma en útleggst á íslensku sem vessabelgur. Sjúkdómurinn veldur því að sogæðarnar myndast ekki eðlilega sem leiðir til þess að sogæðavökvi safnast saman í blöðrur undir húð, oftast á hálsi eða höfði hjá fóstri eða barni. Ef blöðrurnar eru litlar valda þær oft litlum vandamálum, en ef þær eru stórar, eins og í tilfelli Gunnars, þá geta þær þrengt að öndunarvegi og þurfa þá meðferð, til dæmis skurðaðgerð eða sprautumeðferð. Gunnar fæddist þó ekki með lömun. Hann gekkst undir fjölda aðgerða þegar hann var yngri og segir að talið sé líklegt að mistök hafi orðið í einni aðgerðinni sem hann gekkst undir sem leitt hafi til þess að hann lamaðist í andliti. Inn og út af spítala Gunnar er fæddur í Reykjavík og var af sökum sjúkdómsins meira og minna inn og út af spítala fyrstu æviárin. Þegar hann var fjögurra ára flutti fjölskyldan í Hafnarfjörðinn og þar gekk Gunnar í grunnskóla. „Það hefur oftar en einu sinni verið sagt við mig: „Þú hefur pottþétt verið lagður í einelti þegar þú varst yngri.“ En sannleikurinn er samt sá að í gegnum alla mína skólagöngu þá varð ég aldrei fyrir neinu slíku, það var ekkert vesen. Ég hefði ekki getað verið heppnari með skólafélaga eða kennara. Flestir vinir mínir í dag eru sömu vinirnir og ég átti í grunnskóla. Ég hef oft klórað mér í hausnum yfir þessu - sérstaklega eftir að ég varð eldri og varð sjálfur faðir - og hef eiginlega bara furðað mig á því hvað ég hef verið heppinn með samferðafólk í gegnum tíðina. Árið 2017 flakkaði hann vegna vinnu mikið á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Á þeim tíma komst hann í kynni við unga konu að norðan, Lenu Tómasdóttur. Í dag eru þau orðin hjón og eiga tvö ung börn. „Ég á yndislega fjölskyldu og vini og konu sem styðja alltaf við bakið á mér hundrað prósent. Og ég er ofboðslega þakklátur, af því að ég veit að þetta er ekki sjálfgefið. Mér finnst það algjör forréttindi að fá að ala upp börnin mín með konunni minni.“ Gunnar er hamingjusamlega giftur og þakklátur maður.Aðsend Staður og stund fyrir allt Gunnar var akandi á Akureyri síðastliðið sunnudagskvöld þegar hann var stöðvaður af tveimur lögreglumönnum á Akureyri. Hann hefur almennt ekki tjáð sig mikið um veikindi sín eða útlit en sá sig knúinn til að tjá sig á Facebook eftir þessa reynslu. „Samkvæmt þeim var um ábendingu vegna aksturslags hjá mér að ræða, gott og vel, mér finnst gott að vita til þess að það sé verið að fylgjast með fólki og hugsa um okkur í umferðinni. Ég sé ljósin fyrir aftan mig, stöðva bílinn og set rúðuna niður.“ Gunnar lýsir því hvernig annar þeirra, ungur lögreglumaður, ávarpaði hann í kjölfarið. Hann byrjaði ekki á því að bjóða Gunnari gott kvöld. „Það fyrsta sem ég fæ er spurningin: „Af hverju ertu svona í framan?“ - með virkilega kaldhæðnum tóni og brosi á vör,“ segir Gunnar. „Ég var í smá stund að átta mig: „Sagði hann þetta í alvörunni?“ Hann hjólaði bara beint í þetta.“ Gekk erfiðlega að blása vegna lömunar Gunnar kveðst hafa svarað lögreglumanninum með þeim orðum að hann hafi fæðst svona; hann hefði líklegast getað sagt lögreglumanninum alla sólarsöguna en ákvað að sleppa því. „Restin af þessu tékki gekk brösuglega vegna minna veikinda. Ég var beðinn um að blása en þar sem ég er lamaður öðru megin í andlitinu átti ég mjög erfitt með það. Ég vil samt taka það fram að hinn lögregluþjónninn var virkilega almennilegur og góður og sýndi mér mikla þolinmæði. Á endanum hófst þetta og leiðir skildu.“ Í færslunni veltir Gunnar jafnframt upp: „Ef ég væri dökkur á hörund, hefði spurningin þá verið: „Af hverju ertu svartur?“ Ef ég væri dvergur, hefði spurningin þá verið: „Af hverju ertu dvergur?“ Ef ég væri í hjólastól, hefði það þá verið: „Af hverju ertu í hjólastól?“ Ég átta mig á því að þetta var líklega sagt í algjöru sakleysi. En að láta svona út úr sér sem manneskja sem á að hjálpa og sjá um að allt á þessu landi gangi vel fyrir sig er að mínu mati fyrir neðan allar hellur og öskrar á mig algjört metnaðarleysi og engin fagmennska.“ Bláköld spurning sem tók á „Það sorglega við þetta er það að þetta er ekki í fyrsta sinn sem manneskja í opinberu starfi fer að kommenta á útlit mitt. Það er staður og stund, tala nú ekki um hvernig þú orðar hlutina, flissar eða ekki,“ segir Gunnar jafnframt. Hann bendir á að allir séu með sína veikleika og það vilji svo til að hans veikleiki sé sjáanlegri en hjá mörgum öðrum. „Og að fá blákalt spurningu um það sem þú ert óöruggastur með getur tekið virkilega á. Ég tala nú ekki um frá manneskju sem vinnur í opinberu starfi , sem flestir hafa trú á og treysta. Ef maður getur ekki verið öruggur um að opinberir starfsmenn sýni virðingu, hverjum getur maður þá treyst? Og þó að maður sé aðeins öðruvísi en aðrir þá gefur það þér ekkert sjálfkrafa leyfi að tjá þig eða spyrja út í það. Í samtali við Vísi kveðst Gunnar hafa verið hikandi með að tjá sig um atvikið á samfélagsmiðlum, enda sé hann ekki maður sem sé mikið fyrir að vekja á sér athygli. „En það var bara eitthvað sem brotnaði innra með mér eftir þetta, það var eitthvað sem fyllti mælinn hjá mér. Eftir að hafa rætt þetta við konuna mína ákvað ég að láta slag standa. Og ég sé svo sannarlega ekki eftir að hafa birt þessa færslu, og ég er ótrúlega þakklátur fyrir viðbrögðin sem ég hef fengið; það er magnað að sjá hvað það eru margir sem standa með manni.“ Fjölmargir hafa deilt færslu Gunnars og skrifað athugasemdir þar sem þeir furða sig á framkomu lögreglu. Gunnar fundaði með aðstoðarlögreglustjóranum á Akureyri og umræddum lögreglumanni á fimmtudaginn. Þar fékk hann formlega afsökunarbeiðni vegna atviksins. „Það var gott að heyra að hann viðurkenndi mistökin, og það var ekki gert lítið úr þessu. Ég kann að meta það.“ Atvikið síðastliðið laugardagskvöld var ekki fyrsta skiptið þar sem Gunnar upplifir neikvætt eða níðrandi viðmót vegna útlits.Aðsend Vanur forvitni Gunnar segist alvanur því að fá spurningar frá hinum og þessum varðandi útlit hans. Hann hefur þess byggt upp ansi þykkan skráp í gegnum tíðina. „Þessi veikindi mín og útlit mitt hafa aldrei komið neitt sérstaklega til umræðu innan fjölskyldunnar eða minna nánustu, þau eru ekkert að spá neitt í því. Mér finnst það í góðu lagi ef fólk spyr mig út í útlit mitt og allt þar á bak við. Ég skil það bara fullkomlega, fólk á öllum aldri er forvitið. Ég er vanur að fá alls konar „komment“ og ég er í raun orðinn hálf ónæmur fyrir þessu. Þau skipti sem ég hef upplifað eitthvað neikvætt í tengslum við þetta þá hefur verið frá einstaklingum innan heilbrigðiskerfisins. Semsagt fólk sem maður myndi aldrei halda að myndi dirfast að láta einhverja svona hluti út úr sér,“ segir hann. „Fyrir nokkrum árum, þegar sonur okkar hjóna var nýfæddur, þá vorum við mikið upp á spítala því hann fæddist tveimur mánuðum fyrir tímann, og vorum mikið á sjúkrahótelinu þar sem við búum fyrir norðan. Þegar við vorum að skrá okkur inn kom afgreiðslukona og spurði strax: „Hvað kom fyrir þig?“ Í eitt skipti fylgdi ég manneskju á Læknavaktina til að vera henni til halds og trausts. Við göngum inn og læknirinn dregur strax þá ályktun að það væri ég sem þyrfti hjálp, en ég leiðrétti hann. Hann rétt kíkir á einstaklinginn sem ég er með, spyr hvað er að hrjá viðkomandi og bendir á úrræði. Síðan sneri hann sér beint að mér og fór að spyrja mig alls kyns spurninga. Þetta hefur setið fast í mér í öll þessi ár af einhverjum ástæðum.“ Vill síst af öllu vorkunn Hann rifjar einnig upp atvik þar sem hann þurfti að leita á spítala vegna öndunarerfiðleika. „Þá sit ég inni á stofu hjá lækni, hann skoðaði mig og ætlaði svo að fá hjúkrunarfræðing til að klára skoðunina. Þegar hún opnaði hurðina og horfði á mig - þá flissaði hún. Ég veit ekki nákvæmlega hvort hún var að flissa út af mér eða ekki, en þetta hefur engu að síður setið í mér síðan þá,“ segir hann og bætir við: „Það sem særir mig mest er að þetta gerðist á stöðum sem maður á síst von á að lenda í einhverju svona. Það er staður og stund fyrir allt. Og inni á opinberum stofnunum finnst mér að fólk eigi að sýna sóma sinn og sýna öllum virðingu.“ Gunnar segist þó síst af öllu vilja fá einhverja vorkunn frá fólki, enda hafi hann aldrei litið á sjálfan sig sem fórnarlamb. „En ég vona að fólk geti kannski opnað aðeins augun. Við erum öll mismunandi, og við erum öll með sál. Og við fittum ekki öll inn í þessi rúðustrikuðu box. Ekki halda að þú sért æðri en einhver annar, bara vegna þess að þú ert með einhvern titil eða stöðu.“ Akureyri Lögreglan Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Gunnar fæddist með sjúkdóm sem heitir cystic hygroma en útleggst á íslensku sem vessabelgur. Sjúkdómurinn veldur því að sogæðarnar myndast ekki eðlilega sem leiðir til þess að sogæðavökvi safnast saman í blöðrur undir húð, oftast á hálsi eða höfði hjá fóstri eða barni. Ef blöðrurnar eru litlar valda þær oft litlum vandamálum, en ef þær eru stórar, eins og í tilfelli Gunnars, þá geta þær þrengt að öndunarvegi og þurfa þá meðferð, til dæmis skurðaðgerð eða sprautumeðferð. Gunnar fæddist þó ekki með lömun. Hann gekkst undir fjölda aðgerða þegar hann var yngri og segir að talið sé líklegt að mistök hafi orðið í einni aðgerðinni sem hann gekkst undir sem leitt hafi til þess að hann lamaðist í andliti. Inn og út af spítala Gunnar er fæddur í Reykjavík og var af sökum sjúkdómsins meira og minna inn og út af spítala fyrstu æviárin. Þegar hann var fjögurra ára flutti fjölskyldan í Hafnarfjörðinn og þar gekk Gunnar í grunnskóla. „Það hefur oftar en einu sinni verið sagt við mig: „Þú hefur pottþétt verið lagður í einelti þegar þú varst yngri.“ En sannleikurinn er samt sá að í gegnum alla mína skólagöngu þá varð ég aldrei fyrir neinu slíku, það var ekkert vesen. Ég hefði ekki getað verið heppnari með skólafélaga eða kennara. Flestir vinir mínir í dag eru sömu vinirnir og ég átti í grunnskóla. Ég hef oft klórað mér í hausnum yfir þessu - sérstaklega eftir að ég varð eldri og varð sjálfur faðir - og hef eiginlega bara furðað mig á því hvað ég hef verið heppinn með samferðafólk í gegnum tíðina. Árið 2017 flakkaði hann vegna vinnu mikið á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Á þeim tíma komst hann í kynni við unga konu að norðan, Lenu Tómasdóttur. Í dag eru þau orðin hjón og eiga tvö ung börn. „Ég á yndislega fjölskyldu og vini og konu sem styðja alltaf við bakið á mér hundrað prósent. Og ég er ofboðslega þakklátur, af því að ég veit að þetta er ekki sjálfgefið. Mér finnst það algjör forréttindi að fá að ala upp börnin mín með konunni minni.“ Gunnar er hamingjusamlega giftur og þakklátur maður.Aðsend Staður og stund fyrir allt Gunnar var akandi á Akureyri síðastliðið sunnudagskvöld þegar hann var stöðvaður af tveimur lögreglumönnum á Akureyri. Hann hefur almennt ekki tjáð sig mikið um veikindi sín eða útlit en sá sig knúinn til að tjá sig á Facebook eftir þessa reynslu. „Samkvæmt þeim var um ábendingu vegna aksturslags hjá mér að ræða, gott og vel, mér finnst gott að vita til þess að það sé verið að fylgjast með fólki og hugsa um okkur í umferðinni. Ég sé ljósin fyrir aftan mig, stöðva bílinn og set rúðuna niður.“ Gunnar lýsir því hvernig annar þeirra, ungur lögreglumaður, ávarpaði hann í kjölfarið. Hann byrjaði ekki á því að bjóða Gunnari gott kvöld. „Það fyrsta sem ég fæ er spurningin: „Af hverju ertu svona í framan?“ - með virkilega kaldhæðnum tóni og brosi á vör,“ segir Gunnar. „Ég var í smá stund að átta mig: „Sagði hann þetta í alvörunni?“ Hann hjólaði bara beint í þetta.“ Gekk erfiðlega að blása vegna lömunar Gunnar kveðst hafa svarað lögreglumanninum með þeim orðum að hann hafi fæðst svona; hann hefði líklegast getað sagt lögreglumanninum alla sólarsöguna en ákvað að sleppa því. „Restin af þessu tékki gekk brösuglega vegna minna veikinda. Ég var beðinn um að blása en þar sem ég er lamaður öðru megin í andlitinu átti ég mjög erfitt með það. Ég vil samt taka það fram að hinn lögregluþjónninn var virkilega almennilegur og góður og sýndi mér mikla þolinmæði. Á endanum hófst þetta og leiðir skildu.“ Í færslunni veltir Gunnar jafnframt upp: „Ef ég væri dökkur á hörund, hefði spurningin þá verið: „Af hverju ertu svartur?“ Ef ég væri dvergur, hefði spurningin þá verið: „Af hverju ertu dvergur?“ Ef ég væri í hjólastól, hefði það þá verið: „Af hverju ertu í hjólastól?“ Ég átta mig á því að þetta var líklega sagt í algjöru sakleysi. En að láta svona út úr sér sem manneskja sem á að hjálpa og sjá um að allt á þessu landi gangi vel fyrir sig er að mínu mati fyrir neðan allar hellur og öskrar á mig algjört metnaðarleysi og engin fagmennska.“ Bláköld spurning sem tók á „Það sorglega við þetta er það að þetta er ekki í fyrsta sinn sem manneskja í opinberu starfi fer að kommenta á útlit mitt. Það er staður og stund, tala nú ekki um hvernig þú orðar hlutina, flissar eða ekki,“ segir Gunnar jafnframt. Hann bendir á að allir séu með sína veikleika og það vilji svo til að hans veikleiki sé sjáanlegri en hjá mörgum öðrum. „Og að fá blákalt spurningu um það sem þú ert óöruggastur með getur tekið virkilega á. Ég tala nú ekki um frá manneskju sem vinnur í opinberu starfi , sem flestir hafa trú á og treysta. Ef maður getur ekki verið öruggur um að opinberir starfsmenn sýni virðingu, hverjum getur maður þá treyst? Og þó að maður sé aðeins öðruvísi en aðrir þá gefur það þér ekkert sjálfkrafa leyfi að tjá þig eða spyrja út í það. Í samtali við Vísi kveðst Gunnar hafa verið hikandi með að tjá sig um atvikið á samfélagsmiðlum, enda sé hann ekki maður sem sé mikið fyrir að vekja á sér athygli. „En það var bara eitthvað sem brotnaði innra með mér eftir þetta, það var eitthvað sem fyllti mælinn hjá mér. Eftir að hafa rætt þetta við konuna mína ákvað ég að láta slag standa. Og ég sé svo sannarlega ekki eftir að hafa birt þessa færslu, og ég er ótrúlega þakklátur fyrir viðbrögðin sem ég hef fengið; það er magnað að sjá hvað það eru margir sem standa með manni.“ Fjölmargir hafa deilt færslu Gunnars og skrifað athugasemdir þar sem þeir furða sig á framkomu lögreglu. Gunnar fundaði með aðstoðarlögreglustjóranum á Akureyri og umræddum lögreglumanni á fimmtudaginn. Þar fékk hann formlega afsökunarbeiðni vegna atviksins. „Það var gott að heyra að hann viðurkenndi mistökin, og það var ekki gert lítið úr þessu. Ég kann að meta það.“ Atvikið síðastliðið laugardagskvöld var ekki fyrsta skiptið þar sem Gunnar upplifir neikvætt eða níðrandi viðmót vegna útlits.Aðsend Vanur forvitni Gunnar segist alvanur því að fá spurningar frá hinum og þessum varðandi útlit hans. Hann hefur þess byggt upp ansi þykkan skráp í gegnum tíðina. „Þessi veikindi mín og útlit mitt hafa aldrei komið neitt sérstaklega til umræðu innan fjölskyldunnar eða minna nánustu, þau eru ekkert að spá neitt í því. Mér finnst það í góðu lagi ef fólk spyr mig út í útlit mitt og allt þar á bak við. Ég skil það bara fullkomlega, fólk á öllum aldri er forvitið. Ég er vanur að fá alls konar „komment“ og ég er í raun orðinn hálf ónæmur fyrir þessu. Þau skipti sem ég hef upplifað eitthvað neikvætt í tengslum við þetta þá hefur verið frá einstaklingum innan heilbrigðiskerfisins. Semsagt fólk sem maður myndi aldrei halda að myndi dirfast að láta einhverja svona hluti út úr sér,“ segir hann. „Fyrir nokkrum árum, þegar sonur okkar hjóna var nýfæddur, þá vorum við mikið upp á spítala því hann fæddist tveimur mánuðum fyrir tímann, og vorum mikið á sjúkrahótelinu þar sem við búum fyrir norðan. Þegar við vorum að skrá okkur inn kom afgreiðslukona og spurði strax: „Hvað kom fyrir þig?“ Í eitt skipti fylgdi ég manneskju á Læknavaktina til að vera henni til halds og trausts. Við göngum inn og læknirinn dregur strax þá ályktun að það væri ég sem þyrfti hjálp, en ég leiðrétti hann. Hann rétt kíkir á einstaklinginn sem ég er með, spyr hvað er að hrjá viðkomandi og bendir á úrræði. Síðan sneri hann sér beint að mér og fór að spyrja mig alls kyns spurninga. Þetta hefur setið fast í mér í öll þessi ár af einhverjum ástæðum.“ Vill síst af öllu vorkunn Hann rifjar einnig upp atvik þar sem hann þurfti að leita á spítala vegna öndunarerfiðleika. „Þá sit ég inni á stofu hjá lækni, hann skoðaði mig og ætlaði svo að fá hjúkrunarfræðing til að klára skoðunina. Þegar hún opnaði hurðina og horfði á mig - þá flissaði hún. Ég veit ekki nákvæmlega hvort hún var að flissa út af mér eða ekki, en þetta hefur engu að síður setið í mér síðan þá,“ segir hann og bætir við: „Það sem særir mig mest er að þetta gerðist á stöðum sem maður á síst von á að lenda í einhverju svona. Það er staður og stund fyrir allt. Og inni á opinberum stofnunum finnst mér að fólk eigi að sýna sóma sinn og sýna öllum virðingu.“ Gunnar segist þó síst af öllu vilja fá einhverja vorkunn frá fólki, enda hafi hann aldrei litið á sjálfan sig sem fórnarlamb. „En ég vona að fólk geti kannski opnað aðeins augun. Við erum öll mismunandi, og við erum öll með sál. Og við fittum ekki öll inn í þessi rúðustrikuðu box. Ekki halda að þú sért æðri en einhver annar, bara vegna þess að þú ert með einhvern titil eða stöðu.“
Akureyri Lögreglan Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira