Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. september 2025 23:33 Erlingur segir að tillagan hugsuð út frá forsendum barna. Vísir/Sigurjón Viðreisn vill skoða að stytta sumarfrí grunnskólabarna í Reykjavík til að sporna gegn félagslegri einangrun barna. Flutningsmaður tillögunnar kveðst hafa áhyggjur af börnum sem hafi allt of mikinn tíma til að einangra sig yfir sumarmánuðina. Borgarstjórn samþykkti í gær að vísa tillögu um styttingu sumarfrís áfram til Sambands Íslenskra sveitarfélaga. Tillagan gengur út á færa skipulag skólaárs nær því sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Erlingur Sigvaldason, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og frístundafulltrúi var flutningsmaður tillögunnar. Sumarfrí grunnskólanema í Reykjavík nema 76 dögum. Það er tíu dögum meira en í Noregi og tuttugu dögum meira en í Danmörku. „Þegar eg fór að bera saman og rýna í rannsóknir á sumarfríi barna þá sá ég það svart og hvítu í breskum rannsóknum, þar sem sumarfríið eru 42 dagar, samanborið við okkar 76 þá var að sjá að þessir 42 dagar hafa veruleg áhrif því 15% barna á grunnskólaaldri þar upplifa reglulega einmanaleika þessa 42 daga. Ef við myndum framkvæma slíka rannsókn á Íslandi efast ég um að við kæmum eitthvað mikið betur út.“ Erlingur segist ekki vilja ganga á rétt kennara til orlofs því hann vill styttra sumarfrí en lengra vetrarfrí á móti. Hann er sjálfur kennaranemi og svo vinnur hann sem frístundaráðgjafi hjá frístundamiðstöð í Breiðholti. „Ég vinn markvisst með félagslega einangruðum ungmennum og ég veit í samtali við kennara sem starfa með þessum hóp að áhyggjurnar eru miklar yfir sumartímann af því þessi börn eru mjög líkleg til þess að einangra sig því þetta er frekar langur tími til þess.“ Sumardagana mætti nýta til útináms og fræðslu um náttúru. Það sé líka til bóta að draga úr álagi á börn og kennara í svartasta skammdeginu. „Það er bærilegra fyrir ungmenni sem einangra sig félagslega að taka styttri skorpur því inni í skólastarfinu er markviss vinna með þessi börn að eiga sér stað og hún er sett á pásu í langan tíma yfir sumarmánuðina og þetta myndi hafa góð áhrif á þessa markvissu vinnu með þessum félagslega einangruðu ungmennum því það er faraldur einmanaleika á íslandi og við sjáum það á rannsóknum og greiningum að vanlíðan er að aukast.“ Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti í gær að vísa tillögu um styttingu sumarfrís áfram til Sambands Íslenskra sveitarfélaga. Tillagan gengur út á færa skipulag skólaárs nær því sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Erlingur Sigvaldason, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og frístundafulltrúi var flutningsmaður tillögunnar. Sumarfrí grunnskólanema í Reykjavík nema 76 dögum. Það er tíu dögum meira en í Noregi og tuttugu dögum meira en í Danmörku. „Þegar eg fór að bera saman og rýna í rannsóknir á sumarfríi barna þá sá ég það svart og hvítu í breskum rannsóknum, þar sem sumarfríið eru 42 dagar, samanborið við okkar 76 þá var að sjá að þessir 42 dagar hafa veruleg áhrif því 15% barna á grunnskólaaldri þar upplifa reglulega einmanaleika þessa 42 daga. Ef við myndum framkvæma slíka rannsókn á Íslandi efast ég um að við kæmum eitthvað mikið betur út.“ Erlingur segist ekki vilja ganga á rétt kennara til orlofs því hann vill styttra sumarfrí en lengra vetrarfrí á móti. Hann er sjálfur kennaranemi og svo vinnur hann sem frístundaráðgjafi hjá frístundamiðstöð í Breiðholti. „Ég vinn markvisst með félagslega einangruðum ungmennum og ég veit í samtali við kennara sem starfa með þessum hóp að áhyggjurnar eru miklar yfir sumartímann af því þessi börn eru mjög líkleg til þess að einangra sig því þetta er frekar langur tími til þess.“ Sumardagana mætti nýta til útináms og fræðslu um náttúru. Það sé líka til bóta að draga úr álagi á börn og kennara í svartasta skammdeginu. „Það er bærilegra fyrir ungmenni sem einangra sig félagslega að taka styttri skorpur því inni í skólastarfinu er markviss vinna með þessi börn að eiga sér stað og hún er sett á pásu í langan tíma yfir sumarmánuðina og þetta myndi hafa góð áhrif á þessa markvissu vinnu með þessum félagslega einangruðu ungmennum því það er faraldur einmanaleika á íslandi og við sjáum það á rannsóknum og greiningum að vanlíðan er að aukast.“
Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira