Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Árni Sæberg skrifar 12. september 2025 17:06 Maðurinn fékk inni í félagslegri íbúð í Fellabæ. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Sveitarfélagið Múlaþing hefur minnt íbúa sína og fleiri á að Ísland er réttarríki, vegna atviks í Fellabæ á dögunum. Atvikið varðar árás á mann sem hefur hlotið dóm fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. DV greindi frá því á dögunum að ótti hefði gripið um sig meðal íbúa Fellabæjar í Múlaþingi vegna fregna af því að maður, sem hefði hlotið dóm fyrir kynferðisbrot gegn barni, hefði flutt í bæinn. Hann hefði fengið félagslegri íbúð í fjölbýlishúsi úthlutaðri. Seinna sama dag greindi Mannlíf frá því að gengið hefði verið í skrokk á manninum á tjaldstæði í Fellabæ, þar sem hann hefði haft aðsetur í aðdraganda þess að hann fékk inni í félagslegu íbúðinni. Loks greindi Ríkisútvarpið frá því í dag að Lögreglan á Austurlandi hefði farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim sem grunaður er um líkamsárásina en héraðsdómur hefði hafnað kröfunni. Haft var eftir heimildum að meintur árásarmaður hefði sett ýmsa smálega járnhluti í sokk eða poka og beitt sem vopni. Sveitarfélög megi ekki fara í manngreinarálit Í tilkynningu á vef Múlaþings segir að vegna atviksins og umræðu í samfélaginu undanfarna daga þyki sveitarfélaginu mikilvægt að koma skilaboðum á framfæri. „Sveitarfélög eru bundin því að framfylgja settum lögum og reglum, til dæmis við úthlutun íbúða í þeirra eigu, út frá þeim forsendum sem lögin tilgreina að heimilt sé að hafa til hliðsjónar, og einvörðungu þeim forsendum. Ekki má mismuna fólki út frá geðþótta eða persónulegum skoðunum. Eigi að vinna slíkt öðruvísi þarf að breyta þeim lögum og reglum. Lögum er breytt á Alþingi, ekki á sveitarstjórnarstigi eða skrifstofum sveitarfélaga. Reglum er svo hægt að breyta í kjölfar lagabreytinga,“ segir í upphafi yfirlýsingar Múlaþings. Þá segir að mikilvægt sé að hafa í huga að við búum í réttarríki þar sem fólk fái dóm og taki hann út. Að honum liðnum hafi sama fólk tilverurétt og þurfi að geta aðlagast samfélaginu á ný. Félagsþjónustan veiti ákveðna þjónustu sem styðji við fólk í viðkvæmri stöðu og einstaklingar sem hafa tekið út dóm séu hluti af þeim hópi. „Við búum í samfélagi þar sem unnið er út frá því að fólk eigi afturkvæmt út í samfélagið eftir að það hefur tekið út sinn dóm og snýst málið hér einmitt um það, ekki að halda hlífiskyldi yfir ákveðnum brotum.“ Fordæmir hvers kyns ofbeldi Í yfirlýsingunni segir að það sé ástæða fyrir því að einstaklingar eru ekki nafngreindir í ákveðnum dómum hjá dómstólum. Það snúi gjarnan að því að verja fórnarlömb í málunum. Því sé það alvarlegt mál að einstaklingar, jafnvel undir nafnleynd sjálfir, taki það að sér að birta nöfn og myndir af þessum einstaklingum. Umræðan undanfarið undirstriki þá miklu ábyrgð sem uppalendur, kennarar og aðrir, sem hafa áhrif á börn og ungt fólk, hafa þegar kemur að fræðslu. Mikilvægt sé að eiga opið og virkt samtal við börn af því að hætturnar geti leynst víða. „Málið hefur nú tekið þá stefnu að vera orðið harmleikur hér í nærsamfélaginu vegna atviks sem átti sér stað í vikunni. Því er nauðsynlegt að leggja áherslu á mikilvægi þess að fólk taki ekki málin í sínar hendur heldur tali við viðeigandi yfirvöld, til dæmis lögreglu, hafi það áhyggjur. Við skiljum uppnám og áhyggjur en málin verða hvorki leyst með ofbeldi né óvarkárri umræðu á samfélagsmiðlum.“ „Enginn veit hvað undir annars stakki býr“ Múlaþing minnir á að þessa dagana er Gulur september, þar sem vakin er athygli á geðheilbrigði. Hafa skuli í huga að aðgát skal höfð í nærveru sálar og í þessu tilfelli eigi það við gagnvart mörgum sem koma að málunum á ólíkan hátt, beint og óbeint. Fátt sé geðheilbrigði mikilvægara en fræðsla, samhygð og skilningur. Fátt sé eitraðara en fordómar og dómharka. „Enginn veit hvað undir annars stakki býr.“ Múlaþing Dómsmál Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
DV greindi frá því á dögunum að ótti hefði gripið um sig meðal íbúa Fellabæjar í Múlaþingi vegna fregna af því að maður, sem hefði hlotið dóm fyrir kynferðisbrot gegn barni, hefði flutt í bæinn. Hann hefði fengið félagslegri íbúð í fjölbýlishúsi úthlutaðri. Seinna sama dag greindi Mannlíf frá því að gengið hefði verið í skrokk á manninum á tjaldstæði í Fellabæ, þar sem hann hefði haft aðsetur í aðdraganda þess að hann fékk inni í félagslegu íbúðinni. Loks greindi Ríkisútvarpið frá því í dag að Lögreglan á Austurlandi hefði farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim sem grunaður er um líkamsárásina en héraðsdómur hefði hafnað kröfunni. Haft var eftir heimildum að meintur árásarmaður hefði sett ýmsa smálega járnhluti í sokk eða poka og beitt sem vopni. Sveitarfélög megi ekki fara í manngreinarálit Í tilkynningu á vef Múlaþings segir að vegna atviksins og umræðu í samfélaginu undanfarna daga þyki sveitarfélaginu mikilvægt að koma skilaboðum á framfæri. „Sveitarfélög eru bundin því að framfylgja settum lögum og reglum, til dæmis við úthlutun íbúða í þeirra eigu, út frá þeim forsendum sem lögin tilgreina að heimilt sé að hafa til hliðsjónar, og einvörðungu þeim forsendum. Ekki má mismuna fólki út frá geðþótta eða persónulegum skoðunum. Eigi að vinna slíkt öðruvísi þarf að breyta þeim lögum og reglum. Lögum er breytt á Alþingi, ekki á sveitarstjórnarstigi eða skrifstofum sveitarfélaga. Reglum er svo hægt að breyta í kjölfar lagabreytinga,“ segir í upphafi yfirlýsingar Múlaþings. Þá segir að mikilvægt sé að hafa í huga að við búum í réttarríki þar sem fólk fái dóm og taki hann út. Að honum liðnum hafi sama fólk tilverurétt og þurfi að geta aðlagast samfélaginu á ný. Félagsþjónustan veiti ákveðna þjónustu sem styðji við fólk í viðkvæmri stöðu og einstaklingar sem hafa tekið út dóm séu hluti af þeim hópi. „Við búum í samfélagi þar sem unnið er út frá því að fólk eigi afturkvæmt út í samfélagið eftir að það hefur tekið út sinn dóm og snýst málið hér einmitt um það, ekki að halda hlífiskyldi yfir ákveðnum brotum.“ Fordæmir hvers kyns ofbeldi Í yfirlýsingunni segir að það sé ástæða fyrir því að einstaklingar eru ekki nafngreindir í ákveðnum dómum hjá dómstólum. Það snúi gjarnan að því að verja fórnarlömb í málunum. Því sé það alvarlegt mál að einstaklingar, jafnvel undir nafnleynd sjálfir, taki það að sér að birta nöfn og myndir af þessum einstaklingum. Umræðan undanfarið undirstriki þá miklu ábyrgð sem uppalendur, kennarar og aðrir, sem hafa áhrif á börn og ungt fólk, hafa þegar kemur að fræðslu. Mikilvægt sé að eiga opið og virkt samtal við börn af því að hætturnar geti leynst víða. „Málið hefur nú tekið þá stefnu að vera orðið harmleikur hér í nærsamfélaginu vegna atviks sem átti sér stað í vikunni. Því er nauðsynlegt að leggja áherslu á mikilvægi þess að fólk taki ekki málin í sínar hendur heldur tali við viðeigandi yfirvöld, til dæmis lögreglu, hafi það áhyggjur. Við skiljum uppnám og áhyggjur en málin verða hvorki leyst með ofbeldi né óvarkárri umræðu á samfélagsmiðlum.“ „Enginn veit hvað undir annars stakki býr“ Múlaþing minnir á að þessa dagana er Gulur september, þar sem vakin er athygli á geðheilbrigði. Hafa skuli í huga að aðgát skal höfð í nærveru sálar og í þessu tilfelli eigi það við gagnvart mörgum sem koma að málunum á ólíkan hátt, beint og óbeint. Fátt sé geðheilbrigði mikilvægara en fræðsla, samhygð og skilningur. Fátt sé eitraðara en fordómar og dómharka. „Enginn veit hvað undir annars stakki býr.“
Múlaþing Dómsmál Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira