Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2025 15:06 Selinskí Úkraínuforseti á leið á sviðið í höfuðstöðum Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun. AP/Yuki Iwamura Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Rússlandsforseti muni auka og breiða út stríðsresktur sinn verði hann ekki stöðvaður. Stríðið væri knúið áfram af nýrri vopnatækni og gervigreind. Alþjóðalög hefðu ekkert gildi án valdamikilla vina og vopna. Þetta kom fram í ávarpi hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun. „Þjóð sem þráir frið þarf engu að síður að nota vopn,“ sagði Selenskí. „Alþjóðalög virka ekki nema þú eigir öfluga vini sem eru tilbúnir að verja þau – og jafnvel það er gagnslaust án vopna.“ Forsetinn sagði að þrátt fyrir blóðsúthellingar væru Úkraínumenn friðsamt fólk. Vopnahlé kæmist ekki á vegna þess að Rússar segðu nei. Þeir héldu áfram loftárásum, jafnvel nærri kjarnorkuverum, og hefðu numið þúsundir úkraínskra barna á brott. Yrði að passa upp á Moldóvu Hann gagnrýndi veikleika alþjóðastofnana og benti á að innrásir Rússa í lofthelgi Póllands og Eistlands sýndu að jafnvel aðild að hernaðarbandalagi eins og NATO veitti ekki sjálfkrafa öryggi. Eistland hafi í fyrsta sinn neyðst til að kalla saman öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vegna árása Rússa. Selenskí varaði einnig við rússneskum áhrifum í Moldóvu. Evrópa hefði misst Georgíu og Hvíta-Rússland. Moldóva mætti ekki verða næsta fórnarlamb. Evrópusambandið yrði að hjálpa Moldóvum með fjármunum og aðstoð í orkumálum en ekki með orðum og pólitískum yfirlýsingum. Forsetinn fjallaði sérstaklega um vaxandi ógn dróna og gervigreindar í hernaði. „Það er aðeins tímaspursmál hvenær drónar fara að berjast sjálfir, án þess að lúta stjórn manna,“ sagði Selinskí. Vegna innrásarstríðs Rússa hefðu tugir þúsunda kunnáttu til að nota dróna til að drepa fólk. Hann spurði hvað myndi gerast yrðu drónar enn aðgengilegri í framtíðinni? Hann krafðist alþjóðlegra reglna um notkun gervigreindar í vopnum. Ódýrara nú en seinna Selenskí lagði áherslu á að stöðva yrði Vladimir Pútín Rússlandsforseta strax. „Það er ódýrara að stöðva Pútína núna,“ sagði Selinskí og bar saman kostnaðinn við að verja skip og hafnir heimsins síðar. Pútín myndi bæta við stríðsrekstur sinn yrði hann ekki stöðvaður. Viðstaddir í New York væru ábyrgir fyrir því að brottnumin börn gætu snúið heim til sín, fangar yrðu frelsaðir og gíslar komist heim. Í lok ræðu sinnar þakkaði hann Bandaríkjaforsetunum, núverandi og fyrrverandi, fyrir stuðninginn en undirstrikaði að friður væri sameiginlegt verkefni allra. Selenski minntist banatilræðis við Donald Trump og nýlegu morði á Charlie Kirk vestan hafs í ræðu sinni í samhengi við útbreiðslu vopna. Þá hvatti hann aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til að láta í sér heyra á meðan stríði Rússa standi. Þjóðirnar þurfi að fordæma aðgerðir Rússa. Hann lauk ræðu sinni á kunnuglegum nótum: „Slava Ukraini“ eða „dýrð sé Úkraínu.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
„Þjóð sem þráir frið þarf engu að síður að nota vopn,“ sagði Selenskí. „Alþjóðalög virka ekki nema þú eigir öfluga vini sem eru tilbúnir að verja þau – og jafnvel það er gagnslaust án vopna.“ Forsetinn sagði að þrátt fyrir blóðsúthellingar væru Úkraínumenn friðsamt fólk. Vopnahlé kæmist ekki á vegna þess að Rússar segðu nei. Þeir héldu áfram loftárásum, jafnvel nærri kjarnorkuverum, og hefðu numið þúsundir úkraínskra barna á brott. Yrði að passa upp á Moldóvu Hann gagnrýndi veikleika alþjóðastofnana og benti á að innrásir Rússa í lofthelgi Póllands og Eistlands sýndu að jafnvel aðild að hernaðarbandalagi eins og NATO veitti ekki sjálfkrafa öryggi. Eistland hafi í fyrsta sinn neyðst til að kalla saman öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vegna árása Rússa. Selenskí varaði einnig við rússneskum áhrifum í Moldóvu. Evrópa hefði misst Georgíu og Hvíta-Rússland. Moldóva mætti ekki verða næsta fórnarlamb. Evrópusambandið yrði að hjálpa Moldóvum með fjármunum og aðstoð í orkumálum en ekki með orðum og pólitískum yfirlýsingum. Forsetinn fjallaði sérstaklega um vaxandi ógn dróna og gervigreindar í hernaði. „Það er aðeins tímaspursmál hvenær drónar fara að berjast sjálfir, án þess að lúta stjórn manna,“ sagði Selinskí. Vegna innrásarstríðs Rússa hefðu tugir þúsunda kunnáttu til að nota dróna til að drepa fólk. Hann spurði hvað myndi gerast yrðu drónar enn aðgengilegri í framtíðinni? Hann krafðist alþjóðlegra reglna um notkun gervigreindar í vopnum. Ódýrara nú en seinna Selenskí lagði áherslu á að stöðva yrði Vladimir Pútín Rússlandsforseta strax. „Það er ódýrara að stöðva Pútína núna,“ sagði Selinskí og bar saman kostnaðinn við að verja skip og hafnir heimsins síðar. Pútín myndi bæta við stríðsrekstur sinn yrði hann ekki stöðvaður. Viðstaddir í New York væru ábyrgir fyrir því að brottnumin börn gætu snúið heim til sín, fangar yrðu frelsaðir og gíslar komist heim. Í lok ræðu sinnar þakkaði hann Bandaríkjaforsetunum, núverandi og fyrrverandi, fyrir stuðninginn en undirstrikaði að friður væri sameiginlegt verkefni allra. Selenski minntist banatilræðis við Donald Trump og nýlegu morði á Charlie Kirk vestan hafs í ræðu sinni í samhengi við útbreiðslu vopna. Þá hvatti hann aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til að láta í sér heyra á meðan stríði Rússa standi. Þjóðirnar þurfi að fordæma aðgerðir Rússa. Hann lauk ræðu sinni á kunnuglegum nótum: „Slava Ukraini“ eða „dýrð sé Úkraínu.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira