Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Eiður Þór Árnason skrifar 22. september 2025 21:25 Sarah Ferguson þarf að kveðja sex ólík samtök sem hafa afþakkað þjónustu hennar. Epa/ETTORE FERRARI Sex bresk góðgerðafélög sem störfuðu með hertogaynjunni af York hafa slitið á tengsl við hana eftir að tölvupóstur var birtur þar sem hún kallaði Jeffrey Epstein „einstakan vin“. Í póstinum virtist hún biðjast velvirðingar á því að hafa gagnrýnt hann opinberlega. Sarah Ferguson, fyrrverandi eiginkona Andrésar prins, var ýmist titluð verndari eða sendiherra samtakanna sex. Epstein var ákærður fyrir mansal á börnum og kynferðisbrot. Hann svipti sig lífi í fangaklefa í New York árið 2019 á meðan hann beið réttarhalda. Jeffrey Epstein hafði verið ákærður fyrir fjölda brota þegar hann lést. Vísir/EPA Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu og hefur eftir talsmanni Ferguson að hún ætli ekki að tjá sig um ákvarðanir líknarfélaganna. Julia's House, sem rekur barnasjúkrahús, var fyrsta félagið til að hætta samstarfi við Ferguson og sagði það „óviðeigandi“ að hún gegndi stöðunni áfram. Síðar í dag tilkynntu félögin Teenage Cancer Trust, Natasha Allergy Research Foundation, Children's Literacy Charity og Prevent Breast Cancer einnig að hertogaynjan væri ekki lengur titluð verndari þeirra. Þá gaf The British Heart Foundation út að hún væri ekki lengur sendiherra góðgerðarstofnunarinnar sem fjármagnar rannsóknir á hjarta- og æðasjúkdómum. Stangist á við opinber ummæli Umræddur tölvupóstur frá hertogaynjunni til Epsteins var birtur af bresku dagblöðunum Mail og Sun í gær. Virðist hann hafa verið sendur eftir að hún fullyrti opinberlega að hafa hætt samskiptum við hann. Í tölvupóstinum frá árinu 2011 virðist hún biðjast velvirðingar á opinberum ummælum þar sem hún gagnrýndi Epstein og skrifaði: „Þú hefur alltaf verið mér og fjölskyldu minni staðfastur, örlátur og einstakur vinur.“ Fyrr sama ár hafði hún fordæmt Epstein í víðtali og sagt að samskipti þeirra hafi verið „risavaxinn dómgreindarbrestur“ og að: „Það sem hann gerði var rangt og fyrir það var hann réttilega fangelsaður.“ Talsmaður hertogaynjunnar segir að tölvupóstur hennar til Epsteins, þar sem hún lýsti honum sem vini, hefði verið sendur til að draga úr hættunni á því að hann myndi stefna henni fyrir meiðyrði. Hún sjái enn mjög eftir öllum tengslum við hann. „Þessi tölvupóstur var sendur eftir ráðleggingar sem hertogaynjan fékk til að reyna að róa Epstein og draga úr hótunum hans,“ sagði í yfirlýsingu sem talsmaður hennar gaf út í gær eftir að tölvupósturinn til Epsteins var birtur. Kóngafólk Bretland Mál Jeffrey Epstein Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Sarah Ferguson, fyrrverandi eiginkona Andrésar prins, var ýmist titluð verndari eða sendiherra samtakanna sex. Epstein var ákærður fyrir mansal á börnum og kynferðisbrot. Hann svipti sig lífi í fangaklefa í New York árið 2019 á meðan hann beið réttarhalda. Jeffrey Epstein hafði verið ákærður fyrir fjölda brota þegar hann lést. Vísir/EPA Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu og hefur eftir talsmanni Ferguson að hún ætli ekki að tjá sig um ákvarðanir líknarfélaganna. Julia's House, sem rekur barnasjúkrahús, var fyrsta félagið til að hætta samstarfi við Ferguson og sagði það „óviðeigandi“ að hún gegndi stöðunni áfram. Síðar í dag tilkynntu félögin Teenage Cancer Trust, Natasha Allergy Research Foundation, Children's Literacy Charity og Prevent Breast Cancer einnig að hertogaynjan væri ekki lengur titluð verndari þeirra. Þá gaf The British Heart Foundation út að hún væri ekki lengur sendiherra góðgerðarstofnunarinnar sem fjármagnar rannsóknir á hjarta- og æðasjúkdómum. Stangist á við opinber ummæli Umræddur tölvupóstur frá hertogaynjunni til Epsteins var birtur af bresku dagblöðunum Mail og Sun í gær. Virðist hann hafa verið sendur eftir að hún fullyrti opinberlega að hafa hætt samskiptum við hann. Í tölvupóstinum frá árinu 2011 virðist hún biðjast velvirðingar á opinberum ummælum þar sem hún gagnrýndi Epstein og skrifaði: „Þú hefur alltaf verið mér og fjölskyldu minni staðfastur, örlátur og einstakur vinur.“ Fyrr sama ár hafði hún fordæmt Epstein í víðtali og sagt að samskipti þeirra hafi verið „risavaxinn dómgreindarbrestur“ og að: „Það sem hann gerði var rangt og fyrir það var hann réttilega fangelsaður.“ Talsmaður hertogaynjunnar segir að tölvupóstur hennar til Epsteins, þar sem hún lýsti honum sem vini, hefði verið sendur til að draga úr hættunni á því að hann myndi stefna henni fyrir meiðyrði. Hún sjái enn mjög eftir öllum tengslum við hann. „Þessi tölvupóstur var sendur eftir ráðleggingar sem hertogaynjan fékk til að reyna að róa Epstein og draga úr hótunum hans,“ sagði í yfirlýsingu sem talsmaður hennar gaf út í gær eftir að tölvupósturinn til Epsteins var birtur.
Kóngafólk Bretland Mál Jeffrey Epstein Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira