Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. september 2025 13:22 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Icelandair eiga í samtali við stjórnvöld um mögulega aðkomu félagsins að því að bjarga strandaglópum sem sitja fastir erlendis vegna gjaldþrots Play. Forstjóri Icelandair segir samtalið á frumstigi, engar ákvarðanir hafi verið teknar. „Okkar fyrstu viðbrögð eru náttúrulega þau að við finnum til með farþegum og starfsfólki Play og þeim sem sitja núna fastir að reyna að finna út úr sínum ferðaplönum,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair í samtali við Vísi. Óljóst sé hvort félagið muni eiga aðkomu að því að aðstoða strandaglópa. „Við erum náttúrulega með umfangsmikla flugáætlun í gangi og næstu dagar eru mjög bókaðir og lítið af lausum sætum. Við erum í samtali við stjórnvöld núna, við erum með varavélar sem við gætum nýtt en þetta er atburður sem er nýskeður. Við ræðum það nú við stjórnvöld hvað sé hægt að gera, það samtal er nýhafið og við þurfum að sjá hvernig þetta þróast.“ Hækkanir ráðist af fjölda sæta Fréttastofu hefur borist ábendingar frá farþegum sem telja að miðar með Icelandair hafi hækkað mikið í dag eftir að fréttir bárust af falli Play. Bogi segir að almennt hafi fyrirtækið ekki gripið til verðhækkana eftir nýjustu tíðindin. „En eins og ég nefndi áðan er mjög lítið af sætum laus hjá okkur almennt næstu daga. Í flugrekstri er það þannig að síðustu sætin eru á hæsta verðinu. Þau hafa selst mjög hratt og áætlunin okkar er ekki eins stór núna eins og hún var í byrjun september, það er mjög mikið bókað og það var staðan fyrir þessar fréttir. Það er það sem hefur áhrif á verðlagningu.“ Hann segir fall Play ekki breyta því að Icelandair sé í gríðarlegri samkeppni. Til og frá Íslands fljúgi tuttugu flugfélög frá Evrópu og þó nokkur frá Norður-Ameríku. Virði hlutabréfa í félaginu hefur rokið upp eftir tíðindin af falli Play. „Þetta verður áfram mjög krefjandi samkeppni sem við verðum í og að reka lítið flugfélag frá Íslandi verður áfram krefjandi, í þessu verðbólguumhverfi, með þessum launahækkunum og með þessari stærðarhagkvæmni. Við verðum að halda áfram að vera á tánum.“ Icelandair Fréttir af flugi Gjaldþrot Play Play Ferðalög Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Sjá meira
„Okkar fyrstu viðbrögð eru náttúrulega þau að við finnum til með farþegum og starfsfólki Play og þeim sem sitja núna fastir að reyna að finna út úr sínum ferðaplönum,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair í samtali við Vísi. Óljóst sé hvort félagið muni eiga aðkomu að því að aðstoða strandaglópa. „Við erum náttúrulega með umfangsmikla flugáætlun í gangi og næstu dagar eru mjög bókaðir og lítið af lausum sætum. Við erum í samtali við stjórnvöld núna, við erum með varavélar sem við gætum nýtt en þetta er atburður sem er nýskeður. Við ræðum það nú við stjórnvöld hvað sé hægt að gera, það samtal er nýhafið og við þurfum að sjá hvernig þetta þróast.“ Hækkanir ráðist af fjölda sæta Fréttastofu hefur borist ábendingar frá farþegum sem telja að miðar með Icelandair hafi hækkað mikið í dag eftir að fréttir bárust af falli Play. Bogi segir að almennt hafi fyrirtækið ekki gripið til verðhækkana eftir nýjustu tíðindin. „En eins og ég nefndi áðan er mjög lítið af sætum laus hjá okkur almennt næstu daga. Í flugrekstri er það þannig að síðustu sætin eru á hæsta verðinu. Þau hafa selst mjög hratt og áætlunin okkar er ekki eins stór núna eins og hún var í byrjun september, það er mjög mikið bókað og það var staðan fyrir þessar fréttir. Það er það sem hefur áhrif á verðlagningu.“ Hann segir fall Play ekki breyta því að Icelandair sé í gríðarlegri samkeppni. Til og frá Íslands fljúgi tuttugu flugfélög frá Evrópu og þó nokkur frá Norður-Ameríku. Virði hlutabréfa í félaginu hefur rokið upp eftir tíðindin af falli Play. „Þetta verður áfram mjög krefjandi samkeppni sem við verðum í og að reka lítið flugfélag frá Íslandi verður áfram krefjandi, í þessu verðbólguumhverfi, með þessum launahækkunum og með þessari stærðarhagkvæmni. Við verðum að halda áfram að vera á tánum.“
Icelandair Fréttir af flugi Gjaldþrot Play Play Ferðalög Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Sjá meira