Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. september 2025 20:03 Það var mikið klappað þegar Gervigreindarvélmennin voru sett af stað og byrjuðu að vinna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrjú Gervigreindarvélmenni hafa tekið til starfa hjá Íslenska Gámafélaginu en hlutverk þeirra er að flokka sorp á flokkunarlínu félagsins. Vélmennin þekkja, flokka og aðskilja endurvinnanleg efni með mikilli nákvæmni. Íslenska Gámafélagið var með heilmikla kynningu á starfsemi sinni í dag en starfsemin er á Esjumelum í Reykjavík. Hjá fyrirtækinu vinnu um 350 manns. Það kom í hlut nýsköpunarráðherra að setja Gervigreindarvélmennin formlega af stað þannig að þau gætu farið að vinna á flokkunarlínunni sinni. „Hugsaðu þér, okkur verðum bráðum skipt út líka. En svona að öllu gamni slepptu þá er auðvitað mjög magnað að svona óþrifaleg vinna, sem að getur þurft mjög mikillar nákvæmni við að hún sé unnin af þessum vélmennum og síðan er almenningur í betri störfum og þjónustar þau,“ segir Logi. Hvað með sjálfan þig, ert þú duglegur að flokka? „Já, ég reyni það en ég sé það á þessum vélmennum að þau eru nákvæmari en ég,“ segir Logi hlæjandi. Gervigreindarvélmennin, sem flokka nú rusl af mikilli nákvæmni hjá Íslenska Gámafélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ótrúlega magnað að sjá vélmennin vinna. „Já, þeir eru mjög skemmtilegir. Ég er búin að fylgjast með þessum róbótum í mörg ár og þeir hafa alltaf verið svo takmarkaðir þessi grey, þú þarft alltaf að forrita þá, en núna með tilkomu gervigreindarinnar þá hafa þeir gjörsamlega breyst og eru svona liggur við að manni finnst stundum menski,“ segir Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins og bætir við. „Þeir geta flokkað allt í 12 flokka fyrir mig og þeir geta flokkað í fjögur mismunandi hólf hvert gervimenni og þeir eru með svona 30 pikk á hverri mínútu og svo starfa þeir allan sólarhringinn greyin, þeir fá litla pásu,“ segir Jón. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins og Ólafur Thordersen eru hér að kynna fyrir ráðherranum vinnuhverfi vélmennanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jón Þórir segir að það hafi kostað um 1 milljarð króna að koma endurvinnslulínu vélmennanna upp, öllum tækjunum og húsnæðinu. Hjá fyrirtækinu vinna um 350 manns en hér er Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins að fræða gesti dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Gervigreind Tækni Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Íslenska Gámafélagið var með heilmikla kynningu á starfsemi sinni í dag en starfsemin er á Esjumelum í Reykjavík. Hjá fyrirtækinu vinnu um 350 manns. Það kom í hlut nýsköpunarráðherra að setja Gervigreindarvélmennin formlega af stað þannig að þau gætu farið að vinna á flokkunarlínunni sinni. „Hugsaðu þér, okkur verðum bráðum skipt út líka. En svona að öllu gamni slepptu þá er auðvitað mjög magnað að svona óþrifaleg vinna, sem að getur þurft mjög mikillar nákvæmni við að hún sé unnin af þessum vélmennum og síðan er almenningur í betri störfum og þjónustar þau,“ segir Logi. Hvað með sjálfan þig, ert þú duglegur að flokka? „Já, ég reyni það en ég sé það á þessum vélmennum að þau eru nákvæmari en ég,“ segir Logi hlæjandi. Gervigreindarvélmennin, sem flokka nú rusl af mikilli nákvæmni hjá Íslenska Gámafélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ótrúlega magnað að sjá vélmennin vinna. „Já, þeir eru mjög skemmtilegir. Ég er búin að fylgjast með þessum róbótum í mörg ár og þeir hafa alltaf verið svo takmarkaðir þessi grey, þú þarft alltaf að forrita þá, en núna með tilkomu gervigreindarinnar þá hafa þeir gjörsamlega breyst og eru svona liggur við að manni finnst stundum menski,“ segir Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins og bætir við. „Þeir geta flokkað allt í 12 flokka fyrir mig og þeir geta flokkað í fjögur mismunandi hólf hvert gervimenni og þeir eru með svona 30 pikk á hverri mínútu og svo starfa þeir allan sólarhringinn greyin, þeir fá litla pásu,“ segir Jón. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins og Ólafur Thordersen eru hér að kynna fyrir ráðherranum vinnuhverfi vélmennanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jón Þórir segir að það hafi kostað um 1 milljarð króna að koma endurvinnslulínu vélmennanna upp, öllum tækjunum og húsnæðinu. Hjá fyrirtækinu vinna um 350 manns en hér er Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins að fræða gesti dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Gervigreind Tækni Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira