Telja dagana frá síðasta innbroti Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. september 2025 06:46 Íbúar í Gamla Garði hafa sett upp skilti í glugga bygginarinnar þar sem segir hversu margir dagar eru liðnir frá því að síðast var brotið inn. Vísir/Vala Íbúar Gamla Garðs, stúdentaíbúða á vegum Háskóla Íslands, hafa sett upp skilti þar sem taldir eru dagarnir síðan að síðast var brotist inn í húsið. Óprúttnir aðilar höfðu gert sig heimakomna þar, ítrekað stolið mat íbúanna og haft uppi ógnandi hegðun. Í byrjun september var greint frá því að nokkrir menn hefðu gert sig heimakomna á Gamla Garði við Hringbraut frá því í vor. Þeir hafi komið seint að kvöldi inní húsið, stolið mat og drykkjum íbúa úr sameiginlegu eldhúsi og komið fyrir dýnum í kjallaranum. Heiður Anna Helgadóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnun stúdenta, segir öryggisráðstafanir sem teknar voru upp í kjölfar fjölda innbrota í Gamla Garð hafa gengið vel. „Við settum af stað öryggisgæslu sem að hefur verið mjög árangursrík. Hún er á svæðinu á ákveðnu tímabili og passar upp á að það komist enginn inn sem á ekki að vera þar,“ segir Heiður Anna í samtali við fréttastofu. FS sé einnig á lokametrunum með að setja upp öryggismyndavélar við innganga og bíða eftir að sending með sérstökum lásum fyrir sameiginleg rými komi til landsins svo hægt sé að setja þá upp. Þau fylgist einnig vel með hvenær aðilarnir mæti á svæðið svo að öryggisvörður sé á svæðinu á réttum tíma. „Það kom upp eitt tilfelli um daginn þar sem þeir komu utan öryggisgæslutímans og þá var hringt í lögreglu sem fjarlægði viðkomandi aðila úr húsinu,“ segir hún. Heiður Anna segist hafa tekið eftir skiltinu sem íbúarnir settu upp í glugga byggingarinnar. „Við gleðjumst auðvitað þegar talan hækkar. Við skiljum vel að íbúar séu pirraðir og finni fyrir óöryggi.“ Hún segir FS eiga í virku samtali við íbúana og upplýsi þau um stöðu mála. Þá eru íbúarnir hvattir til að láta vita ef óviðkomandi aðilar komi inn í húsið og að vera duglegir að loka hurðum og gluggum. „Þau voru eðlilega mjög pirruð í byrjun annar þegar þetta var allt að byrja en eftir að þessum öryggisráðstöfum hefur verið komið á líður þeim mun betur,“ segir Heiður Anna. Hagsmunir stúdenta Húsnæðismál Lögreglumál Háskólar Reykjavík Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Í byrjun september var greint frá því að nokkrir menn hefðu gert sig heimakomna á Gamla Garði við Hringbraut frá því í vor. Þeir hafi komið seint að kvöldi inní húsið, stolið mat og drykkjum íbúa úr sameiginlegu eldhúsi og komið fyrir dýnum í kjallaranum. Heiður Anna Helgadóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnun stúdenta, segir öryggisráðstafanir sem teknar voru upp í kjölfar fjölda innbrota í Gamla Garð hafa gengið vel. „Við settum af stað öryggisgæslu sem að hefur verið mjög árangursrík. Hún er á svæðinu á ákveðnu tímabili og passar upp á að það komist enginn inn sem á ekki að vera þar,“ segir Heiður Anna í samtali við fréttastofu. FS sé einnig á lokametrunum með að setja upp öryggismyndavélar við innganga og bíða eftir að sending með sérstökum lásum fyrir sameiginleg rými komi til landsins svo hægt sé að setja þá upp. Þau fylgist einnig vel með hvenær aðilarnir mæti á svæðið svo að öryggisvörður sé á svæðinu á réttum tíma. „Það kom upp eitt tilfelli um daginn þar sem þeir komu utan öryggisgæslutímans og þá var hringt í lögreglu sem fjarlægði viðkomandi aðila úr húsinu,“ segir hún. Heiður Anna segist hafa tekið eftir skiltinu sem íbúarnir settu upp í glugga byggingarinnar. „Við gleðjumst auðvitað þegar talan hækkar. Við skiljum vel að íbúar séu pirraðir og finni fyrir óöryggi.“ Hún segir FS eiga í virku samtali við íbúana og upplýsi þau um stöðu mála. Þá eru íbúarnir hvattir til að láta vita ef óviðkomandi aðilar komi inn í húsið og að vera duglegir að loka hurðum og gluggum. „Þau voru eðlilega mjög pirruð í byrjun annar þegar þetta var allt að byrja en eftir að þessum öryggisráðstöfum hefur verið komið á líður þeim mun betur,“ segir Heiður Anna.
Hagsmunir stúdenta Húsnæðismál Lögreglumál Háskólar Reykjavík Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira