Segja árásina hafa beinst gegn ICE Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2025 16:51 Kash Patel, yfirmaður FBI, birti í dag verulega óvanalega mynd af skotum sem hann segir hafa tilheyrt árásarmanninum í Dallas. Hann á að hafa skrifað „Anti-ICE“ á eitt af fimm skotum sem fundust við lík hans. FBI og AP Að minnsta kosti tveir eru látnir eftir að leyniskytta hóf skothríð við byggingu í eigu Innflytjenda og tolleftirlits Bandaríkjanna (ICE) í Dallas í dag. Árásarmaðurinn er sagður hafa skotið á ómerktan sendibíl annarrar alríkislöggæslustofnunnar sem verið var að nota til að flytja menn sem taldir eru dvelja í Bandaríkjunum ólöglega og hæfði hann þrjá þeirra. Einn lést á vettvangi og tveir voru fluttir á sjúkrahús, þar sem annar er sagður hafa látið lífið. Frekari upplýsingar um ástand þess þriðja liggja ekki fyrir. Engan útsendara ICE eða annarra löggæslustofnana sakaði en árásarmaðurinn fannst látinn í húsi þar nærri og er hann sagður hafa svipt sig lífi. Árásarmaðurinn var á efri hæðum nærliggjandi húss og skaut á bílinn inn í porti við byggingu ICE. Þangað eru menn í haldi ICE fluttir til skráningar, áður en þeir eru fluttir í varðhald. Sjá einnig: Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Skotárásin er rannsökuð sem „hnitmiðað ofbeldisverk“, samkvæmt útsendara Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sem stýrir rannsókninni. Hann sagði blaðamönnum í dag að árásarmaðurinn hafi skrifað skilaboð á skothylki sem hann notaði. Þau skilaboð væru „and-ICE“ í eðli sínu. Samkvæmt frétt CNN veitti hann þó ekki frekari upplýsingar um þessi meintu skilaboð. Kash Patel, umdeildur yfirmaður FBI, birti mynd sem hann segir vera af umræddum skotum sem fundust á árásarmanninum. Á eitt þeirra er búið að skrifa, með penna, „Anti-ICE“ eða „And-Ice“. Þetta segir Patel að sé til marks um pólitískar ástæður árásarinnar en ítrekar að rannsókn sé enn yfirstandandi. This morning just before 7am local time, an individual fired multiple rounds at a Dallas, Texas ICE facility, killing one, wounding several others, before taking his own life. FBI, DHS, ATF are on the ground with Dallas PD and state authorities. While the investigation is… pic.twitter.com/SMOyxiKLqA— FBI Director Kash Patel (@FBIDirectorKash) September 24, 2025 Þetta er mjög óvanaleg færsla frá yfirmanni FBI. Það að Patel, sem er náinn bandamaður Donalds Trump, birti mynd af sönnunargögnum nokkrum klukkustundum eftir árásina og sé tilbúinn til að gefa strax í skyn að árásin hafi verið gerð af pólitískum tilgangi, hefur vekið mikla furðu vestanhafs. Patel vakti einnig töluverða furðu skömmu eftir morðið á Charlie Kirk, þegar hann lýsti því ranglega yfir skömmu eftir morðið að morðinginn væri í haldi. Þá hafði maður verið færður til yfirheyrslu en var fljótt sleppt eftir að í ljós kom að hann tengdist morðinu ekki með nokkrum hætti. Kallaði eftir ró og þolinmæði Eric Johnson, borgarstjóri Dallas, kallaði á blaðamannafundi í dag eftir því að fólk sýndi ró og þolinmæði. Mörgum spurningum um árásina væri ósvarað en málið væri í rannsókn, sem væri þó skammt á veg komin. Þá bað hann íbúa um að sýna hvort öðru stuðning og skilning á „þessum erfiðu tímum“ fyrir bæði borgina og Bandaríkin í heild sinni. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Einn lést á vettvangi og tveir voru fluttir á sjúkrahús, þar sem annar er sagður hafa látið lífið. Frekari upplýsingar um ástand þess þriðja liggja ekki fyrir. Engan útsendara ICE eða annarra löggæslustofnana sakaði en árásarmaðurinn fannst látinn í húsi þar nærri og er hann sagður hafa svipt sig lífi. Árásarmaðurinn var á efri hæðum nærliggjandi húss og skaut á bílinn inn í porti við byggingu ICE. Þangað eru menn í haldi ICE fluttir til skráningar, áður en þeir eru fluttir í varðhald. Sjá einnig: Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Skotárásin er rannsökuð sem „hnitmiðað ofbeldisverk“, samkvæmt útsendara Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sem stýrir rannsókninni. Hann sagði blaðamönnum í dag að árásarmaðurinn hafi skrifað skilaboð á skothylki sem hann notaði. Þau skilaboð væru „and-ICE“ í eðli sínu. Samkvæmt frétt CNN veitti hann þó ekki frekari upplýsingar um þessi meintu skilaboð. Kash Patel, umdeildur yfirmaður FBI, birti mynd sem hann segir vera af umræddum skotum sem fundust á árásarmanninum. Á eitt þeirra er búið að skrifa, með penna, „Anti-ICE“ eða „And-Ice“. Þetta segir Patel að sé til marks um pólitískar ástæður árásarinnar en ítrekar að rannsókn sé enn yfirstandandi. This morning just before 7am local time, an individual fired multiple rounds at a Dallas, Texas ICE facility, killing one, wounding several others, before taking his own life. FBI, DHS, ATF are on the ground with Dallas PD and state authorities. While the investigation is… pic.twitter.com/SMOyxiKLqA— FBI Director Kash Patel (@FBIDirectorKash) September 24, 2025 Þetta er mjög óvanaleg færsla frá yfirmanni FBI. Það að Patel, sem er náinn bandamaður Donalds Trump, birti mynd af sönnunargögnum nokkrum klukkustundum eftir árásina og sé tilbúinn til að gefa strax í skyn að árásin hafi verið gerð af pólitískum tilgangi, hefur vekið mikla furðu vestanhafs. Patel vakti einnig töluverða furðu skömmu eftir morðið á Charlie Kirk, þegar hann lýsti því ranglega yfir skömmu eftir morðið að morðinginn væri í haldi. Þá hafði maður verið færður til yfirheyrslu en var fljótt sleppt eftir að í ljós kom að hann tengdist morðinu ekki með nokkrum hætti. Kallaði eftir ró og þolinmæði Eric Johnson, borgarstjóri Dallas, kallaði á blaðamannafundi í dag eftir því að fólk sýndi ró og þolinmæði. Mörgum spurningum um árásina væri ósvarað en málið væri í rannsókn, sem væri þó skammt á veg komin. Þá bað hann íbúa um að sýna hvort öðru stuðning og skilning á „þessum erfiðu tímum“ fyrir bæði borgina og Bandaríkin í heild sinni.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira