Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. september 2025 12:11 Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir alla þrjá eldsvoðana rannsakaða sem íkveikjur og þá er til skoðunar að setja upp vakt við húsið til að tryggja öryggi íbúa. Vilhelm/SÝN Bæði lögreglan á Selfossi og Brunavarnir Árnessýslu hafa áhyggjur af því að brennuvargur gangi laus í bænum en eldur hefur komið upp í sama fjölbýlishúsinu þrisvar sinnum á einni viku. Allir þrír eldsvoðarnir eru rannsakaðir sem íkveikjur. Eldri hjón sem búa í fjölbýlishúsi á Selfossi lýsa ógnarástandi í grein sem birtist á Vísi í morgun en eldur hefur komið upp í þrígang í byggingu þeirra á einni viku. Hjónin eru um sjötugt og kveðast dauðhrædd um líf sitt og heilsu. Til skoðunar að setja upp vakt við húsið Fyrst kom upp eldsvoði í geymslugangi hússins fyrir sléttri viku og héldu íbúar þá að kviknað hefði í út frá rafmagni. Daginn eftir kviknaði hins vegar í ruslageymslu við stigahúsið og síðan aftur í hádeginu í gær. Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir alla þrjá eldsvoðana rannsakaða sem íkveikjur og þá er til skoðunar að setja upp vakt við húsið til að tryggja öryggi íbúa. „Það er búið að vera taka skýrslu af fólki og svo höfum við verði í almennri upplýsingaöflun og við lítum þetta mjög alvarlegum augum og ætlum að taka á þessu af föstum.“ Mikil hætta á ferð Hafið þið áhyggjur af því að það gangi brennuvargur laus í bænum? „Já þetta er rannsakað sem íkveikja og þar af leiðandi erum við að rannsaka þetta eftir því.“ Enginn liggur undir grun eins og stendur. Hann biðlar til fólks að hafa tafarlaust samband við lögreglu ef það verður vart við eitthvað. Atvikin þrjú hafi öll komið upp um hábjartan dag. „Það er kveikt í geymslum og ruslageymslum og það væri mjög gott ef þær væru læstar eða eitthvað slíkt þannig að það sé ekki auðvelt að einhverju þannig löguðu. Það er náttúrulega um að ræða fjölbýlishús þannig að hættan sem getur skapast af því er mikil.“ Fjöldi fólks býr í húsinu sem kviknað hefur í þrígang síðustu viku.já.is Furðulegt að mæta á sama vettvang þrisvar í sömu viku Lárus Kristinn Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, tekur undir áhyggjur lögreglu. „Við erum búnir að hitta á íbúa þarna í þessum útköllum og auðvitað er fólki brugðið en lögreglan á suðurlandi vinnur að rannsókn á málinu.“ Er ekki skrítið að koma svona þrisvar á vettvang í sömu vikunni? „Það er furðulegt jú.“ Ekki er aukinn viðbúnaður hjá slökkviliðinu vegna málsins en Lárus segir alla vera tánum. „Við auðvitað höfum alltaf áhyggjur ef að eldar eru kveiktir. Þeir geta valdið skaða eða meiriháttar tjóni. Við höfum alltaf áhyggjur af því.“ Lögreglumál Árborg Slökkvilið Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Eldri hjón sem búa í fjölbýlishúsi á Selfossi lýsa ógnarástandi í grein sem birtist á Vísi í morgun en eldur hefur komið upp í þrígang í byggingu þeirra á einni viku. Hjónin eru um sjötugt og kveðast dauðhrædd um líf sitt og heilsu. Til skoðunar að setja upp vakt við húsið Fyrst kom upp eldsvoði í geymslugangi hússins fyrir sléttri viku og héldu íbúar þá að kviknað hefði í út frá rafmagni. Daginn eftir kviknaði hins vegar í ruslageymslu við stigahúsið og síðan aftur í hádeginu í gær. Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir alla þrjá eldsvoðana rannsakaða sem íkveikjur og þá er til skoðunar að setja upp vakt við húsið til að tryggja öryggi íbúa. „Það er búið að vera taka skýrslu af fólki og svo höfum við verði í almennri upplýsingaöflun og við lítum þetta mjög alvarlegum augum og ætlum að taka á þessu af föstum.“ Mikil hætta á ferð Hafið þið áhyggjur af því að það gangi brennuvargur laus í bænum? „Já þetta er rannsakað sem íkveikja og þar af leiðandi erum við að rannsaka þetta eftir því.“ Enginn liggur undir grun eins og stendur. Hann biðlar til fólks að hafa tafarlaust samband við lögreglu ef það verður vart við eitthvað. Atvikin þrjú hafi öll komið upp um hábjartan dag. „Það er kveikt í geymslum og ruslageymslum og það væri mjög gott ef þær væru læstar eða eitthvað slíkt þannig að það sé ekki auðvelt að einhverju þannig löguðu. Það er náttúrulega um að ræða fjölbýlishús þannig að hættan sem getur skapast af því er mikil.“ Fjöldi fólks býr í húsinu sem kviknað hefur í þrígang síðustu viku.já.is Furðulegt að mæta á sama vettvang þrisvar í sömu viku Lárus Kristinn Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, tekur undir áhyggjur lögreglu. „Við erum búnir að hitta á íbúa þarna í þessum útköllum og auðvitað er fólki brugðið en lögreglan á suðurlandi vinnur að rannsókn á málinu.“ Er ekki skrítið að koma svona þrisvar á vettvang í sömu vikunni? „Það er furðulegt jú.“ Ekki er aukinn viðbúnaður hjá slökkviliðinu vegna málsins en Lárus segir alla vera tánum. „Við auðvitað höfum alltaf áhyggjur ef að eldar eru kveiktir. Þeir geta valdið skaða eða meiriháttar tjóni. Við höfum alltaf áhyggjur af því.“
Lögreglumál Árborg Slökkvilið Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira