Tæplega hundrað nemenda saknað Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2025 09:58 Ekki er hægt að nota þungavélar við björgunarstörf vegna þess hve óstöðugar rústirnar eru. AP/Trisnadi Björgunarsveitarmenn á Indónesíu eru í kapphlaupi við tímann við björgunarstörf í rústum skóla sem hrundi á dögunum. Þrír eru látnir og um hundrað slasaðir en að minnsta kosti 91 nemenda er enn saknað. Skólinn hrundi í borginni Sidoarjo á mánudaginn og hafa björgunarstörf staðið yfir síðan þá. Þau hafa þó gengið erfiðlega. Umræddur skóli er íslamskur heimavistarskóli og segja yfirvöld í Indónesíu að verið hafi verið að bæta tveimur hæðum við húsið, án þess að fengist hefði leyfi fyrir því. Skólinn hrundi seinni partinn á mánudaginn, þegar flestir nemendur og kennarar voru við bænir í sérstökum sal í húsinu. Þá var verið að hella steypu í mót ofan á húsinu og er talið að byggingin hafi ekki þolað þungann. Fyrst var talið að nærri því fjörutíu væri fastir í rústunum en eftir nánari skoðun var talið að þær væru tæplega hundrað. Sjá einnig: Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Vitað er til þess að fólk er á lífi í rústunum en nemendur eru flestir drengir á frá tólf til átján ára gamlir. Stúlkur við nám í skólanum voru annars staðar í húsinu og komust flestar undan. Eins og segir í frétt AP fréttaveitunnar er flestum bjargað í tilfellum sem þessum á fyrsta sólarhringnum. Líkurnar á að finna fólk á lífi lækka hratt eftir það. Til að bæta líkurnar hafa björgunarsveitarmenn notað slöngur til að dæla súrefni niður í rústirnar. Einnig hafa þeir sent vatn og mat niður í rústirnar. Á blaðamannafundi í morgun sögðu embættismenn að rúmlega þrjú hundruð björgunarsveitarmenn taki þátt í störfunum og reyni að ná til þeirra sem talið er að séu á lífi í rústunum. Björgunarsveitarmenn telja að sex börn hið minnsta séu á lífi en erfiðlega hefur gengið að ná til þeirra þar sem rústirnar eru mjög óstöðugar. Ekki er hægt að nota þungavélar vegna ótta um að þær myndu leiða til frekara hruns. Indónesía Tengdar fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Björgunarmenn leita nú að tugum nemenda sem eru fastir í rústum skólabyggingar sem hrundi til grunna á eyjunni Austur Jövu í Indónesíu í gærkvöldi. 30. september 2025 07:05 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Skólinn hrundi í borginni Sidoarjo á mánudaginn og hafa björgunarstörf staðið yfir síðan þá. Þau hafa þó gengið erfiðlega. Umræddur skóli er íslamskur heimavistarskóli og segja yfirvöld í Indónesíu að verið hafi verið að bæta tveimur hæðum við húsið, án þess að fengist hefði leyfi fyrir því. Skólinn hrundi seinni partinn á mánudaginn, þegar flestir nemendur og kennarar voru við bænir í sérstökum sal í húsinu. Þá var verið að hella steypu í mót ofan á húsinu og er talið að byggingin hafi ekki þolað þungann. Fyrst var talið að nærri því fjörutíu væri fastir í rústunum en eftir nánari skoðun var talið að þær væru tæplega hundrað. Sjá einnig: Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Vitað er til þess að fólk er á lífi í rústunum en nemendur eru flestir drengir á frá tólf til átján ára gamlir. Stúlkur við nám í skólanum voru annars staðar í húsinu og komust flestar undan. Eins og segir í frétt AP fréttaveitunnar er flestum bjargað í tilfellum sem þessum á fyrsta sólarhringnum. Líkurnar á að finna fólk á lífi lækka hratt eftir það. Til að bæta líkurnar hafa björgunarsveitarmenn notað slöngur til að dæla súrefni niður í rústirnar. Einnig hafa þeir sent vatn og mat niður í rústirnar. Á blaðamannafundi í morgun sögðu embættismenn að rúmlega þrjú hundruð björgunarsveitarmenn taki þátt í störfunum og reyni að ná til þeirra sem talið er að séu á lífi í rústunum. Björgunarsveitarmenn telja að sex börn hið minnsta séu á lífi en erfiðlega hefur gengið að ná til þeirra þar sem rústirnar eru mjög óstöðugar. Ekki er hægt að nota þungavélar vegna ótta um að þær myndu leiða til frekara hruns.
Indónesía Tengdar fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Björgunarmenn leita nú að tugum nemenda sem eru fastir í rústum skólabyggingar sem hrundi til grunna á eyjunni Austur Jövu í Indónesíu í gærkvöldi. 30. september 2025 07:05 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Björgunarmenn leita nú að tugum nemenda sem eru fastir í rústum skólabyggingar sem hrundi til grunna á eyjunni Austur Jövu í Indónesíu í gærkvöldi. 30. september 2025 07:05