Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. september 2025 12:11 Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir alla þrjá eldsvoðana rannsakaða sem íkveikjur og þá er til skoðunar að setja upp vakt við húsið til að tryggja öryggi íbúa. Vilhelm/SÝN Bæði lögreglan á Selfossi og Brunavarnir Árnessýslu hafa áhyggjur af því að brennuvargur gangi laus í bænum en eldur hefur komið upp í sama fjölbýlishúsinu þrisvar sinnum á einni viku. Allir þrír eldsvoðarnir eru rannsakaðir sem íkveikjur. Eldri hjón sem búa í fjölbýlishúsi á Selfossi lýsa ógnarástandi í grein sem birtist á Vísi í morgun en eldur hefur komið upp í þrígang í byggingu þeirra á einni viku. Hjónin eru um sjötugt og kveðast dauðhrædd um líf sitt og heilsu. Til skoðunar að setja upp vakt við húsið Fyrst kom upp eldsvoði í geymslugangi hússins fyrir sléttri viku og héldu íbúar þá að kviknað hefði í út frá rafmagni. Daginn eftir kviknaði hins vegar í ruslageymslu við stigahúsið og síðan aftur í hádeginu í gær. Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir alla þrjá eldsvoðana rannsakaða sem íkveikjur og þá er til skoðunar að setja upp vakt við húsið til að tryggja öryggi íbúa. „Það er búið að vera taka skýrslu af fólki og svo höfum við verði í almennri upplýsingaöflun og við lítum þetta mjög alvarlegum augum og ætlum að taka á þessu af föstum.“ Mikil hætta á ferð Hafið þið áhyggjur af því að það gangi brennuvargur laus í bænum? „Já þetta er rannsakað sem íkveikja og þar af leiðandi erum við að rannsaka þetta eftir því.“ Enginn liggur undir grun eins og stendur. Hann biðlar til fólks að hafa tafarlaust samband við lögreglu ef það verður vart við eitthvað. Atvikin þrjú hafi öll komið upp um hábjartan dag. „Það er kveikt í geymslum og ruslageymslum og það væri mjög gott ef þær væru læstar eða eitthvað slíkt þannig að það sé ekki auðvelt að einhverju þannig löguðu. Það er náttúrulega um að ræða fjölbýlishús þannig að hættan sem getur skapast af því er mikil.“ Fjöldi fólks býr í húsinu sem kviknað hefur í þrígang síðustu viku.já.is Furðulegt að mæta á sama vettvang þrisvar í sömu viku Lárus Kristinn Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, tekur undir áhyggjur lögreglu. „Við erum búnir að hitta á íbúa þarna í þessum útköllum og auðvitað er fólki brugðið en lögreglan á suðurlandi vinnur að rannsókn á málinu.“ Er ekki skrítið að koma svona þrisvar á vettvang í sömu vikunni? „Það er furðulegt jú.“ Ekki er aukinn viðbúnaður hjá slökkviliðinu vegna málsins en Lárus segir alla vera tánum. „Við auðvitað höfum alltaf áhyggjur ef að eldar eru kveiktir. Þeir geta valdið skaða eða meiriháttar tjóni. Við höfum alltaf áhyggjur af því.“ Lögreglumál Árborg Slökkvilið Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Eldri hjón sem búa í fjölbýlishúsi á Selfossi lýsa ógnarástandi í grein sem birtist á Vísi í morgun en eldur hefur komið upp í þrígang í byggingu þeirra á einni viku. Hjónin eru um sjötugt og kveðast dauðhrædd um líf sitt og heilsu. Til skoðunar að setja upp vakt við húsið Fyrst kom upp eldsvoði í geymslugangi hússins fyrir sléttri viku og héldu íbúar þá að kviknað hefði í út frá rafmagni. Daginn eftir kviknaði hins vegar í ruslageymslu við stigahúsið og síðan aftur í hádeginu í gær. Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir alla þrjá eldsvoðana rannsakaða sem íkveikjur og þá er til skoðunar að setja upp vakt við húsið til að tryggja öryggi íbúa. „Það er búið að vera taka skýrslu af fólki og svo höfum við verði í almennri upplýsingaöflun og við lítum þetta mjög alvarlegum augum og ætlum að taka á þessu af föstum.“ Mikil hætta á ferð Hafið þið áhyggjur af því að það gangi brennuvargur laus í bænum? „Já þetta er rannsakað sem íkveikja og þar af leiðandi erum við að rannsaka þetta eftir því.“ Enginn liggur undir grun eins og stendur. Hann biðlar til fólks að hafa tafarlaust samband við lögreglu ef það verður vart við eitthvað. Atvikin þrjú hafi öll komið upp um hábjartan dag. „Það er kveikt í geymslum og ruslageymslum og það væri mjög gott ef þær væru læstar eða eitthvað slíkt þannig að það sé ekki auðvelt að einhverju þannig löguðu. Það er náttúrulega um að ræða fjölbýlishús þannig að hættan sem getur skapast af því er mikil.“ Fjöldi fólks býr í húsinu sem kviknað hefur í þrígang síðustu viku.já.is Furðulegt að mæta á sama vettvang þrisvar í sömu viku Lárus Kristinn Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, tekur undir áhyggjur lögreglu. „Við erum búnir að hitta á íbúa þarna í þessum útköllum og auðvitað er fólki brugðið en lögreglan á suðurlandi vinnur að rannsókn á málinu.“ Er ekki skrítið að koma svona þrisvar á vettvang í sömu vikunni? „Það er furðulegt jú.“ Ekki er aukinn viðbúnaður hjá slökkviliðinu vegna málsins en Lárus segir alla vera tánum. „Við auðvitað höfum alltaf áhyggjur ef að eldar eru kveiktir. Þeir geta valdið skaða eða meiriháttar tjóni. Við höfum alltaf áhyggjur af því.“
Lögreglumál Árborg Slökkvilið Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?