Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar 22. september 2025 07:30 Vegferð ríkisstjórnarinnar í menntamálum hefur einkennst af metnaðar- og áhugaleysi sem sést vel á þingmálaskrá hennar sem og þeirri forgangsröð hún setur málaflokkinn. Nú hefur skilningsleysi bæst við. Fyrir síðustu helgi kynnti menntamálaráðherra gamlar furðu hugmyndir fyrir framhaldsskólann. Koma á fót 4-6 svæðisskrifstofum og setja mannauð þangað sem heima á í skólunum sjálfum. Það á að styrkja skólana en í stað þess á reisa spilaborgir í þágu nýrrar stjórnsýslu Hér er Reykjavíkurleiðin í grunnskólum endurfædd. Leið þar sem þjónustumiðstöðvar/svæðisskrifstofur voru settar á nokkra staði í borginni þegar fjölbreyttni nemendahópsins óx mikið. Leið sem kostar mikið, skilar litlu og skólarnir sitja áfram uppi með mestan vandann enda skólar samfélög þar sem tengsl, þekking og reynsla á gólfinu skipta öllu máli hvað árangur varðar. Þegar mannauður fer úr skólunum rofna tengsl hans við þau úrlausnarefni sem upp koma, hvort sem það eru nemenda-, starfsmanna- eða efnisleg mál skólanna. Þetta er algert lykilatriði Það á sér enga stoð í raunveruleikanum að hægt sé útvista ,,vandamálum“ skólanna til 4-6 stofnananna, þó að einhverja dreymi um það. Þú sendir ekki vanda fjölbreyttari nemendafánu inn í töflureikni á skrifstofu. Vandann þarf að leysa á staðnum með þeim sem eiga í hlut og hafa getu til, þ.e. ef menn vilja leysa vandann en ekki bara fjarlægja hann. Það er rangt að framhaldsskólar hafi ekki mætt áskorunum samtímans eins og ráðuneytið heldur fram. Þeir hafa einmitt gert það með innanhúss þekkingu og reynslu, eða eins og skólameistari Borgarholtsskóla segir: ,,…framhaldsskólar og kennarar í framhaldsskólum hafa verið mjög duglegir við að mæta kröfum samtímans og aðlaga sig“. Aldrei hafa fleiri útskrifast úr iðnnámi, 27% aukning frá því í fyrra og hlutfall brottfalls er lækkandisem er jákvæð vísbending um bætt framhaldsskólastarf og markvissari stuðning við nemendur. Eru þetta merki um að framhaldsskólarnir geti ekki tekist á við áskoranir samtímans eins og ráðuneytið heldur fram? Það er fólkið á gólfinu: 1. Sem þekkir nemendur, tengist þeim og er færast og sneggst að leysa málin fái það tíma til þess, ólíklega fólk sem hefur ekki séð eða talað við nemendur áður. 2. Sem þekkir það best hvað þarf að gera til að árangur náist, ekki sérfræðingur úr ráðuneytinu. 3. Sem þekkir skólana sína best. Það veit hvar hægt er að sýna ráðdeild, nýta fjármagn vel og gera mikið úr litlu, ekki konan með excel-skjalið. Það er ljóst að þessar hugmyndir eru illa ígrundaðar, ólíklegar að leysa nokkuð og hafa verið reyndar áður með litlum árangri og miklum kostnaði. Sköðum ekki gott starf framhaldsskólanna með pólitískum flumbrugangi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason Skoðun Skoðun Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Vegferð ríkisstjórnarinnar í menntamálum hefur einkennst af metnaðar- og áhugaleysi sem sést vel á þingmálaskrá hennar sem og þeirri forgangsröð hún setur málaflokkinn. Nú hefur skilningsleysi bæst við. Fyrir síðustu helgi kynnti menntamálaráðherra gamlar furðu hugmyndir fyrir framhaldsskólann. Koma á fót 4-6 svæðisskrifstofum og setja mannauð þangað sem heima á í skólunum sjálfum. Það á að styrkja skólana en í stað þess á reisa spilaborgir í þágu nýrrar stjórnsýslu Hér er Reykjavíkurleiðin í grunnskólum endurfædd. Leið þar sem þjónustumiðstöðvar/svæðisskrifstofur voru settar á nokkra staði í borginni þegar fjölbreyttni nemendahópsins óx mikið. Leið sem kostar mikið, skilar litlu og skólarnir sitja áfram uppi með mestan vandann enda skólar samfélög þar sem tengsl, þekking og reynsla á gólfinu skipta öllu máli hvað árangur varðar. Þegar mannauður fer úr skólunum rofna tengsl hans við þau úrlausnarefni sem upp koma, hvort sem það eru nemenda-, starfsmanna- eða efnisleg mál skólanna. Þetta er algert lykilatriði Það á sér enga stoð í raunveruleikanum að hægt sé útvista ,,vandamálum“ skólanna til 4-6 stofnananna, þó að einhverja dreymi um það. Þú sendir ekki vanda fjölbreyttari nemendafánu inn í töflureikni á skrifstofu. Vandann þarf að leysa á staðnum með þeim sem eiga í hlut og hafa getu til, þ.e. ef menn vilja leysa vandann en ekki bara fjarlægja hann. Það er rangt að framhaldsskólar hafi ekki mætt áskorunum samtímans eins og ráðuneytið heldur fram. Þeir hafa einmitt gert það með innanhúss þekkingu og reynslu, eða eins og skólameistari Borgarholtsskóla segir: ,,…framhaldsskólar og kennarar í framhaldsskólum hafa verið mjög duglegir við að mæta kröfum samtímans og aðlaga sig“. Aldrei hafa fleiri útskrifast úr iðnnámi, 27% aukning frá því í fyrra og hlutfall brottfalls er lækkandisem er jákvæð vísbending um bætt framhaldsskólastarf og markvissari stuðning við nemendur. Eru þetta merki um að framhaldsskólarnir geti ekki tekist á við áskoranir samtímans eins og ráðuneytið heldur fram? Það er fólkið á gólfinu: 1. Sem þekkir nemendur, tengist þeim og er færast og sneggst að leysa málin fái það tíma til þess, ólíklega fólk sem hefur ekki séð eða talað við nemendur áður. 2. Sem þekkir það best hvað þarf að gera til að árangur náist, ekki sérfræðingur úr ráðuneytinu. 3. Sem þekkir skólana sína best. Það veit hvar hægt er að sýna ráðdeild, nýta fjármagn vel og gera mikið úr litlu, ekki konan með excel-skjalið. Það er ljóst að þessar hugmyndir eru illa ígrundaðar, ólíklegar að leysa nokkuð og hafa verið reyndar áður með litlum árangri og miklum kostnaði. Sköðum ekki gott starf framhaldsskólanna með pólitískum flumbrugangi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun