Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. október 2025 09:13 Þeir Matthías Björn Erlingsson, Lúkas Geir Ingvarsson og Stefán Blackburn voru allir dæmdir fyrir manndráp í málinu. Vísir/Anton Brink Hafið er yfir skynsamlegan vafa að Stefáni Blackburn, Lúkasi Geir Ingvarssyni og Matthíasi Birni Erlingssyni gat ekki dulist að afleiðingar af ofbeldi þeirra gegn Hjörleifi Hauki Guðmundssyni gætu orðið þær að hann myndi deyja en að þeir hafi látið sér það í léttu rúmi liggja. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðukafla dóms Héraðsdóms Suðurlands í Gufunesmálinu svokallaða, sem birtur var í gær. Þá segir að ákærðu hafi ekki gert neina tilraun til að koma brotaþola til aðstoðar og þeir virðist „hafa kært sig kollótta um hver afdrif hans yrðu. Hefði þó verið hægur vandi fyrir þá að hringja í Neyðarlínu, t.d. með síma brotaþola sjálfs,“ segir í dómnum. Stefán og Lúkas voru á dögunum dæmdir í sautján ára fangelsi og Matthías í fjórtán ára fangelsi fyrir að verða Hjörleifi að bana. Eftir að hafa beitt Hjörleif hrottalegu ofbeldi til að hafa af honum peninga, skildu þremenningarnir hann eftir í Gufunesi aðfaranótt 11. mars síðastliðinn, á nærbuxunum einum saman. Þar fannst hann illa haldinn að morgni en lést skömmu síðar. Dánarorsökin öndunarbilun í kjölfar áverka Stefán, Lúkas og Matthías voru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán, auk tilraunar til fjárkúgunar. Stefán og Lúkas játuðu frelsissviptingu og rán en Matthías neitaði alfarið sök. Hélt hann því fram að hann hefði ekki beitt brotaþola neinu ofbeldi. Í dómnum segir að ekki séu aðrir til frásagnar um það sem raunverulega gerðist á milli ákærðu og brotaþola frá því að Hjörleifur kom í Teslu Stefáns og Lúkasar að kvöldi 10. mars, þar til hann var skilinn eftir í Gufunesi um nóttina. Stefán hafi játað að hafa slegið Hjörleif þríveigis í andlit með handarbaki, auk þess að hafa brotið á honum handlegginn. Lúkas hafi játað að kýla Hjörleif í andlit og búk. Þá hafi Stefán og Lúkas lýst því að Matthías hafi kýlt Hjörleif í andlit, búk, hné og fótleggi. Stefán og Lúkas segjast ekki hafa veitt vopnum við verknaðinn en það hafi Matthías gert með því að berja Hjörleif með tjakk úr bifreið sinni. Réttarlæknar komust að þeirri niðurstöðu að óyggjandi væri að Hjörleifur hefði látist af völdum þeirra áverka sem honum voru veittir um kvöldið og nóttina, einkum vegna öndunarbilunar í kjölfar áverka á brjóstkassa. Þá er það sérstaklega tekið fram að engum stoðum hafi verið rennt undir það að andlát Hjörleifs megi rekja til björgunaraðgerða heilbrigðisstarfsmanna eða lyfjagjafar. „Er hafið yfir allan vafa að það sem olli andláti brotaþola voru þeir áverkar sem ákærðu veittu honum, en ekki koma neinir aðrir til greina í því efni,“ segir í dómnum. Hefði mögulega lifað ef gert hefði verið viðvart Þá segir að framburður Matthíasar sé ekki trúverðugur, ekki heldur sú fullyrðing að hann hafi í raun ekki tekið þátt í ráni né frelsissviptingu, að minnsta kosti ekki sjálfviljugur. „Af framburði vitnanna O, N og K verður ráðið að ákærði Matthías hafi á þessum tíma ekki verið ókunnugur því að frelsisvipta og fjárkúga menn með áþekkum aðferðum og þetta mál snýst um. Þessu til viðbótar er framburður ákærða sjálfs um leynisíma sem hann hafði falið í Hafnarfirði til að láta ótiltekinn vinahóp vita af því ef hann yrði handtekinn,“ segir í dómnum. Ofan á þetta komi framburður Stefáns og Lúkasar um að Matthíasi hafi verið fullkunnugt um hvað stóð til og að hann hafi tekið fullan þátt í ofbeldinu sem Hjörleifur var beittur. Samkvæmt vitnum sem rætt var við var Matthías bendlaður við „tálbeituhóp“, þar sem meðlimir þóttust vera stúlkur undir lögaldri, sannfærðu menn um að hitta sig og beittu þá svo ofbeldi og fjárkúgunum. Eitt vitnið, O, hafði eftir Matthíasi að Lúkas færi fyrir hópnum. Áverkum Hjörleifs er lýst ítarlega í dómnum en þeir voru margvíslegir. Réttarlæknir sagði markverðustu og banvænustu áverkana hins vegar á brjóstkassanum, einkum aftan til en þar sé sérstakt áverkakerfi með opnun inn í brjóstkassann þar sem séu brotin rifbein og mjög trosnaður mjúkvefur. Lungun fyrir innan séu samfallin og marin, þá sérstaklega hægra lungað. Læknirinn sagði að í megindráttum væru áverkarnir tilkomnir vegna högga. „Áverkakerfin, þ.e. á andliti og höfði, vinstri olnbogi og vinstri hönd, hnén og hægri hlið baksins, séu aðskilin áverkakerfi sem hafi komið til fyrir sljóa krafta, þ.e. högg eða spörk eða þvíumlíkt og myndin sé mjög sannfærandi fyrir árás annars manns.“ Heilt yfir séu þetta sennilega högg og spörk og högg með hörðu áhaldi. Þá sagði læknirinn að mælingar á líkamshita hefðu bent til ofkælingar, sem hefði ekki hjálpað brotaþola. Áverkarnir, fyrir utan þann banvæna á brjóstkassa, væru til þess fallnir að kyrrsetja brotaþola og erfiða honum alla lífsbjörg. Læknirinn svaraði því enn fremur aðspurður að vel mætti ímynda sér að mun betur hefði farið ef brotaþoli hefði verið staddur á bráðamóttökunni klukkan 02:32, þegar hann var þess í stað yfirgefinn í Gufunesi. „Allir leitast við að fegra sinn hlut“ Samkvæmt dómnum voru áverkar Hjörleifs umfangsmeiri en vitnisburður ákærðu gaf til kynna. Þá er það rakið nokkuð ítarlega hvernig vitnisburður Matthíasar um aðkomu hans eða aðkomuleysi standist ekki skoðun ef litið er til sönnunargagna málsins. Ekki séu efni til að telja framburð Stefáns og Lúkasar um þátt Matthíasar ótrúverðugan og þar breyti engu sú staðreynd að verjendur þeirra tveggja séu bræður. Stefán og Lúkas hafi hafnað því sem alröngu að Matthías hafi verið hræddur við þá og ekki þorað annað en að fylgja fyrirmælum þeirra. „ Ákærði Matthías hafi tekið fullan þátt í þessu án nokkurs þrýstings eða ótta við þá, en hann hafi einfaldlega sjálfur viljað þetta. Í sjálfu sér kann að vera að ákærði Matthías, sem er talsvert yngri en hinir tveir og mun minni að burðum, hafi litið upp til þeirra eða fundist hann ekki hafa stjórn á atburðarásinni sem var þegar hafin á þeim tíma þegar ákærði bættist í hópinn. Það breytir hins vegar ekki því að hvergi hefur komið fram í málinu að hann hafi reynt að gera eitthvað til að draga sig út úr atburðarásinni og hefur heldur ekkert komið fram um að hann hafi verið þvingaður til þátttöku sinnar á neinn hátt,“ segir í dómnum. Hafið sé yfir skynsamlegan vafa að þremenningarnir hafi staðið saman að ofbeldinu. Augljóst sé að þeir áverkar sem Hjörleifur hlaut hafi verið langt umfram það sem Stefán og Lúkas gengust við, enda hafi báðir fullyrt að það væri útilokað að Hjörleifur hefði látist af þeirra völdum. „Þá er sérlega ótrúverðugur sá framburður þessara ákærðu að brotaþoli hafi setið í aftursæti JAM53 allan þann tíma sem þeir voru með hann í iðnaðarbilinu að Koparsléttu 5a. Þar kemur einkum tvennt til, þ.e. annars vegar öll þau ummerki blóðs sem voru á gólfi iðnaðarbilsins nánast allt í kringum þann stað sem ætla verður að bíllinn hafi staðið á. Hins vegar þeir miklu áverkar sem brotaþoli hlaut á aftanverða brjóstgrind og mjúkvefi þar undir, þ.m.t. lunga, en ekki verður séð hvernig það á að hafa gerst meðan brotaþoli hafi setið í aftursæti bifreiðar.“ Þannig sé ljóst að ákærðu hafi ekki verið hreinskilnir og „allir leitast við að fegra sinn hlut“, þó mest Matthías. Ljóst sé að Stefán hafi handleggsbrotið Hjörleif, Lúkas valdið honum áverkum í andliti og Matthías veitt honum áverka með áhaldi, sennilega tjakks. Ákærðu hafi staðið saman að þeim misþyrmingum og líkamsmeiðingum sem Hjörleifur var beittur, ásamt því að skilja hann eftir í Gufunesi. Dómurinn segir engin efni til þess að rengja þá fullyrðingu Stefáns og Lúkasar að tilgangur og markmið „afskipta“ þeirra af brotaþola hafi verið að hafa af honum fjármuni. Ákærðu hefði hins vegar ekki getað dulist, vegna feiknalegra áverka, að Hjörleifur væri stórslasaður og í mjög bágu ásigkomulagi þegar þeir skildu hann eftir í Gufunesi. Þeir hefðu, líkt og rakið er efst í fréttinni, mátt gera sér grein fyrir að hann myndi deyja. Milljónir í bætur og kostnað Við ákvörðun refsingar var meðal annars horft til þess að ákærðu hefðu ekki haft styrkan eða einbeittan vilja til þess að valda dauða Hjörleifs en hann hafi sætt hrottafengnu ofbeldi og meðferð sem verður helst líkt við pyntingar. Horft var til þess að Lúkas væri upphafsmaður og skipuleggjandi atburðarásarinnar en hvað varðar Stefán þá er það tekið fram að hann hafi áður hlotið nokkra dóma vegna ofbeldisbrota. Matthías hafi komið inn í atburðarás sem þegar var hafin og þá sé hann ungur að árum, auk þess sem hann hafi ekki áður verið fundinn sekur um ofbeldisbrot. Stefán, Lúkas og Matthías voru dæmdir til að greiða ekkju Hjörleifs samtals um 20 milljónir í bætur og syni hans sex milljónir. Þá voru þeir dæmdir til að greiða ríkissjóði 6,3 milljónir í sakarkostnað og ellefu til fimmtán milljónir hver í málsvarnarlaun til lögmanna sinna. Hér má finna dóminn. Dómstólar Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðukafla dóms Héraðsdóms Suðurlands í Gufunesmálinu svokallaða, sem birtur var í gær. Þá segir að ákærðu hafi ekki gert neina tilraun til að koma brotaþola til aðstoðar og þeir virðist „hafa kært sig kollótta um hver afdrif hans yrðu. Hefði þó verið hægur vandi fyrir þá að hringja í Neyðarlínu, t.d. með síma brotaþola sjálfs,“ segir í dómnum. Stefán og Lúkas voru á dögunum dæmdir í sautján ára fangelsi og Matthías í fjórtán ára fangelsi fyrir að verða Hjörleifi að bana. Eftir að hafa beitt Hjörleif hrottalegu ofbeldi til að hafa af honum peninga, skildu þremenningarnir hann eftir í Gufunesi aðfaranótt 11. mars síðastliðinn, á nærbuxunum einum saman. Þar fannst hann illa haldinn að morgni en lést skömmu síðar. Dánarorsökin öndunarbilun í kjölfar áverka Stefán, Lúkas og Matthías voru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán, auk tilraunar til fjárkúgunar. Stefán og Lúkas játuðu frelsissviptingu og rán en Matthías neitaði alfarið sök. Hélt hann því fram að hann hefði ekki beitt brotaþola neinu ofbeldi. Í dómnum segir að ekki séu aðrir til frásagnar um það sem raunverulega gerðist á milli ákærðu og brotaþola frá því að Hjörleifur kom í Teslu Stefáns og Lúkasar að kvöldi 10. mars, þar til hann var skilinn eftir í Gufunesi um nóttina. Stefán hafi játað að hafa slegið Hjörleif þríveigis í andlit með handarbaki, auk þess að hafa brotið á honum handlegginn. Lúkas hafi játað að kýla Hjörleif í andlit og búk. Þá hafi Stefán og Lúkas lýst því að Matthías hafi kýlt Hjörleif í andlit, búk, hné og fótleggi. Stefán og Lúkas segjast ekki hafa veitt vopnum við verknaðinn en það hafi Matthías gert með því að berja Hjörleif með tjakk úr bifreið sinni. Réttarlæknar komust að þeirri niðurstöðu að óyggjandi væri að Hjörleifur hefði látist af völdum þeirra áverka sem honum voru veittir um kvöldið og nóttina, einkum vegna öndunarbilunar í kjölfar áverka á brjóstkassa. Þá er það sérstaklega tekið fram að engum stoðum hafi verið rennt undir það að andlát Hjörleifs megi rekja til björgunaraðgerða heilbrigðisstarfsmanna eða lyfjagjafar. „Er hafið yfir allan vafa að það sem olli andláti brotaþola voru þeir áverkar sem ákærðu veittu honum, en ekki koma neinir aðrir til greina í því efni,“ segir í dómnum. Hefði mögulega lifað ef gert hefði verið viðvart Þá segir að framburður Matthíasar sé ekki trúverðugur, ekki heldur sú fullyrðing að hann hafi í raun ekki tekið þátt í ráni né frelsissviptingu, að minnsta kosti ekki sjálfviljugur. „Af framburði vitnanna O, N og K verður ráðið að ákærði Matthías hafi á þessum tíma ekki verið ókunnugur því að frelsisvipta og fjárkúga menn með áþekkum aðferðum og þetta mál snýst um. Þessu til viðbótar er framburður ákærða sjálfs um leynisíma sem hann hafði falið í Hafnarfirði til að láta ótiltekinn vinahóp vita af því ef hann yrði handtekinn,“ segir í dómnum. Ofan á þetta komi framburður Stefáns og Lúkasar um að Matthíasi hafi verið fullkunnugt um hvað stóð til og að hann hafi tekið fullan þátt í ofbeldinu sem Hjörleifur var beittur. Samkvæmt vitnum sem rætt var við var Matthías bendlaður við „tálbeituhóp“, þar sem meðlimir þóttust vera stúlkur undir lögaldri, sannfærðu menn um að hitta sig og beittu þá svo ofbeldi og fjárkúgunum. Eitt vitnið, O, hafði eftir Matthíasi að Lúkas færi fyrir hópnum. Áverkum Hjörleifs er lýst ítarlega í dómnum en þeir voru margvíslegir. Réttarlæknir sagði markverðustu og banvænustu áverkana hins vegar á brjóstkassanum, einkum aftan til en þar sé sérstakt áverkakerfi með opnun inn í brjóstkassann þar sem séu brotin rifbein og mjög trosnaður mjúkvefur. Lungun fyrir innan séu samfallin og marin, þá sérstaklega hægra lungað. Læknirinn sagði að í megindráttum væru áverkarnir tilkomnir vegna högga. „Áverkakerfin, þ.e. á andliti og höfði, vinstri olnbogi og vinstri hönd, hnén og hægri hlið baksins, séu aðskilin áverkakerfi sem hafi komið til fyrir sljóa krafta, þ.e. högg eða spörk eða þvíumlíkt og myndin sé mjög sannfærandi fyrir árás annars manns.“ Heilt yfir séu þetta sennilega högg og spörk og högg með hörðu áhaldi. Þá sagði læknirinn að mælingar á líkamshita hefðu bent til ofkælingar, sem hefði ekki hjálpað brotaþola. Áverkarnir, fyrir utan þann banvæna á brjóstkassa, væru til þess fallnir að kyrrsetja brotaþola og erfiða honum alla lífsbjörg. Læknirinn svaraði því enn fremur aðspurður að vel mætti ímynda sér að mun betur hefði farið ef brotaþoli hefði verið staddur á bráðamóttökunni klukkan 02:32, þegar hann var þess í stað yfirgefinn í Gufunesi. „Allir leitast við að fegra sinn hlut“ Samkvæmt dómnum voru áverkar Hjörleifs umfangsmeiri en vitnisburður ákærðu gaf til kynna. Þá er það rakið nokkuð ítarlega hvernig vitnisburður Matthíasar um aðkomu hans eða aðkomuleysi standist ekki skoðun ef litið er til sönnunargagna málsins. Ekki séu efni til að telja framburð Stefáns og Lúkasar um þátt Matthíasar ótrúverðugan og þar breyti engu sú staðreynd að verjendur þeirra tveggja séu bræður. Stefán og Lúkas hafi hafnað því sem alröngu að Matthías hafi verið hræddur við þá og ekki þorað annað en að fylgja fyrirmælum þeirra. „ Ákærði Matthías hafi tekið fullan þátt í þessu án nokkurs þrýstings eða ótta við þá, en hann hafi einfaldlega sjálfur viljað þetta. Í sjálfu sér kann að vera að ákærði Matthías, sem er talsvert yngri en hinir tveir og mun minni að burðum, hafi litið upp til þeirra eða fundist hann ekki hafa stjórn á atburðarásinni sem var þegar hafin á þeim tíma þegar ákærði bættist í hópinn. Það breytir hins vegar ekki því að hvergi hefur komið fram í málinu að hann hafi reynt að gera eitthvað til að draga sig út úr atburðarásinni og hefur heldur ekkert komið fram um að hann hafi verið þvingaður til þátttöku sinnar á neinn hátt,“ segir í dómnum. Hafið sé yfir skynsamlegan vafa að þremenningarnir hafi staðið saman að ofbeldinu. Augljóst sé að þeir áverkar sem Hjörleifur hlaut hafi verið langt umfram það sem Stefán og Lúkas gengust við, enda hafi báðir fullyrt að það væri útilokað að Hjörleifur hefði látist af þeirra völdum. „Þá er sérlega ótrúverðugur sá framburður þessara ákærðu að brotaþoli hafi setið í aftursæti JAM53 allan þann tíma sem þeir voru með hann í iðnaðarbilinu að Koparsléttu 5a. Þar kemur einkum tvennt til, þ.e. annars vegar öll þau ummerki blóðs sem voru á gólfi iðnaðarbilsins nánast allt í kringum þann stað sem ætla verður að bíllinn hafi staðið á. Hins vegar þeir miklu áverkar sem brotaþoli hlaut á aftanverða brjóstgrind og mjúkvefi þar undir, þ.m.t. lunga, en ekki verður séð hvernig það á að hafa gerst meðan brotaþoli hafi setið í aftursæti bifreiðar.“ Þannig sé ljóst að ákærðu hafi ekki verið hreinskilnir og „allir leitast við að fegra sinn hlut“, þó mest Matthías. Ljóst sé að Stefán hafi handleggsbrotið Hjörleif, Lúkas valdið honum áverkum í andliti og Matthías veitt honum áverka með áhaldi, sennilega tjakks. Ákærðu hafi staðið saman að þeim misþyrmingum og líkamsmeiðingum sem Hjörleifur var beittur, ásamt því að skilja hann eftir í Gufunesi. Dómurinn segir engin efni til þess að rengja þá fullyrðingu Stefáns og Lúkasar að tilgangur og markmið „afskipta“ þeirra af brotaþola hafi verið að hafa af honum fjármuni. Ákærðu hefði hins vegar ekki getað dulist, vegna feiknalegra áverka, að Hjörleifur væri stórslasaður og í mjög bágu ásigkomulagi þegar þeir skildu hann eftir í Gufunesi. Þeir hefðu, líkt og rakið er efst í fréttinni, mátt gera sér grein fyrir að hann myndi deyja. Milljónir í bætur og kostnað Við ákvörðun refsingar var meðal annars horft til þess að ákærðu hefðu ekki haft styrkan eða einbeittan vilja til þess að valda dauða Hjörleifs en hann hafi sætt hrottafengnu ofbeldi og meðferð sem verður helst líkt við pyntingar. Horft var til þess að Lúkas væri upphafsmaður og skipuleggjandi atburðarásarinnar en hvað varðar Stefán þá er það tekið fram að hann hafi áður hlotið nokkra dóma vegna ofbeldisbrota. Matthías hafi komið inn í atburðarás sem þegar var hafin og þá sé hann ungur að árum, auk þess sem hann hafi ekki áður verið fundinn sekur um ofbeldisbrot. Stefán, Lúkas og Matthías voru dæmdir til að greiða ekkju Hjörleifs samtals um 20 milljónir í bætur og syni hans sex milljónir. Þá voru þeir dæmdir til að greiða ríkissjóði 6,3 milljónir í sakarkostnað og ellefu til fimmtán milljónir hver í málsvarnarlaun til lögmanna sinna. Hér má finna dóminn.
Dómstólar Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira