Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2025 13:23 Jorge kom til Íslands á Seyðisfirði að morgni miðvikudagsins 6. apríl. Hann gekk um bæinn en virtist lítinn áhuga hafa á umhverfinu öfugt við það sem hann tjáði lögreglu, að hann væri mjög áhugasamur um landið og sérstaklega norðurljósin. Unsplash/Freysteinn G. Jónsson Þrír karlmenn hafa verið dæmdir í tveggja og hálfs til þriggja ára fangelsi fyrir innflutning á um þremur kílóum af kókaíni. Einum grunuðu tókst að eyða sönnunargögnum úr síma sínum á sama tíma og hann var handjárnaður í lögreglubíl. Grunur kviknaði um eitthvað vafasamt þegar Spánverjinn Jorge Fernando De Vuono Otarola kom með Norrænu til Færeyja í apríl síðastliðnum. Á Seyðisfirði var nánar rætt við Jorge og hann spurður út í ferðalagið. Hann hafði sagst hafa tekið rútu frá Barselóna til Parísar, aðra þaðan til Hamborgar og loks lest til Hirtshals í Danmörku. Hann hefði valið þess leið til að spara peninga. Athugun lögregul leiddi í ljós að beint flug frá Barselóna til Íslands á þessum tíma var fáanlegt á 163 evrur á meðan hann hafði greitt fleiri hundruð evrur fyrir siglingu með Norrænu, gistingu, rútur og lestarferð. Ætlaði að gefa vinkonu á Íslandi potta Jorge sagðist ætla að heimsækja vinkonu á Íslandi og færa henni þrjá potta á gjöf sem hann hafði meðferðist. Lögregla grunaði að fíkniefni væru í pottunum og laumaði búnaði í farangur Jorge til að fylgjast með ferðum hans og hlera samtöl. Því er lýst sem Jorge hafi sýnt umhverfinu á Austfjörðum lítinn áhuga, haldið sér til hlés og lent í vandræðum með að koma sér til Reykjavíkur því strætóferðir voru ekki í boði við komu hans til landsins. Tveimur dögum síðar var hann kominn til Reykjavíkur með strætó með viðkomu á Akureyri. Áfram hélt Jorge að fara huldu höfði þar til hann fór upp í bíl með tveimur mönnum innanborðs í Múlunum í Reykjavík. Þar sat við stýrið Litháinn sjötugi Algimantas Saltenis og Carlos Alberto Lara Leonides sem sá fyrrnefndi hafði nýlega sótt á Keflavíkurflugvöll. Eftir að hafa ekið hingað og þangað um höfuðborgarsvæðið stöðvaði lögregla för þeirra og handtók. Hittust á Spáni og skipulögðu ferðina Í yfirheyrslum skýrðist atburðarásin og viðurkenndi Carlos að hafa komið pottunum til Jorges á Spáni og skipulagt ferð hans. Hann viðurkenndi aðkomu sína að innflutningnum á meðan Jorge þvertók í fyrstu að hafa nokkuð vitað um fíkniefni. Algimantas, sem endurtekið hefur verið sviptur ökuréttindum hér á landi, var í hlutverki bílstjóra og sagðist ekkert vita um fíkniefni. Aðkoma hans að því að útvega vog og fleira tengt fíkniefnum studdi grun lögreglu um að hann væri ekki sakleysið uppmálað. Algimantas sagðist ætla að vigta gullkeðju með voginni en héraðsdómur keypti ekki þá skýringu. Fjórði maður virðist svo hafa verið efstur í keðjunni. Á meðan Algimantas sat í handjárnum í lögreglubíl og lögreglumaður einbeitti sér að öðru tókst Algimantas að eiga símtal við huldumann úr síma sínum í lögreglubílnum. Það varð til þess að huldumaðurinn eyddi samskiptagögnum við Algimantas. Lögreglu tókst ekki að komast að því hver huldumaðurinn var en hann var með skráð símanúmer í Litháen. Voru þeir Algimantas og Jorge dæmdir í þriggja ára fangelsi en Carlos fékk tvö og hálft. Var litið til þess að hann hefði greiðlega játað og veitt lögreglu greiðlega upplýsingar sem höfðu verulega þýðingu. Dóminn má lesa hér. Fíkniefnabrot Norræna Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Grunur kviknaði um eitthvað vafasamt þegar Spánverjinn Jorge Fernando De Vuono Otarola kom með Norrænu til Færeyja í apríl síðastliðnum. Á Seyðisfirði var nánar rætt við Jorge og hann spurður út í ferðalagið. Hann hafði sagst hafa tekið rútu frá Barselóna til Parísar, aðra þaðan til Hamborgar og loks lest til Hirtshals í Danmörku. Hann hefði valið þess leið til að spara peninga. Athugun lögregul leiddi í ljós að beint flug frá Barselóna til Íslands á þessum tíma var fáanlegt á 163 evrur á meðan hann hafði greitt fleiri hundruð evrur fyrir siglingu með Norrænu, gistingu, rútur og lestarferð. Ætlaði að gefa vinkonu á Íslandi potta Jorge sagðist ætla að heimsækja vinkonu á Íslandi og færa henni þrjá potta á gjöf sem hann hafði meðferðist. Lögregla grunaði að fíkniefni væru í pottunum og laumaði búnaði í farangur Jorge til að fylgjast með ferðum hans og hlera samtöl. Því er lýst sem Jorge hafi sýnt umhverfinu á Austfjörðum lítinn áhuga, haldið sér til hlés og lent í vandræðum með að koma sér til Reykjavíkur því strætóferðir voru ekki í boði við komu hans til landsins. Tveimur dögum síðar var hann kominn til Reykjavíkur með strætó með viðkomu á Akureyri. Áfram hélt Jorge að fara huldu höfði þar til hann fór upp í bíl með tveimur mönnum innanborðs í Múlunum í Reykjavík. Þar sat við stýrið Litháinn sjötugi Algimantas Saltenis og Carlos Alberto Lara Leonides sem sá fyrrnefndi hafði nýlega sótt á Keflavíkurflugvöll. Eftir að hafa ekið hingað og þangað um höfuðborgarsvæðið stöðvaði lögregla för þeirra og handtók. Hittust á Spáni og skipulögðu ferðina Í yfirheyrslum skýrðist atburðarásin og viðurkenndi Carlos að hafa komið pottunum til Jorges á Spáni og skipulagt ferð hans. Hann viðurkenndi aðkomu sína að innflutningnum á meðan Jorge þvertók í fyrstu að hafa nokkuð vitað um fíkniefni. Algimantas, sem endurtekið hefur verið sviptur ökuréttindum hér á landi, var í hlutverki bílstjóra og sagðist ekkert vita um fíkniefni. Aðkoma hans að því að útvega vog og fleira tengt fíkniefnum studdi grun lögreglu um að hann væri ekki sakleysið uppmálað. Algimantas sagðist ætla að vigta gullkeðju með voginni en héraðsdómur keypti ekki þá skýringu. Fjórði maður virðist svo hafa verið efstur í keðjunni. Á meðan Algimantas sat í handjárnum í lögreglubíl og lögreglumaður einbeitti sér að öðru tókst Algimantas að eiga símtal við huldumann úr síma sínum í lögreglubílnum. Það varð til þess að huldumaðurinn eyddi samskiptagögnum við Algimantas. Lögreglu tókst ekki að komast að því hver huldumaðurinn var en hann var með skráð símanúmer í Litháen. Voru þeir Algimantas og Jorge dæmdir í þriggja ára fangelsi en Carlos fékk tvö og hálft. Var litið til þess að hann hefði greiðlega játað og veitt lögreglu greiðlega upplýsingar sem höfðu verulega þýðingu. Dóminn má lesa hér.
Fíkniefnabrot Norræna Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent