Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. september 2025 06:50 Trump og Netanyahu voru vígreifir í Hvíta húsinu í gær. Boltinn er nú hjá Hamas og alþjóðasamfélagið bíður svara. Getty/Win McNamee Leiðtogar í Evrópu og Mið-Austurlöndum virðast almennt jákvæðir í garð 20 punkta áætlunar Bandaríkjanna um endalok átaka á Gasa. Aðrir vara við því að hún sé óraunhæf. Ísraelar hafa þegar samþykkt áætlunina en beðið er viðbragða frá Hamas. Guardian hefur eftir sérfræðingum og íbúum á Gasa að sú staðreynd að fulltrúar Hamas hafi ekki komið að útfærslu áætlunarinnar, og sú staðreynd að hún kveði á um að samtökin afsali sér öllum yfirráðum á svæðinu, vekji verulegar efasemdir um að áætlunin muni ganga upp. Joint Statement by the Foreign Ministers of Qatar, Jordan, UAE, Indonesia, Pakistan, Türkiye, Saudi Arabia, and Egypt welcome US President’s sincere efforts to end the war in Gaza#MOFAQatar pic.twitter.com/TaBIDF8ysW— Ministry of Foreign Affairs - Qatar (@MofaQatar_EN) September 29, 2025 „Það er augljóst að þessi áætlun er óraunhæf,“ sagði Ibrahim Joudeh, íbúi á Gasa, í samtali við AFP. „Hún inniheldur skilyrði sem Bandaríkin og Ísrael vita að Hamas mun aldrei sætta sig við. Fyrir okkur þýðir það áframhald stríðsins og þjáningarinna.“ Bæði Donald Trump Bandaríkjaforseti og Benjamin Netayhaju, forsætisráðherra Ísrael, hafa verið mjög skýrir varðandi það að um er að ræða úrslitakost fyrir Hamas. Gangi samtökin ekki að samkomulaginu muni Ísraelar ekki stoppa hernað sinn fyrr en samtökunum hefur verið útrýmt. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur hvatt Hamas til að samþykkja áætlunina og Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir það eina valkost samtakanna í stöðunni. Ráðgjafar í ríkisstjórnum Barack Obama og Joe Biden hafa sömuleiðis lagt blessun sína yfir áætlunina og segja hana gætu virkað. Statement by Tony Blair in response to President Trump’s announcement https://t.co/otFpDGWJca pic.twitter.com/bmX8XkFizF— Tony Blair Institute for Global Change (@InstituteGC) September 29, 2025 Heimastjórn Palestínumanna á Vesturbakkanum hefur sömuleiðis tekið vel í áætlunina en hún kveður meðal annars á um að alþjóðleg nefnd taki tímabundið yfir stjórn Gasa. Fyrst stóð til að Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands færi fyrir nefndinni, en nú virðist Trump munu eiga að veita henni forystu. Blair gæti þó mögulega orðið nokkurs konar framkvæmdastjóri nefndarinnar á svæðinu. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira
Ísraelar hafa þegar samþykkt áætlunina en beðið er viðbragða frá Hamas. Guardian hefur eftir sérfræðingum og íbúum á Gasa að sú staðreynd að fulltrúar Hamas hafi ekki komið að útfærslu áætlunarinnar, og sú staðreynd að hún kveði á um að samtökin afsali sér öllum yfirráðum á svæðinu, vekji verulegar efasemdir um að áætlunin muni ganga upp. Joint Statement by the Foreign Ministers of Qatar, Jordan, UAE, Indonesia, Pakistan, Türkiye, Saudi Arabia, and Egypt welcome US President’s sincere efforts to end the war in Gaza#MOFAQatar pic.twitter.com/TaBIDF8ysW— Ministry of Foreign Affairs - Qatar (@MofaQatar_EN) September 29, 2025 „Það er augljóst að þessi áætlun er óraunhæf,“ sagði Ibrahim Joudeh, íbúi á Gasa, í samtali við AFP. „Hún inniheldur skilyrði sem Bandaríkin og Ísrael vita að Hamas mun aldrei sætta sig við. Fyrir okkur þýðir það áframhald stríðsins og þjáningarinna.“ Bæði Donald Trump Bandaríkjaforseti og Benjamin Netayhaju, forsætisráðherra Ísrael, hafa verið mjög skýrir varðandi það að um er að ræða úrslitakost fyrir Hamas. Gangi samtökin ekki að samkomulaginu muni Ísraelar ekki stoppa hernað sinn fyrr en samtökunum hefur verið útrýmt. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur hvatt Hamas til að samþykkja áætlunina og Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir það eina valkost samtakanna í stöðunni. Ráðgjafar í ríkisstjórnum Barack Obama og Joe Biden hafa sömuleiðis lagt blessun sína yfir áætlunina og segja hana gætu virkað. Statement by Tony Blair in response to President Trump’s announcement https://t.co/otFpDGWJca pic.twitter.com/bmX8XkFizF— Tony Blair Institute for Global Change (@InstituteGC) September 29, 2025 Heimastjórn Palestínumanna á Vesturbakkanum hefur sömuleiðis tekið vel í áætlunina en hún kveður meðal annars á um að alþjóðleg nefnd taki tímabundið yfir stjórn Gasa. Fyrst stóð til að Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands færi fyrir nefndinni, en nú virðist Trump munu eiga að veita henni forystu. Blair gæti þó mögulega orðið nokkurs konar framkvæmdastjóri nefndarinnar á svæðinu.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira