Tæplega hundrað nemenda saknað Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2025 09:58 Ekki er hægt að nota þungavélar við björgunarstörf vegna þess hve óstöðugar rústirnar eru. AP/Trisnadi Björgunarsveitarmenn á Indónesíu eru í kapphlaupi við tímann við björgunarstörf í rústum skóla sem hrundi á dögunum. Þrír eru látnir og um hundrað slasaðir en að minnsta kosti 91 nemenda er enn saknað. Skólinn hrundi í borginni Sidoarjo á mánudaginn og hafa björgunarstörf staðið yfir síðan þá. Þau hafa þó gengið erfiðlega. Umræddur skóli er íslamskur heimavistarskóli og segja yfirvöld í Indónesíu að verið hafi verið að bæta tveimur hæðum við húsið, án þess að fengist hefði leyfi fyrir því. Skólinn hrundi seinni partinn á mánudaginn, þegar flestir nemendur og kennarar voru við bænir í sérstökum sal í húsinu. Þá var verið að hella steypu í mót ofan á húsinu og er talið að byggingin hafi ekki þolað þungann. Fyrst var talið að nærri því fjörutíu væri fastir í rústunum en eftir nánari skoðun var talið að þær væru tæplega hundrað. Sjá einnig: Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Vitað er til þess að fólk er á lífi í rústunum en nemendur eru flestir drengir á frá tólf til átján ára gamlir. Stúlkur við nám í skólanum voru annars staðar í húsinu og komust flestar undan. Eins og segir í frétt AP fréttaveitunnar er flestum bjargað í tilfellum sem þessum á fyrsta sólarhringnum. Líkurnar á að finna fólk á lífi lækka hratt eftir það. Til að bæta líkurnar hafa björgunarsveitarmenn notað slöngur til að dæla súrefni niður í rústirnar. Einnig hafa þeir sent vatn og mat niður í rústirnar. Á blaðamannafundi í morgun sögðu embættismenn að rúmlega þrjú hundruð björgunarsveitarmenn taki þátt í störfunum og reyni að ná til þeirra sem talið er að séu á lífi í rústunum. Björgunarsveitarmenn telja að sex börn hið minnsta séu á lífi en erfiðlega hefur gengið að ná til þeirra þar sem rústirnar eru mjög óstöðugar. Ekki er hægt að nota þungavélar vegna ótta um að þær myndu leiða til frekara hruns. Indónesía Tengdar fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Björgunarmenn leita nú að tugum nemenda sem eru fastir í rústum skólabyggingar sem hrundi til grunna á eyjunni Austur Jövu í Indónesíu í gærkvöldi. 30. september 2025 07:05 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Skólinn hrundi í borginni Sidoarjo á mánudaginn og hafa björgunarstörf staðið yfir síðan þá. Þau hafa þó gengið erfiðlega. Umræddur skóli er íslamskur heimavistarskóli og segja yfirvöld í Indónesíu að verið hafi verið að bæta tveimur hæðum við húsið, án þess að fengist hefði leyfi fyrir því. Skólinn hrundi seinni partinn á mánudaginn, þegar flestir nemendur og kennarar voru við bænir í sérstökum sal í húsinu. Þá var verið að hella steypu í mót ofan á húsinu og er talið að byggingin hafi ekki þolað þungann. Fyrst var talið að nærri því fjörutíu væri fastir í rústunum en eftir nánari skoðun var talið að þær væru tæplega hundrað. Sjá einnig: Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Vitað er til þess að fólk er á lífi í rústunum en nemendur eru flestir drengir á frá tólf til átján ára gamlir. Stúlkur við nám í skólanum voru annars staðar í húsinu og komust flestar undan. Eins og segir í frétt AP fréttaveitunnar er flestum bjargað í tilfellum sem þessum á fyrsta sólarhringnum. Líkurnar á að finna fólk á lífi lækka hratt eftir það. Til að bæta líkurnar hafa björgunarsveitarmenn notað slöngur til að dæla súrefni niður í rústirnar. Einnig hafa þeir sent vatn og mat niður í rústirnar. Á blaðamannafundi í morgun sögðu embættismenn að rúmlega þrjú hundruð björgunarsveitarmenn taki þátt í störfunum og reyni að ná til þeirra sem talið er að séu á lífi í rústunum. Björgunarsveitarmenn telja að sex börn hið minnsta séu á lífi en erfiðlega hefur gengið að ná til þeirra þar sem rústirnar eru mjög óstöðugar. Ekki er hægt að nota þungavélar vegna ótta um að þær myndu leiða til frekara hruns.
Indónesía Tengdar fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Björgunarmenn leita nú að tugum nemenda sem eru fastir í rústum skólabyggingar sem hrundi til grunna á eyjunni Austur Jövu í Indónesíu í gærkvöldi. 30. september 2025 07:05 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Björgunarmenn leita nú að tugum nemenda sem eru fastir í rústum skólabyggingar sem hrundi til grunna á eyjunni Austur Jövu í Indónesíu í gærkvöldi. 30. september 2025 07:05