Verða bílveikari í rafbílum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. september 2025 07:01 Hannes segir ýmsar getgátur uppi um hvað valdi aukinni bílveiki í rafbílum. Fólk upplifir meiri bílveiki í rafmagnsbílum heldur en öðrum bílum. Þetta segir háls, -nef og eyrnalæknir sem segir vísindamenn ekki búnir að átta sig á hvað veldur þó líklega megi skýringuna finna í hröðunarbreytingum í rafbílunum. Rætt er við Hannes Petersen háls-, nef- og eyrnalækni í Reykjavík síðdegis í dag. Þar vísar hann til kínverskrar rannsóknar sem framkvæmd var í fyrra en þar segir að svokölluð hreyfiveiki, gjarnan kennd við bílveiki og jafnvel sjóveiki sé að aukast. Hannes segir ljóst að fólk verði bílveikt í öllum bílum en kvartanir hafi sérstaklega borist vegna rafbílanna og þar virðist einkennin verri. Hreyfingarnar öðruvísi „Það eru aðeins öðruvísi hröðunarbreytingar í rafmagnsbílunum og innri eyrun okkar eru í rauninni ekkert annað en hröðunarviðtæki. Innri eyrun mæla hröðun líkamans,“ segir Hannes. Ef hröðunin sé snögg, með því þegar gefið er í eða bremsað þá finni eyrað það. „Og við vitum að ef við gefum rafmagnsbílnum inn þá er viðbragðið snöggt og þegar við sleppum rafmagnspedalanum þá byrjar bíllinn að hægja strax á sér, hann leyfir þessu ekki aðeins að renna til,“ segir Hannes sem bætir við að hjálpartæki í bílunum hafi einnig áhrif þegar skipt er um akreinar og í fleiri aðstæðum. „Við förum yfir brotalínu á miðju eða út af veginum hægra megin þá tekur stýrið yfir og það aðeins gefur svona hnykk sem leiðir til þessara hröðunarbreytinga. Þetta er eitt af þessum atriðum sem hafa verið nefnd til sögunnar en eflaust eru þau fleiri.“ Bílveikin muni aukast með sjálfvirkni Hannes segir það skothelt ráð fyrir þá sem finni gjarnan fyrir bílveiki að vera virkur þátttakandi í ferðalaginu. Sitja helst framm í og horfa út um framrúðuna, jafnvel fylgjast með bílstjóranum og vita hvað er að fara að gerast. „Mun bíllinn hægja á sér eða verður hraðinn aukinn og annað slíkt, semsagt vera með og reyna að forðast það að lesa á símann eða bauka eitthvað annað á meðan ökuferðinni stendur. Það er kannski það helst. “ Hann segir nokkuð víst að bílveiki muni aukast með tilkomu sjálfkeyrandi bíla. Það sé auðveldara að vera ekki virkur þátttakandi í ferðalögum með slíkum bílum og nefnir dæmi um ferðalag frá Reykjavík til Akureyrar. „Ég ætla ekki að glápa út um framrúðuna alla leið, ég myndi vilja snúa mér inn í bílinn, tala við aðra, vinna á tölvuna og þá koma þessir þættir sem mótvægisaðgerðir. Þá hættum við að fylgjast með og við vitum og það er búið að skoða í hermum og rannsóknarstofum að fólk á eftir að finna meira fyrir hreyfiveiki í þessum heldur en rafmagnsbílunum.“ Bílar Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Sjá meira
Rætt er við Hannes Petersen háls-, nef- og eyrnalækni í Reykjavík síðdegis í dag. Þar vísar hann til kínverskrar rannsóknar sem framkvæmd var í fyrra en þar segir að svokölluð hreyfiveiki, gjarnan kennd við bílveiki og jafnvel sjóveiki sé að aukast. Hannes segir ljóst að fólk verði bílveikt í öllum bílum en kvartanir hafi sérstaklega borist vegna rafbílanna og þar virðist einkennin verri. Hreyfingarnar öðruvísi „Það eru aðeins öðruvísi hröðunarbreytingar í rafmagnsbílunum og innri eyrun okkar eru í rauninni ekkert annað en hröðunarviðtæki. Innri eyrun mæla hröðun líkamans,“ segir Hannes. Ef hröðunin sé snögg, með því þegar gefið er í eða bremsað þá finni eyrað það. „Og við vitum að ef við gefum rafmagnsbílnum inn þá er viðbragðið snöggt og þegar við sleppum rafmagnspedalanum þá byrjar bíllinn að hægja strax á sér, hann leyfir þessu ekki aðeins að renna til,“ segir Hannes sem bætir við að hjálpartæki í bílunum hafi einnig áhrif þegar skipt er um akreinar og í fleiri aðstæðum. „Við förum yfir brotalínu á miðju eða út af veginum hægra megin þá tekur stýrið yfir og það aðeins gefur svona hnykk sem leiðir til þessara hröðunarbreytinga. Þetta er eitt af þessum atriðum sem hafa verið nefnd til sögunnar en eflaust eru þau fleiri.“ Bílveikin muni aukast með sjálfvirkni Hannes segir það skothelt ráð fyrir þá sem finni gjarnan fyrir bílveiki að vera virkur þátttakandi í ferðalaginu. Sitja helst framm í og horfa út um framrúðuna, jafnvel fylgjast með bílstjóranum og vita hvað er að fara að gerast. „Mun bíllinn hægja á sér eða verður hraðinn aukinn og annað slíkt, semsagt vera með og reyna að forðast það að lesa á símann eða bauka eitthvað annað á meðan ökuferðinni stendur. Það er kannski það helst. “ Hann segir nokkuð víst að bílveiki muni aukast með tilkomu sjálfkeyrandi bíla. Það sé auðveldara að vera ekki virkur þátttakandi í ferðalögum með slíkum bílum og nefnir dæmi um ferðalag frá Reykjavík til Akureyrar. „Ég ætla ekki að glápa út um framrúðuna alla leið, ég myndi vilja snúa mér inn í bílinn, tala við aðra, vinna á tölvuna og þá koma þessir þættir sem mótvægisaðgerðir. Þá hættum við að fylgjast með og við vitum og það er búið að skoða í hermum og rannsóknarstofum að fólk á eftir að finna meira fyrir hreyfiveiki í þessum heldur en rafmagnsbílunum.“
Bílar Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Sjá meira